fimmtudagur, janúar 19, 2006

Fyrsta lélega bloggið á árinu 2006 ! Gjörið þið svo vel

Það er víst liðin "ár og öld" ~ sorrý að ég skuli kvelja ykkur með mjög lélgu BÓ lagi ~ síðan ég bloggaði. Jiminn núna er ég komin með BÓ á heilann og ég get ekki kennt neinum um það nema mér. Frábært!!!!!!

En dáldið fyndið gerðist í annars anstyggilegu tónlistarsöguprófi ( reyndar var það kannski bara andstyggilegt af því að ég kunni ekkert í þessari sögur enda verður miðaldartónlist bara að teljast mjög leiðinleg tónlist eða það finnst mér (falalalalalalalala))). En hann Kristján var á leiðinni út um svipað leiti og ég út úr prófinu. En hann missti blýantinn sinn á gólfið en þegar hann beygði sig niður eftir honum (á mjög reyndar skringilegan hátt) þá datt hann í gólfið í svona slow motion. Það var mjög fyndið sérstaklega þar sem einhver sagði: Ja þetta kallar maður sko að falla á prófi.

Særún vinkona mín finnst mér líka fyndið og hefur hún komið með marga góða brandara í Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna og það má sannarlega segja að hún haldi í manni lífi á æfingum. En hún fór alveg á kostum á brassæfingunni seinasta laugardag sérstaklega með brandaranum sínum um Hreinn bolla. En það var bolli í stofu 6 (stofunni sem við vorum að æfa okkur í) sem stóða á Hreinn. Og hún hnippti svona í mig og hvíslaði að mér : Hey Erla sjáðu Hreinn bolli, þetta fannst mér fyndið. Við komust síðar að því að bollinn var ó Hreinn bolli.

En þar sem ég hef verið léleg í að taka þátt í öllum svona blogg leikjum ætla ég að bæta það upp með einum leik, en það er leikur sem ég nenni að taka þátt í þar sem ég þarf í reuninni ekki að gera neitt nema copy paste-a, sem er reyndar alveg á mörkunum að ég nenni en fyrir þig ætla ég að vera svo duglega að nenna.
1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Líst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?


Verði þér að góðu.

|