Viðvararnir fyrir aula í eldhúsi !!!
Eins og eflaust flestir vita þá er ég mjög léleg í eldamennsku. En ég er að reyna að bæta mig en ég efast um að það gangi nokkuð. Þó fólkið sem ég er að elda fyrir kvarta aldrei og reyna oft að gera gott úr þessu. Fólkið sem neyðist til að borða matinn minn eru : pabbi stundum þegar mamma er á vakt og fólkið í vinnunni og þjónustuþegarnir. Núna ætla ég að koma með nokkur tips fyrir þá sem eru jafn vonlausir og ég í eldhúsinu.1. Ef þú ert að krydda mat með pipar og lokið með götunum sem á að vera á dallinum er það ekki, þá er góð hugmynd að hella smá pipar í hendina og dreifa þannig ofan í pottinn/pönnuna, því fyrir óheppna eins og mig þá geta slys átt sér stað og þú getið misst næstum því hálfan pippardallinn ofan í og það er alls ekki gott. Ef þið hinsvegar missið einhverntímann pipar út í matinn eins og ég gerði þá ráðlegg ég að reyna að ná sem mest af honum úr pottinum/pönnunni.
2. Það átti að vera fiskur í matinn um daginn og pabbi gaf mér nokkur ráð um það hvernig er best að steikja fisk. Það er sem sagt betra að hita olíuna og hafa han heita áður en þið setjið fiskinn á, þá bragðast hann betur. Hérna kemur smá tips, feitin hitnar fljótt og þið þurfið ekki að athuga hvort hún sé orðin heit bara að bíða smá. Það er sem sagt ekki gott ráð að stinga puttanum á pönnuna til að athuga málið. Það að brenna sig á olíu er mjög sársukafullt og vona ég að enginn sé jafn mikil ljóska og ég.
3. Þegar aðrir eru næstum búnir að elda mjög flottann mat og þú ert klaufi eða brussa í eldhúsinu átt þú ekki að blanda þér inn í og reyna að hjálpa, jafnvel þótt að meistara kokkurinn sálfur íður þig um það. Pabbi var sem sagt búinn að gera rosalega flott lasagnia og lét það inn í ofn án ost. Verkefnið mitt var sem sagt að taka það út úr ofninum eftir smá tíma og setja ost ofan á það (þá brennur osturinn ekki) og setja það svo aftur inn í ofn. Þetta gekk fínt þangað til að ég átti að setja það aftur inn í ofn þá misst ég það allt yfir ofninn og ofan í ofnaskúffuna og það fór gjörsamlega út um allt. Það var sem sagt lítið úr kvöldmatnum þarna. Helmingurinn fór í ruslið en hinn bjargaðist!!!
Ég hef ekki fleiri ráð að þessu sinni en ég vona að þið séuð betri en ég innann veggja eldhúsins og geti framreytt betri mat en ég og óskaddaðann, svo ef einhver er að fara að elda eitthvað gott brálega þá má alveg bjóða mér í mat, því ég kann sko alveg að borða góðan mat þó ég kunni ekki að gera hann.