fimmtudagur, apríl 27, 2006

Jæja loksins frh. um Kúbu

Jæja það er alltaf verið að biðja mig um að blogga svo hér kemur endirinn af Kúbuferðinni í mjög stuttu máli.
Dagur 2: Fór í skoðunarferð í gamlabænum (miðbærinn) í Havana, þar var ýmislegt merkilegt skoðað sem varðaði bæyltinguna, Hemmingway, spænskan landshöfðingja og meira túrista dót. Skemmtilegast í þessari ferð var að skoða vindlaverksmiðjuna (en það var það sem ég he´lt að mundi vera það leiðinlegasta í þessum túr). En það er allt gert í höndunum þá meina ég allt hvert minnsta smáatriði. shitt þið bara verið að skoða þetta og svo fær fólkið 10 dollara á mánuði. Hvernig er eiginlega hægt að fara svona með fólk. Svo þegar ég kom heim þá vantaði mér svo að komast í tölvu þar sem ég þurfti að koma upplýsingar um próf heim til vinkonu minnar, en síminn minn virkaði ekki úti. Í tölvunum voru einhverjir spænskir gaurar, sem voru ótrúlega pirrandi. Þeir byrjuðu á því að spyrka mig : Where are you from, svo kom Are everybody ion Iceland as beautiful as you og svona hélt þetta endalaust áfram. jiminn og þeir voru dáldið gamlir fyrir minn smekk og ekkert sérlega fríðir heldur en ég hef aldrei verið það dónaleg í mér að segja þeim að láta mig í friði, en þeir skruppu til að fá sér eitthvað að drekka og báðu mig vinsamlegast að fara ekki, en ég flýtti mér eins og ég gat og var löngu farin áður en þeir komu aftur. En ég var alltaf að rekast á þá því þeir voru á sama hóteli og ég, en það fyndna er að það voru tvær aðrar íslenskar stelpur á hótelinu sem þeir töluðu líka við og þeir notuðu sömu línur á þær og alles. Ég hlóg ekkert smá mikið af þessu þegar ég fattaði þetta og þar að auki voru þessir menn giftir og voru í fríi með konunum sínum. bahhh lúðar!!!!! En um kvöldið þá fór ég út að borða á geggjuðum veitingarstað með mergjaðri tónlist. Þar var mér boðið 2 upp í dans sem var gaman af því þá lærði maður smá salsa.

Dagur 3
fór á markað og keypti mér bongótrommur- þarna voru milljón sölutrix í gangi en algengasta var : special price for you beautiful. Allskonar kallar komu upp að manni og sagði manni hvað maður væri nú fallegur sem var svoldið gott fyrir egóið, jafnvel þótt þeir meindu ekkert með þessu. fór svo í sólbað en það sést ekki á mér að ég hafi verið í nokkuri sól- enda fékk ég endalaust komment þegar ég kom heim- bíddu varstu ekki á Kúbu, þú ert bara ekkert brún. Þetta var að gera mig brjálað. Um kvöldið fór ég svo á tropicanaklúbbinn sem ég hef ekkert mikið um að segja nema bara ágætt show, fínir tónlistarmenn en svoldið kaos á sviðinu.

Dagur 4
Fór í frábæra sveitaferð, þar sem við skoðuðum indjánahella, kúbverskt heimili o.fl. Mjög skemmtileg ferð.

Dagur 5
Fór í sólbað sem bar engan árangur. á markað og göngugötu þar sem við hittum kúbverja sem þurfti svo rosalega mikið að tala við okkur afþví að við vorum frá Íslandi (sem sagt fólk sem er duglegt að eyða peningum). Hann sagðist hafa komið til Íslands, nánar tiltekið til Akureyrar og hafði hjálpað að setja upp kúbverskan veitingarstað þar. Var sem sagt í viku á Íslandi. Hann dróg okkur inn á barinn sinn og gaf okkur drykki og pabba vindla (pabbi reyndi milljón sinnum að afþakka það þar sem hann reykir ekki). En svo skrapp hann sér frá og þá að sjálfsögðu borguðum við eins og sannir íslendingar mundu gera og shitt hvað þetta var dýrt. Veit ekki hvort að saga hans sé sönn eða ekki, en hann var mjög sannfærandi. Svo hittum við einhverj vini mömmu og pabba og fórum saman inn á eitthvað kaffi hús að fá okkur eitthvað að drekka og hlusta á bandið þar inni. Þá kom þjóninn til okkar og sýndi okkur milljón törfabrögð sem ég botnaði ekkert í hvernig hann fór að, helvíti flinkur og seldi okkur fullt af kúbverskum þrutum. Já alltaf er hægt að græða á íslendingum hér og þar. Gerði eitthvað fleira nenni ekki að skrifa um það þar sem mér fannst þetta leiðinlegast kvöldið í ferðinni.

Dagur 6 Fórum í skoðunarferð á eigin vegum, skoðuðum virkið, húsið hans Che, safn með Che og risastóra Jesú styttu. Þar voru þrír gaurar að reyna að sannfæra okkur að þeir gætu tekið frábærar myndir og væru búnir að starfa við ljósmyndun í 7 ár. Einn þeirra reyndi að sannfæra pabba að hann væri Fidel Castro, hann var meira að segja með ID upp á það. Það er allt reynt. Humm fyrir lúðrasveita nörda eins og mig þá ætla ég að segja að ég heyrði í lúðrasveit þarna úti sem var mjög spes. Milljón slagverks menn, fullt af trompetum pípandi einhverstaðar lengst uppi og falskasta klarinett og flautu session ever og að sjálfsögðu voru túba horn og básunur og þannig. En salsa lúðrasveitin var allavega eftirminileg, get ekki sagt annað. Fór svo í hálfa hestagnakerru ferð og á casa del la musica í gamla bænum, sem var mjög gaman frábær tónlist og svona, þetta var um miðjan daginn. Svo um kvöldið fór ég á casa del a musica nær hótelinu sem var geggjað gaman. Lang skemmtilegasta kvöldið mitt þarna úti. Klikkaðasti djassflautuleikari sem ég hef heyrt í, heyrði ég í þarna.

Dagur 7
fór í heila hestvagnaferð , sem var svona skoðunartúrs hringur sem var mjög gaman, mér fannst ég samt eitthvað svo mega túristi þegar ég sat þarna í kerrunni. Um daginn höfðum við stoppað til þess að fá okkur drykki á einhverjum veitingarstað sem er ekki frásögu færandi nema það að þjóninn spyr okkur hvað svona derhúfur eins og við notuðum kostuðu mikið í okkar landi og eitthvað þannig, svo spurði hann okkkur hvort hann gæti fengið húfuna í staðinn fyrir drykkina. Ég var ekki lengi að rétta honum ódýru nike húfuna sem ég hafði keypt fyrir skít og kanel úti á spáni einhvern tímann. Um kvöldið var bara slakað á.

Dagur 8
Fattaði loksins kúbverskuþrautina eftir mikil erfiði. Sagði bless og fór heim. Í leigu bílnum með mér var Sirrý og myndatökumaðurinn hennar en hún var að gera þátt um Kúbu, sem ég fékk að heyra allt umm jibbí kóla. Flugvélin var hálf tóm á leiðinni heim þannig að fólk gat bara valið sér sætaröð og lagt sig. En ég svaf alla leiðin!!!!

Já þetta var ferðin mín ef ég nenni set ég kannski myndir inn á einhverja myndasíðu.

|