þriðjudagur, desember 26, 2006

Myndir

Er komin með myndasíður gamla myndasíðan er: www.myphotoalbum.com/erlaaxels
Myndir frá Menningarnótt, Siglugjarðarferð með ungfó og man ekki hvort það er eitthvað fleira.
en nýja er : http://erlaaxels.spaces.live.com

ég er búin að setja inn fullt af nújum myndum á hana en það er vantar svona komment frá mér við myndirnar veit ekki hvort að fólk hefur verið að lesa það eða fíla það yfir höfuð. Allavegna ef þið hafið áhuga þá tékkið þið bara á þessu. Setti inn 305 myndir áðan

|

Myndir

Er komin með myndasíður gamla myndasíðan er: www.myphotoalbum.com/erlaaxels
Myndir frá Menningarnótt, Siglugjarðarferð með ungfó og man ekki hvort það er eitthvað fleira.
en nýja er : http://erlaaxels.spaces.live.com

ég er búin að setja inn fullt af nújum myndum á hana en það er vantar svona komment frá mér við myndirnar veit ekki hvort að fólk hefur verið að lesa það eða fíla það yfir höfuð. Allavegna ef þið hafið áhuga þá tékkið þið bara á þessu.

|

Jólin, kindin Einar og skýingin á týndu nærbuxunum

Í tilefni af jólunum kemur jólablogg!!!

Jólin, jólin allstaðar. Svaf út á aðfangadag en ég hef ekki sofið út í heila eilífð (eða næstum svona), vaknaði í rísalamalið sem pabbi gerir alltaf. Ég vann ekki!!!!! Svana vann, ég vil meina að það hafi verið fyrir framm ákveðið þar sem það var búið að taka frá sérstaka skál fyrir hana en hún átti það líka alveg skilið litli engillinn. Hún vann jólakúlu (ekki kúlu eins og maður fær á höfuðið heldur svona sem maður hengir á jólatréð). Ég og Þurý systir náðum að kenna 2 ára frænku okkar, Komdu með mér í gamlárspartý lagið með Baggalút. Þannig að litla krúttið er að syngja um bland og bús hástöfum alla daga núna. Ég fór í pakkaleiðangur til ömmu Sjafnar en gat ekki farið á fleiri staði þar sem að allir hinir vildu koma til mín, enda á ég heima á frábærum stað. Af því að Jesú á nú afmæli þá skellti ég mér í bað og fór í fín föt og meira segja fékk Þurýju systur til þess að krulla á mér hárið en í staðin slétti ég á henni hárið. Það má því segja að við höfum skipt um hlutverk þetta kvöld eða allavegna fengið lánað hjá hvori annari hárgreiðslu. Það voru margmenni heima þessi jól því Þurý systir og fjölakylda voru hjá okkur og svo amma og afi. Þannig að það þurfti að draga út borðið rækilega til að koma 10 manns við það. Það var geggjað góður hamborgarahryggur í matinn og svo var kaka sem systa gerði sem fór heil 3 skipti inn í ofn (ekki af því að hún var eitthvað illa bökuð heldur af því að það voru þrjú lög sem þurftu alltaf að fara inn í ofn). nammi namm. Ég fékk frekar mikið af pökkum þetta árið:
Mamma og pabbi gáfu mér ferðatösku en þau keyptu hana í US and A svo þau notuðu hana á leiðinni heim svo vissi ég líka af henni þar sem ég bað sérstaklega um hana svo þau voru ekkert að pakka henni inn, en til þess að litla barnið þeirra fengið pakka hafði mamma laumast út í búð og keypt handa mér Lay Low diskinn.
Amma og afi gáfu mér innrammaða mynd af sér :) Þau eru líka svo sæt að ég er viss um að þið munduð vilja fá innrammaða mynd af þeim en það fáið þið ekki.
Þurý, Kalli,Svana,Steinar, Jóhanna, Gunna, Binni og Alexandra Nótt gáfu mér Rautt leðurveski (sem er nokkurs konar Marry Poppins veski þar sem ég er viss um að það komi endalaust magn af hlutum í það) og svo gáfu þau mér Sail to the moon með ampop
Særún gaf mér pæju bol sem maður bindir í hálsin og hneppir á erminni
Sigrún Ýr gaf mér doppótta dagbók og fjólubláan penna, sem er gott fyrir góða ferðasögu
Svana Ösp gaf mér dagatal svo ég muni nú eftir öllu
Steinar Ari gaf mér Jólasveina nammi skál fyrir allt jólanammið sem ég á
Jóanna Laufey gaf mér segul kind sem ég skírði kindin Einar af því ég er svo "frumleg"!! Allavega er kindin Einar svona heil kind sem maður getur tekið í sundur og sett á ískáp þá sem framm og aftur endir. Ég var eitthvað að leika mér að taka hana í sundur og setja saman. Ltila fænka mín sem gaf mér gjöfin þótti hún heldur flott (enda valdi hún hana sérstaklega fyrir mig) og fékk leyfi hjá mér til að leika með hana þannig að það enda með því að ég gaf henni segulkindina Einar. Þannig að nú á ég enga segulkind en það er í lagi af því að ég fékk knús í staðinn.

Já svo vildi ég segja frá því að ég átti einu sinni mjög flottar rauðar nærbuxur sem allt í einu hurfu eða allavegna fann ég þær aldrei og mundi ekkert hvað ég gerði við þær. Ég var búin að velta mikið fyrir mér hvar ég hefði látið nærbuxurnar, hvort ég hefði gleymt þeim í einhverjum ferðalagi eða þær höfðu eyðilagst í þvotti. En á aðfangadagskvöld fékk ég skýringuna sem ég hef beðið eftir í heil 3 ár eða kannski 2 ár!! Systir mín hafði fengið þær lánaðar þegar við höfðum farið saman til London þar sem hún varð uppiskorta með nærbuxur svo hafði hún gleymt að skila þeim og svo eftir að hafa brugðið sér í þær nokkrum sinnum tók því ekki að skila þeim. En systir mín mátti líka alveg eiga þær en dulúðin á bakvið hvarf þeirra kom loks í ljós og það er eitthvað sem ég hef verið að leita svari við í mörg ár!!!

Núna fer ég að verða að vera hættulega súr þannig að ég kveð og svo er batteríið á tölvunni low.

|