Afmæli?
Jæja ég þori að veðja að þora ekki fleiri að taka testið mitt! Aumingjar, fyrir utan Særúnu og Sigrúnu Ýr sem eru snillingar. En ég er búin að bæta við 4 nýjum linkum en Dagný fær link fyrir að vera með skiptinemablogg alltaf gaman að vita hvað er að gerast í útlöndum, Björg frænka sem er í Ástralíu og ég er búin að vera í 2 mánuði að setja link á, það fer að líða að því að hún komi heim en þetta er frábært blogg og ég vildi alveg skipta við hana og vera bara eitthvað að skemmta mér í Ástralíu. Svo eru það Ibba hún fær link fyrir að vera hún og svo Sigrún Ýr sem fær línk af því að ég skipaði henni að búa til blogg, held nefnilega að hún sé efni í mjög sniðugan bloggara. Ef fólk vill link þá er bara um að gera að biðja um.Hey svo var ég að pæla ef fólk vill fá eitthvað sniðugt nafn á linklistann sem sagt heita eitthvað annað flottara þá er bara um að gera að biðja mig um það.Annars finnst mér nönfnin ykkar mjög falleg en það er aldrei að vita hvað þið viljið!
Er mikið að pæla hvort ég eigi að halda afmælis teiti en það virðast bara allir of uppteknir til að geta komast. Fjandinn hirði þessa dagsetningu það eru allir að læra fyrir próf eða dimmitera :( !
Ég er að pæla í að afneita fæðingardeginum mínum og finnan mér annan dag sem er betri einhver góðan mánuð sem er gaman að eiga afmæli í. Er einhver með uppástungur ?
<< Home