miðvikudagur, júní 28, 2006

Toro Toro Toro

Já ég komst ekki til Hróaskeldu eins og ég ætlaði mér! En hvað um það, það eina sem var svoldið leiðinlegt var að ég átti frí á svo asnalegum tíma. Það er ekkert að gerast hér í enda júní- byrjun júlí. Ég var í miklum vandræðum ég var að reyna að pæla hvað ég gæti gert á þessum tíma. Hef aldrei áður verið í fríi bara til að vera í fríi, það er svo fullorðins eitthvað. En þá hitti ég gömlu flokkstjórana mína úr sláttuhópnum, en þeir eru einmitt að sjá um hann aftur. Annar þeirra var að fara til Hróaskeldu og þeir voru í vandræðum því það þarf helst tvo til að dansa tangó og sjá um vandræðagemsana í slátturhóp Hafnarfjarðar. Þannig að ég ákvað bara að slá til og slást í hóp flokkstjóra slátturhópana í Hafnarfirði. Þetta þýðir að ég er að keyra um bæinn með stóra kerru, fæ að ganga í grárri ÆTH peysu, (er reyndar ekki búin að fá stáltáskó, veit ekki hvort ég fæ þar sem ég er ekkert að slá og þarf því voða lítið á þeim að halda (en það væri nú flott að fá gömlu sviettu skína mína frá því í fyrra)) og svo fæ ég líka að skipa unga fólkinu fyrir (það á bara betur við mig en ég hélt). Einmitt núna er ég í vinnunni, það er smá dauður tími núna og ég hef engan að tala við þar sem Nonni fór að sækja bensín. Erum samt að verða uppiskorta með umræðuefni allar hugmyndir eru vel slegnar.

|