fimmtudagur, maí 05, 2005

Uppstigningardagu? Ha? Hvað meinaru?

Ég vaknaði í morgun og skildi ekkert hvað var að gerast. Klukkan var orðin 9 og mamma og pabbi voru enn heima með litlu frændsystkinin mín ( sem fengu að sofa heima hjá okkur í nótt (sem by the way mér fannst skrítið af því að það var virkur dagur)). Svo þegar ég spyr mömmu hvort hún væri ekki orðin of sein í vinnuna og hvort hún ætlaði bara að skrópa (ég skyldi ekkert í því mamma er samviskusamasta kona í heimi) þá sagði hún mér að það væri uppstigningardagur og það væri frí í vinnunni og það væri mjög líklega frí hjá mér líka. Já há er það ekki bara og ég hafði ekki hugmynd um þetta. Ég fór snemma að sofa í gær til að vera hress í vinnunni sem ég er bara ekkert að fara í og vaknaði snemma af ég hélt að ég væri að fara í vinnu. En nei ég er í fíi í dag. Og þegar ég fattaði það þá var ég bara ánægð alltaf gaman að fá svona óvænt frí. Ég meira segja fékk að vekja Guðríði af því ég var ekki viss um hvort ég ætti að mæta í vinnu eða ei. Ég held að hún hafi ekki verið sérlega ánægð með mig þar. Kannski hún hafi farið seint að sofa og ætlað að sofa út.Hún hefur sjálfsagt vitað af uppstigningardeginum. Vá ég hef aldrei pælt í þessum degi áður hef bara alltaf talið þetta sem venjulegan dag í prófstressi. Magnað maður.

Ég er ekki enþá búin að komast að því hver það var sem hugsaði svo illa til mín að ég fékk hiksta. ég hélt ég gæti fundið hann var vissum það að sá sem væri fyrstur að skrifa skítkast í komment á seinustu færsluna mína að það væri manneskjan en svo fékk ég ekkert skítkast. Og ég verð bara að segja : Þið eruð öll frábær. Vá hvað ég er væmin maður, þetta má ekki gerast oft.

Annars var ég að pæla í að breyta linka kerfinu mínu, það eru nefnilega sumir sem hafa ekki bloggað lengi og ég var að pæla í að splitta þessu upp í lélega bloggara og góða bloggara. Ég man þegar Atli týr notaði þetta kerfi og ég hafði ekki bloggað lengi lengi lengi og ég var undir því sem hann skoðaði sjaldan. þá byrjaði ég að blogga á fullu vildi vinna mig upp stigan en ég færðist ekkert sama hversu mikið ég bloggaði og hversu góð bloggin mín voru þangað til að hann splittaði þessu í stelpur og strákar. Svo getur reyndar verið að öllum er sama um svona nema ég af því að ég er auli, sem vissi ekki einu sinni að það væri uppstigningardagur.

|