sunnudagur, maí 01, 2005

Í dag:

  • Fannst mér tíminn hafa stöðvast, ákveðið að ganga aftur á bak eða til hliðar eða bara allt annað en áfram. Tíminn leið svooooooooo hægt. Svo þegar loksins var kominn sú stund að ég átti að fara úr vinnunni, hélt að sú stund mundi aldrei koma, þá sagði Sigrún sjoppukona (eða Guðríður einsog ég og Sigrún Ýr köllum hana) : vá hvað tíminn líður hratt. Hún hefur greinilega eitthvað brenglað tímaskyn.
  • Fékk ég hiksta sem stóð ansi lengi yfir. Hver var að hugsa illa um mig? Dettur engann í hug. Allavegna lofaði appelsín maðurinn að það væri ekki hann.
  • þarf ég ekki að vera í prófstressi eins og allir hinir.
  • lofaði ég SÁ að spila með þeim upp í sveit einhvern tímann bráðum.
  • söng mamma nýtt lag, (sem sagt ekki I want to break free) heldur lollypop, lollypop, úúúú lolly lollypop. Það var hörmung. vona bara að það festist ekki í huga hennar. allavegna lofar hún mér að Queen er enn í huga hennar. Hjúkk

Þetta er ömurlegt blogg slepptu því að lesa það en skrifaðu samt komment um hvað það var ömulegt.

|