Svoldið sein ferða saga ....
Jæja fyrst ég er búin að fá svona margar kvartanir undan bloggleysi hef ég ákveðið að blogga. Hef meira segja fengið nokkrar hótanir í símann minn : Farðu að blogga kona eða .......! Þetta er rétt hjá ykkur öllum löngu kominn tími til að blogga. Jæja ég var út í útlandi fyrir mánuði síðan (hóst hóst) og hér kemur smá ferða saga:Jæja við vorum 7 íslendingar sem fóru: ég, Huld, Þórdís, Eiríkur, Sandra, Inger og Daníel.
Hittumst öll upp í Leifstöð og höfðum það fínt eins og sannir Íslendingar og eyddum að sjálfsögðu eins og sannir Íslendingar líka. Svo var flogið til Danmerkur, þegar þangað kom áttum við að hitta einhvern leigubílstjóra sem átti að standa fyrir utan með skildi sem stóð á Caddy-mobil. Við fundum hann hvergi og komust svo að því eftir nokkrar hringingar að hann var og latur til að taka á móti okkur inn á flugstöð með skilti en hann biði þar sem allir leigubílarnir væru. Þótt ég hef farið í margar langar bílferðir (oft tilneydd) þá hefur sjaldan nokkur bílferð þóttst vera jafn löng og þessi. Bílstj´órinn var gjörsamlega að gera út af við okkur. Hann talaði út í eitt. Maður mátti ekki opna munninn þá var hann farinn að hlægja af þér, svo spilaði hann leiðinlega tónlist , dansaði meðan hann keyrði og keyrði oft fáránlega hægt. Svo má alveg nefna það að við sáum ekkert hægra megin út um gluggan þar sem sú hlið var þakin auglýsingu.Eftir endalausa bílferð komust við loks til Stade. Við gistum á farfuglaheimili og aðal herbergið var að sjálfsögðu herbergi 111 (en það var akkúrat herbergið mitt og stelpnanna) en á herbergi fyrir neðan okkur voru Rúmenar sem voru alveg að gera okkur brjálaðar með því að spila sama helvítis Christina Agulera lagið aftur og aftur og aftur, svo voru þeir líka svo hrfinir af Söndru. En Sandra greyið var ekki alvega að fíla tilfinningahita þeirra. En það var æft út í eitt sem vsar gott og gaman. Maður var búinn að spila svo mikið að þoli var orðið helvíti gott þegar maður kom heim. Við gerðum ýmislegt úti fórum stundum á kvöldin á Caspari (til að hvíla okkur á öllu þessu pasta), fórum á hverjum degi í búð búðanna Kaufland það fæst allt þarna iunni og þá meina ég allt allt frá bílpörtum til hárspenna og allskonar matvörur. Við reyndar kláruðum pez forðann þarna nokkuð oft, því við íslensku stelpurnar fengum pez æði úti. Pez, Pez, Pez. Annað kvöldið okkar þarna úti fórum við líka í bíó að sjá Dvorak... who?? Sem er mynd um hljómsveitina sem ég var að spila í frá því í fyrra. Mjög skemmtileg mynd, allavegna þótt maður var ekki búin að kynnast fólkinu þarna mikið gat maður hlegið vel. Svo var að sjálfsögðu mikið versla bæði í tónlistarbúðinni og fataverslunum og þannig, við vorum þekktar fyrir að vera oft með fullt fangið að pokum eftir bæjarferðir. Á kvöldin var maður líka bara mikið að spjalla við fólkið og kynnast því, þannig að nú þekkir maður fullt af Þjóðverjum, Svisslendingum, nokkra Breta, kannast við nokkra Rúmena, Lattverja, Rússa og Japana. Svo voru náttúrlegar haldnir nokkrir tónleikar. Það er ekkert smá gaman að fara að spila í alvöru tónleika sal, það er stemming sem gleymist seint. Það voru alltaf rútur á áfanga staðina og auðvitað fórum við alltaf í partý rútuna ekki annað hægt. Og svo hélt partýin áfram þegar á farfuglaheimilið var komið. En núna veit ég að þið nennið ekki að lesa meira um þessa ferð og allt það og ætla ég því bara að hætta hér þo ég gæti skrifað svo mikið fleira.
Síðan ég kom heim hefur maður mest bara verið að æfa mig, farið í tónó og vinna.