þriðjudagur, maí 10, 2005

Er það ekki bara

Mamma og Pabbi áttur 30 ára brúðkaupsafmæli í dag. Þau voru búin að vera að tala um að fara út að borða í tilefninu og ég veit ekki hvað í allan daginn og ég gleymdi alltaf að óska þeim til hamingju þangað til ég varð spurð: Erla á ekki að óska manni til hamingju. Ég bara fattaði það ekki af því að ég er með hugan við þessa helvítis #$%&#$%#$&$%/"#%"! ritgerð um Schönberg. Ég sver það þessi ritgerð er að gera mig brjálaða og sérstaklega af því að ég er ein að flippa út af henni allir aðrir sem eru með mér í sögu taka þessu með ró og segjast rippa þessu af einhverntíman í vikunni. Ég vildi að ég gæti verið eins og Finnbogi sem getur gert ritgerð á 5 mín og hún er upp á 10!

Það er búið að bætast við nýtt celeb í safnið mitt síðan ég sagði seinast frá hvaða íslensku celeb ég hef hitt. Já það vill ekki betur en til en svo að Idol stjarnan sem lennti í þriðja sæti í idol keppninni, Davíð Smári kom inn í sjoppu til mín um daginn að taka SS pöntun með Gumma SS manni. Já ég hef sko hitt Davíð Smára og ég hélt að litlu grunnskólastelpurnar ætluðu að missa sig í gleðinni út af því að hafa séð Davíð úr ædol. Safnið er að verða nokkuð stórt og það stækkar í sífellu.

Ég er að fara upp í Skálholt um helgina að flippa með liði úr SÁ sem heldur tónleika þar klukkan 16 á laugardeginum. Já ég þekki engann nema Hildigunni og Súsönnu svo þær verða að þola mig nema að ég taki með mér bók eða eitthvað þannig til þess að hafa eitthvað að gera.

Ég veit að þetta er fúlt blogg eitt af mörgum í röð en bráðum kemur betri tíð með blóm í haga og þá koma sko villt og skemmtileg blogg. Þetta er loforð.

|