sunnudagur, júní 26, 2005

Draumurinn.......

Í nótt dreymdi mig að mamma hringdi í mig ( hún er í Mallorka með pabba og vinafólki þeirra) og það fyrst sem hún spurði mig var: Erla langar þig bara ekki að koma út til okkar? Við borgum. Ég var sko ekki lengi að grípa það tækifæri. Mamma sagði mér að drífa mig í að pakka því að ég ætti flug á morgun til þeirra. Ég pakkaði mínu drasli. Var svo barasta komin á flugvöllinn sjálfan, engin röð að koma töskunum sínum fyrir þannig að það var ekkert mál. Konan sem var að vinna var meira að segja svo elskuleg að gefa mér fullt af pening til að nota í ferðinni. En svo fór ég í gegnum þarna hliðið þar sem vegabréfið er skoðað, þar var einhver gella að vinna. Ég rétti henni vegabréfið mitt sem var mjög skrítið það var rautt á litinn og myndirnar voru aftast í vegbréfinu. Já myndirnar það voru tvær myndir af mér og báðar einhverjar svaka partýmyndir. Ég komst samt í gegn og stal stimplinum frá gellunni í leiðinni. Þá fór gellan að hlaupa á eftir mér til þess að ná í stimpilinn..............þá vaknaði ég.

Þvílík steypa segi ég bara. En það er bara greinilegt að mig langar sjúklega til að fara til útlanda. Skrítið að ég skildi muna þennan draum því yfirleitt man ég ekki draumana mína. Svo vil ég afsaka bloggleysið. Það stafar af því að ég er algjörlega blogg hugmyndalaus hef stundum byrjað að skrifa eitthvað sem var bara það leiðinlegasta í heimi. Já ímyndið ykkur bara blogg sem er ennþá leiðinlgra en þetta svo leiðinlegt að það komst ekki einu sinni inn á þessa síðu. svei mér þá.

|