miðvikudagur, nóvember 23, 2005

dagbóka blogg

úff ég er orðinn óttalegur leti bloggari ekki gott ekki gott.

En ég ætla bara að aðeins að stikla á stóru hvað hefur verið að gerast undanfarið í mínum heimi.

Jæja eins og ég hedl að ég hafi minnst á áður þá náði ég að spila á 4 tónleikum með 3 hljómsveitum á einni viku úff það var erfið vika mikið að gera endalaus hluap og æfingar. En ég fékk oft að klæðast kjól og nýju skónum mínum svo það var bara gott.

Ég varð líka svo heppin að ég fékk gefins einn pakka af Big Red tyggjói sem ég kláraði of fljótt og nú á ég bara pakninguna og ég græt mig í svefn á hverju kvöldi af því að nú á ég ekkert kaniltyggjó lengur. ( Staðhæfing fyrir Sigrúnu, Big Red rules).

Fór á árshátíð hjá ungfóníunni, það var stuð, svoldið skrítið þar sem maður þekkir svo fáa af þessu liði. Maður þarf að hætta að vera með einhverja feimni. Fórum svo á Iðnó þar sem lúðrasveitar vinir mínir voru þá hvarf feimnini alveg.

Fór í 75 ára afmæli hennar ömmu, það er greinilegt að mér finnst amma miklu unglegri en hún er en ég hef haldið því fram að hún væri að verða 65 ára í langan tíma. Já ég vona að ég erfi þessi ungleikagen og þennan svakalega hressleika sem einkenna hana ömmu mína. En í afmælinu spilaði ég fyrir ömmu mína : Í bljúgri bæn og Spanish eyes sem eru uppáhalds lögin hennar. Það gekk bara vel og fékk ég mörg h
ol frá gömlum konum og titill að vera algjör demantur. Núna kallar pabbi minn mig demantinn og ef einhver hringir heim til að ná í mig og pabbi svarar, gæti verið að hann segji: nei demanturinn er ekki heima.

Svo fór ég á tónleika með Hvítum strípum eða White Stripes. Þessi dúett er gjörsamlega magnaður. Það var hrúgað á sviðið alskonar hljóðfærum í nokkurs konar hring og svo flökkuðu þau bara á milli hljóðfæra, rendar spilar hún bara á slagverk en hann aðeins á fjölbreyttari hljóðfæri. Þetta frábærir tónleikar enda góðir tónlistarmenn á ferð. Það eina sem skemmdi fyrir þessum tónleikum var að það var of mikið af einhverju grunnskólaliði á tónleikunum með leiðindar troðning og píkuskræki. Fékk meira að segja olbogaskot í augað þegar var verið að spila Seven nation army, því einhverjum datt í hug að taka einhvern á háhest og þegar það átti sér stað, búmm olbogi í auga, ái ái ái það var vont. Að mínu mati ætti að hafa alla svona tónleika bannaða innan 18 en þeir sem eru yngri gætu fengið leyfi fyrir að fara með því að vera í fylgd með fullorðum. Ég hef farið á þannig tónleika, fyrstu Coldplay tónleikarnir á Íslandi voru þannig. Þá var ég bara 16 en var í fylgd með stóru syst. Þá var enginn troðningur og ótrúlega góð stemming.

|