fimmtudagur, júlí 14, 2005

Hvað er að fólki ?

Eina og flestir ættu að vita sem lesa þetta blogg, þá er ég að slá hérna í hinum hýra Hafnarfirði. Hef oftar en ekki verið kölluð slátturdrottning Hafnarfjarðar en það er nú allt önnur saga. Það sem ég ætlaði hinsvegar að tala um eru hlutir sem liggja hér og þar á þeim svæðum sem ég er að slá. Oftar en ekki er einhver unglingavinnuhópar á svæðunum og þau virðast nú alltaf vera í kaffi. Allavegna eru alltaf allir hópar sem ég ar að slá í kringum í endalausu kaffi veseni. En þegar ég sagði hlutir þá meinti ég ekki þessu unglinga grey (ég bara varð að kvarta smá undan unglingavinnunni það eru bara almenn réttindi þegar maður eldist að gera svolítið af því) heldur hluti eins og yfirgefin og ónýt hjól, fullt af hönskum (yfirleitt bara annar hanskinn), húfur og þannig drasl. Þótt þetta séu nú flestir hlutir sem er nú skiljanlegt að hafi kannski gleymst á gras bölum bæjarins en þegar maður er farin að sjá skó og nærbuxur þá fer maður að hugsa : Hvað í fjandanum var manneskjan sem týndi einum skó að pæla? eða Hvað fær fólk til þess að klæða sig úr nærbuxunum til þess að skilja eftir á umferðaeyjum? Hvað hefur þetta fólk eiginlega verið að gera? Merkileg staðreynt samt að flestir þessir hlutir eru af karlmönnum og allar nærbuxurnar voru pottþétt karlmanna. Já það er gaman að slá í Fiðrinum maður græðir allavegna helling af nýju dóti.

|