Sjoppa? ó nei það er tóró
ég er í góðu skapi því í gær kláraði ég seinast vinnu daginn minn (í bili allavegna) í sjoppunni. Núna er ég dansandi af gleði og syngjandi fagnaðar söngva. ég er að fara á horntónleika í kvöld , það verður fútt trúið mér. Svo eftir þá förum við hornleikarnir þrír (sem sagt Særún, ég og Þossi bossi) til Jóa í Stúdentsveilsu. seinasta stúdentsveislan í þessu holli. Fór í 6 seinasta laugardag þá var sko étið ummm hvað það var gaman og svo var líka mikil gleði sem ríkti bæði vegna stúdentsprófana og júróvísion (sem reyndist verða mikil vonbrigði líkt og alltaf(en hvað um það góð afsökun fyrir gott partý)). Já það var mikil gleði og mikið fjör þá.Svo er ég að byrja í sláttur vinnunni minni, ég verð á tóró og það verður vonandi fjandi gaman. En nú þarf ég að passa mig á blótsyrðum því að með mér á tóró verður Jón sem á bróður sem heitir Einar. Já ég er að tala um Jón smælí eða Jón Jesú eða hvað sem fólk vill kalla hann. Ég bíð spennt eftir því að fá að fræðast um einar svoldið meira. Þeir sem þekkja Jón vita hvað ég á við. Svo vinn ég að sjálfsögðu líka með henni Særúnu minni og henni Kristínu já sama góða gengið og var í fyrra, þetta er gott gengi. Þær verða örugglega stigamasterar já það verður sko gaman svo verðum við allar að hafa stillt á sömu útvarpsstöð því það er bara hollt fyrir þá sem vinna saman að hlusta á það sama. Ætli rás 2 verður ekki fyrir valinu í ár þar sem radio x er hætt og enginn tvíhöfði lengur til að hlægja af. Það var oft gaman að sjá mannesku sem er ein að slá einhversstaðar og algjörlega í sínum eigin heimi allt í einu fara í hláturskast þá vissi maður að sá var að hlusta á tvíhöfða.