mánudagur, september 26, 2005

Klukk?????

Jæja ég hef verið klukkuð, það hlaut að koma að því. Minn snilldar ferðafélagi Inger Helga var sú sem náði að klukka mig fyrst. En málið er að ég hef aldrei verið góð í svona leikjum eða einhverju sem gengur út á að bögga aðra með því að klukka þá eða því um líkt. Þegar ég var lítil þá slitnuðu flest öll keðjubréf hjá mér, það eru ófáir krakkarnir sem ég skulda ópalpakka, bland í poka eða póstkort. Nei ég tímdi sko ekkert að vera spreða nammi í fólk sem ég hafði aldrei hitt og vissi að ég mundi sko líklegast aldrei hitta, frekar fór það nammi bara í mig nammigrísinn sjálfan. Svo síðan ég fékk mér e-mailaddressu þá stoppa öll svona e-mail keðjubréf hjá mér. Æ þið vitið hvað ég á við: Ef þið sendið þetta til 10 vina þá mun hin sanna ást birtast þér innan tíu daga en ef þú sendir þetta ekki til neins áttu eftir að pipraþannig (haha einmitt að þetta sé hin heilagi sannleikur). Og allskonar svona líka þessi hotmail bréf sem allir trúa, að þú eigir eftir að missa hotmailreikninginn þinn ef þú sendir þetta ekki til 10 vina. Fyrst trúði ég þessu af því að ég var heimsk en svo fór maður að pæla afhverju í fjandanum þeir hjá hotmail mundu láta senda til allra að þeir gætu átt hættu á að missa reikninginn en ekki þeir sjálfir sem gætu sent manni einn staðfestingar póst eða svo. En af því að ég er svona léleg í svona leikjum og vill helst ekki vera bögga fólk með þessu hef ég ákveðið að vera ekkert að stand í þessu veseni. Ekki nema að fimm einstaklingar bjóði mér að klukka sig, þá skal ég íhuga að koma ykkur á óvart með 5 staðreyndir en ef ekki þá enn einu sinni verð ég stolt að því að byrja á að slíta eitthvað keðjugangandi dæmi, þó ég er alveg viss um að ég sé ekki sú fyrast sem ákveður að gera svo.

|