miðvikudagur, mars 09, 2005

Ýmislegt

Hey vissuð þið að þroskaþjálfar eru húmoristar. Ég vissi alveg að þeir hefðu húmor enda er mamma mín líka svona þroskaþjálfi. En mér fannst það nefnilega svo fyndið vinnu tímarnir hennar mömmu. Hún átti til dæmis að mæta klukkan 13:42 seinastsa laugardag í vinnuna. Ég hafði aldrei áður á æfi minni heyrt jafn fáránlega tíma til að mæta í vinnu eða bara yfir höfuð gera eitthvað. Hey geturðu hitt mig á morgun klukkan 16:27 á súfistanum?????

Hey svo var ég líka að taka eftir kommenti á blogginu mínu, nú hef ég ekki guðmund um það hvort þetta sé eitthvað spaug eða hvort þetta var fyrir alvöru: Alexander er magnað. Alvöru hornhljómur í því. Dennis Brain spilaði á þannig sem þú örugglega veist.Keypti mér Amerískt horn og sé eftir því að hafa ekki keypt mér Alexander eða Hans Hoyer þau rokka feitt.Friðjón 02.23.05 - 9:56 am #

Friðjón (ef þú ert til annars er þetta mjög sniðugt hjá þér Særún) takk fyrir kommentið. Já það verður að segja að það sé alvöru hornhljómur í Alexander horni að segja eitthvað annað væri lygi! Ég hafði ekki hugmynd um að Dennis Brain spilaði á Alesander horn en takk fyrir þær upplýsingar! Og að lokum hver ertu??????

Allir að mæta á músiktilraunir á fimmtudaginn og styðja Barbarellu og m
Mjólk, 6 og fúnk. Magnaðar hljómsveitir hef reyndar aldrei heyrt í mjólkurgæjunum en þeir eru pottþétt góðir.

Ég nenni ekki lengur að hafa teina mig langar að rífa þetta hekvíti úr mér. Ég veit ekki um neinn sem er búin að vera með þetta svona lengi eins og ég. Það mætti halda að kallinn sé eitthvað að draga þetta til þess að fá pabba til þess að gera garðinn sinn perfektó. Ég meina það 3 ágúst á þessu ári verður haldið upp á 5 ára teina afmæli.

|