miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Sullumbull

Ég heiti Erla Axelsdóttir. Ég er ekki búin að blogga í 2 mánuði!!! Er það af því að ég hef ekkert haft til að skrifa um í 2 mánuðu? Nei! Er það af því að ég hef ekki haft tíma til þess að blogga? Nei! Er það af því að ég er súper löt og kýs frekar að gera eitthvað sem ég þarf ekki að gera neitt nema að sitja á rassgatinu? Já! Ef það er einhver sem les þettá. Þá get ég ekki kallað þá manneskju annað en þrautseiga a nenna enþá að kíkja hingað þrátt fyrir að hér hefur ekkert gerst í marga mánuði og plús að seinustu færslur hafa nú ekkert verið til að hrópa húrra yfir. En núna lofa ég betri bloggum, betri skrifum og ekki með mánaðr millibili heldur með þægilega hæfilegum millubilum! Finnst ykkur eins og þið hafið heyrt þetta áður? Jújú það er satt ég hef lofað öllu fögru áður, lofað betri bloggtíð og hvað eina en aldrei staðið við það. Er þetta skiptið etthvað öðruvísi??? Já ég vil trúa því en ég þarf stuðning og hjálp til þess að halda þessu gangandi svo ég bið ekki snúa baki við mér á þessari ögur stundu heldur styðjið við mig. Ég heiti Erla Axelsdóttir og á að vera að æfa mig undir stigspróf. Ég er núna búin að gera allt það sem ég hef ætlað að gera í langan tíman og hef því enga afsökun á því að æfa mig ekki!!

|