miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Enlarge this !!!

Ég fæ tölvupóst á hverjum degi eða ég ætti í raun að segja ruslpóst á hverjum degi, með fyrirsögnina : Enlarge it. Stundum fæ ég þrjá svona pósta á dag, ég hef aldrei opnað þennan póst enda hef ég enga ásæðu til þess að opna hann, þar sem ég hef ekkert it til þess að stækka. En ég var að pæla hvernig í fjandanum er ég á einhverjum lista sem fær eitthvað svona typpa stækkunar fyrirtæki til þess að senda mér mail á hverjum degi, ég komst líka að því að systir mín er líka á svona lista. Við höfum nákvæmlega engin not fyrir þennan e-mail og það gera eflaust fæstir þar sem við eigum bara að vera ánægð með okku eins og við erum sköpuð. Þetta er samt örugglega einhver vírus eða eitthvað en til þess að fá mig til þess að opna mail frá þei, þá þarf fyrirsögnin að vera eitthvað meira krassandi en Enlarge it, ég skil ekki afhverju þetta hefur ekkert breyst að allavegna minnkað að senda til mín þar sem þetta hefur átt sér stað í marga mánuði að ég sé að fá upplýsingar um stækkanir á líkamspart sem ég er ekki einu sinni með.

|