sunnudagur, febrúar 13, 2005

leiðindar blogg!!!!!!

JÁ það er nú frekar langt síðan að ég skrifaði seinast og síðustu færslur hafa verið afburða slakar þannig að það má eiginlega segja að þetta blogg sé nú frekar dautt og leiðinlegt en ég ætla að reyna að bæta úr því veit nú ekki hvort að það á eftir að takast.

Ég gleymdi stadívinu mínu eða hvernig maður skrifar þetta upp í Seltjarnaneskirkju á seinustu tónleikum með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Ég þarf virkilega að ná í það því skrambinn hvað það getur verið erfitt að hafa ekkert stadív. Ég æfði á hljóðfæri í nokkur ár án þess að hafa stadív og hvernig í ósköpunum tókst mér það. Ég er búin að vera að æfa mig núna án þess í nokkurn tíma og ég á í mesta basli bara að lesa nóturnar, maður áttar sig ekki á því hvað maður er háður einhverju fyrr en það er horfið.

Ég er að fara til Stade í sumar í 2 vikur . Ég sem hélt að ég mundi bara hanga heima í allt sumar en svei nei það verður ekki þannig sem betur fer. Ég hef aldrei áður fengið svona góðan útlanda díl.

Ég var að kaupa mér miða á árshátíð Flensborgarskólans, þannig að ef einhver veit um partý fyrir mann þá væri það frábært!!!!

Þetta blogger frekar fúlt og ætla ég hér mað að reyna að gera tilraun til þess að hressa það við.

Ég er að vinna í sjoppu eins og flestir kannski vita. En það er einmitt verið að laga þá sjopðpu, breyta og ég veit ekki hvað. Um daginn þá var rafvirki í sjopunni og hann þurfti að komast upp á þak en það var enginn stigi, þannig að hann fékk mig til þess að halda fyrir sig stól sem var upp á nýja gasskápnum og náði þannig að hífa sig upp á þak. Svo fór ég bara inn til að afgreiða. Eftir smá stund er kallað á mig til að hjálpa manninum niður af þakinu. Ég kem með stólinn á sama stað og áður. Hann var eitthvað hræddur við að fara niður og ætlaði varla að þora niður en ég nennti ekki að hlusta á svona væl og ég reyndi að leiðbeina honum svo að hann hitti með fæturnar á stólinn. Þegar það loksins tókst og hann var kominn niður sagði hann: Vá takk maður, shitt hvað það er óþægilegt að vera með ekkert undir sér. Ég náttúrulega sprakk úr hlátri og hann fór eitthvað að reyna að bæta upp það sem hann sagði en það þýddi ekkert.

|