sunnudagur, mars 27, 2005

Bollí wúdd

Ég horfði á Bollywood mynd í gær, reyndar er þetta ekki alvöru bollywood mynd en þetta var mynd í Bollywood stíl. Þetta er klárlega eitt það fyndnasta sem ég hef á æfinni séð. Ég mæli með að fólk tékki á myndinni Bride and Prejudice ef það vill hlægja. Söguþráðurinn er byggður á Pride and Prejudice en sú mynd er miklu betri (ég veit að sú mynd er byggð á bók en ég hef ekki lesið hana en hún hlítur að vera góð því að ég hef séð myndina og hún er góð). Það er mjög fyndið hvað það koma mörg léleg og tilgangslaus lög inn í þessa mynd þar sem má heyra tetxta eins og keep your shoulders down thank you for bringing this marriage in to town og dansarnir eru æði sérstaklega snákadansinn.

Gleðilega páska allir saman, ég fékk kinder egg og geðveikt flott dót í því. Vei vei.
Hef ekkert merkilegt að segja svo ég ætla að þegja.

|