Vikublogg 3
Jæja ég fer að ná tímanum í dag. Ég vona samt að ég sé ekki að skrifa neitt sem væri svo hægt að slíta úr samhengi og búa til ekki frétt úr.
2. maí Radio City
Við Sigrún vorum komnar með hrúgu af skítugum fötum og nærbuxuna og sokka úrvalið var orðið frekar tæpt svo við fórum á þvottahús sem stelpurnar höfðu sagt okkur frá. Þegar við komum þarna sáum við þrjá mexikana að þvo þvott og fullt af þvottavélum þar sem maður skellir klinki í og þvær þvottinn sinn sjálfur eins og maður sér í bíómyndunum. Við þorðum ekki að spurja gæjana hvort þeir ynnu þarna og gæti þvegið af okkur þvottinn því við höfðum ekki tíma til að sitja yfir þvottavél, það væri allavegna mjög kjánalegt ef að þeir væru bara að þvo sinn eigin þvott að biðja þá að þvo okkar líka. Svo var einn gaurinn sem bennti okkur á klink þvottavélarnar og sagði að við gætum notað þær og við vorum alveg ringlaðar og fórum út því við vildum láta þvo þvottinn okkar. Ég hringdi þá í Brynju og þá var það þannig að ef við vildum láta þvo þvottinn okkar þurftum við að fara alveg innst inn búðina og láta vigta þvottinn okkar. Við gerðum það og fórum sáttar aftur upp á hótel. Þar náði ég loksins fríu internet sambandi í lobbyinu ( þetta voru nokkuð nýar fréttir að það væri hægt að fá nokkuð frítt á þessu hóteli fannst mér hálf lygilegt). Damian, Kelly og Elvie komu til mín og spurðu mig hvort mig langaði ekki í mat til núma. Það hafði nefnilega ækslast þannig að allir höfðu sagst vilja koma í mat til hans en enginn mætt af því að það var svo planaður matur á tónleikastaðnum. Ég var heldur betur til í það enda góður matur þar í boði. Maturinn var í íbúðinni mannsins hennar Bjarkar og Matt (útsetjarinn fyrir brassið) hitti okkur fyrir utan. Vá nammi góður matur í boði og Númi var sáttur að einhverjir mættu í mat. Ég og Damian þruftum síðan að flýta okkur í soundtékk í Radio City, þar sem Damian er mjög hávaxinn maður og með mjög langa fótleggi þurfti ég að hlaupa frá hótelinu og á tóneikastaðinn á meðan hann labbaði. Tékkið var stutt og við fengum bara að spila 2 lög. Síðan tók við bið þar sem við nýttum til að spila okkur aðeins saman og spiluðum Bach kvintett sem Sigrún hafði fjárfest í. Við gerðum make upið okkar ready og hlustuðum svo aðeins á Konono nr 1 sem var að hita upp þetta kvöld. Þetta er hresst band og lífleg tónlist og er örugglega mjög gaman að dansa við tónlistina þeirra. Síðan var bara að skella sér í búininginn við vorum eitthvað svo seinar í því að við náðum ekki að stemma fyrir tónleikana. Þá var bara að hlusta enn betur og vera bara á tánum. Tónleikarnir hófust á miklu ljósashowi og eldi í Earth intruders það var nánast bara kveikt í bakinu á okkur en ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta komi mjög flott út í sal. Tónleikarnir gengu bara vel og það náði einn aðdáandi að laumast upp á svið og taka nokkur falleg dansspor en fékk ekki að vera lengi á sviðinu því að honum var tekinn niður af sviðinu af tveimur öryggisvörðum. Við náðum að slaka meira á þessum tónleikum en í Coachella og nutum okkur miklu meira og dönsuðum sem aldrei fyrr. Efitr tónleikana var svo smá teiti þar sem við réðumst með ipodona okkar og spiluðum íslensk partýlög. Þar fékk diskófriskó, gleðibankinn og fleiri frábærir íslenskir smellir að hljóma. Hver mann ekki eftir þorparanum??? Síðan var búið að finna annað partý á Manor sem var eftirpartý fyrir Peter,Bjorn og John.Þegar við voru á leiðinni þangað í leigubíl spurði leigubílstjórinn hvort að við vörum hindu ( við vorum sem sagt með aðeins öðruvísi útgáfu af ennismálingunni þetta kvöld) en Mark sagði honum að þetta væri bara svona Icelandic thing. bílstjórinn gleypti við því að og keyrði okkur í partýið. Í partýinu var mikið stuð og mikið dansað. Það voru læika mjög skemmtilegar týpur og allir vorru mjög meðvitaðir um collið. Hitti líka Bjorn og hann talaði bara sænsku við mig ég skildi hann en hann skildi mig ekki en það var kannski afþví að ég var að reyna að tala sænsku líka en ég kann nákvæmlega ekki neitt nema kannski stelpa, strákur og nammi. Vá hvað það er hægt að gera frábærar samræður úr því. Þar kom líka ein mjög sérstök týpa að mér og hann sagði við mig að ég mundi verða fræg í Bandaríkjunum. Ég sagði bara nei veistu ég efast alvarlega um það og þá sagði hann bíddu bara ú verður fræg ég veit það. Já alveg rétt munið þið ekki eftir hérna Erlu Axelsdóttur sem spilar á horn með Björk! Right. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur heim spurði okkur hvort við værum indverskar, í bílnum voru hvítustu stelpur í alheimi. Það fyndnasta við það er að hann var svo sjálfur frá pakistan og var að kenna okkur pakiskisku eða hvað sem maður segir. Ég var svo góð í því að hann hélt bara að ég ætti pakistiska vini eða eitthvað. Ég til Pakistan og læra málið af fullum krafti.
3.maí Lautarferð í Central Park
Við Sigrún fórum og keyptum okkur smá nesti til að hafa með í Central Park því að Damian hafði skipulagt piknikk fyrir hópinn þar. Þeir sem höfðu vaknaði í tíma og ekki gleymt þessu hittust í lobbyinu það voru Sigrún yngri, Harpa, Bergrún, Silvía, Noah, Matt, Damian, Kelly og Elvie. Björk og Sigrún höfðu sem sagt gleymt þessari ferð og ákváðu bara að hitta okku í Central Park. Númi fór svo í Whole foods og keypti fullt af mat fyrir okkur ( þess má geta að í þeirri verslun er hægt að fá skyr og suðusúkkulaði) þannig að nestið sem ég og Sigrún keyptum um morguninn var eiginlega hálf tilgangslaust. Svefnpurkurnar Brynja, Særún og Valdís bættust síðan í hópinn til okkar eftir góðan svefn en Björk og Sigrún fundu okkur ekki enda kannski ekki skrítið þar sem garðurinn er HUGE. Síðan var skipulögð æfing kl 6 í studio 6 sem gekk bara vel. Við Sigrún, Björk, Harpa og Bergrún tókum Jónas með okkur út að borða sem var farinn að þrá félagsskap okkar stelpnana. Við ætluðum nú að reyna að finna góðan stað til að borða á en hungrið var að segja til sín og við hlupum á næsta stað sem leit ágætlega út. En annað kom á daginn, við fengum svoldið brasaðan mat serm þó var alveg hægt að borða en enn og aftur eru fáránlega stórar stærðir á skömmtunum hérna. Stelpurnar fengu hálfan kjúkkling og pissaan mín var með heilum ananas inn í henni það var án djóks ananas fjall sem stóð upp úr pizzunni og ostur yfir. Þegar við vorum að fara kom upp að okkur maður sem heyrði okkur vera spjalla saman og spurði hvaðan við værum. Þá var þetta einhver götuljósmyndari sem hafði mikinn áhuga á íslanskum ljósmyndurum og hann sagði að þeir væru bestu jósmyndarar í heim og hann bara varð að fá að taka myndir af okkur. við leifðum honum það að sjálfsögðu og svo gaf hann mér nafnspjaldi sitt og bað mig um að hafa samaband og senda mér myndir af íslandi og eitthvað. Ég er nú ekki enþá búin að standa í því, spurning hvort maður gerir það fyrir karl greyið. Hann allavegna sagði okkur að við bara yrðum að fara á Ellen's Stardust Diner því þar syngju þjónarnir, þetta væri svona eins og að fara á Off Broadway show rða eitthvað. Við stelpurnar drifum okkur þangað, Jónas lagði nú ekki alveg í þetta. Þegar við okomum á Ellens Stardust Diner voru þjónarnir heldur betur í karíókí og við ákváðum að fá okkur eftir. Svo átti einhver afmæli og þá sungu allir þjónarnir fyrir hana sérstakt afmælislag. Ég get svarið það að aldrei annarstaðar nema í Bandaríkjunum mundi svona virka. Syngjandi þjónar. Við náðum líka að heyra okkar þjón syngja en á meðan hann var að syngja vorum við akkúrat að klára og han kom syngjandi með reikninginn til okkar.
4. maí
Ég, Sigrún,Sigrún K og Björk borðuðum Starbucks matinn okkar (Við fengum Starbucks kort og erum með smá svona leið á því í bili end sama úrval allstaðar) á kirkjutröppunum á 5th Avenue. fórum svo á annað heimii okkar HogM og eyddum smá. Svo hringdi ég í manninn sem átti hugsanlega að hafa horntösku handa mér. Hann spurði mig hvort að ég vildi bakpoka eða skjalatösku eða ietthvað og ég sagðist vilja bakpoka og bara tösku sem kæmist í flugvélahólfin. Þá fór hann að selja mér einhverja skjalatösku þannig að ég hélt að þetta væri eina taskan sem hann átti og var alveg til í að skoða það mál. Þetta var þá einhver voða fancy taska með krókudílaáferð og eitthvað og átti að kosta 380 dollara. Jájá hvað vissi ég um einvherjar töskur ég var tilbúin a skoða það mál. Búðin hanns var guð má vita hvar í New York en hann sagðist vera að koma til Manhattan og að hann mundi kippa með sér töskunni. Við stlepurnar fórum svo bara í leita af nótnabúð sem átti að vera rétt hjá Carnigie Hall. Við vorum ekki alveg með á nótunum hvar búðin væri og vorum að leita þegar við hittum hornleikara sem átti leið framhjá okkur. Hún var svo ljúf að sýna okkur hvar nótnabúðin væri, á leiðinni þangað var hún að sjalla við okkur og var að segja frá hvað hún væri að gera. Hún var sem sagt að spila á Broadway og svo á tónleikum um kvöldið í Carnigie Hall, hún sagðist líka að hún hefði getað reddað okkur miðum en maður þyrfti dagsfyrirvara fyrir það. Við vorum ekkert að sækjast eftir neinum miðum og við sögðum að þetta væri nú allt í fína. Við komum að nótnabúðinni og ég verð að segjaað þetta er flottasta nótnabúð sem ég hef stigið fæti inn í. Búðin var sem sagt þakin í nótum frá gólfinu og upp í loft, þar sem þetta var svo mikið og ég ekki með innkauparlistann minn og alveg rugluð yfir öllum þessum nótum hringdi ég í Emil hornkennarann minn sem veitti mér símaráðgjöf ég var að segja honum frá töskunni go hann sagði mér að kaupa ekki skjalatösku, hann sagði að bakpoki eða hliðartaska mundu henta mér miklu betur. Meðan við vorum inn í nótnabúðinni kom hornleikarinn og gaf okkur 3 miða á tónleikana um kvöldið. Við vorum reyndar fjórar en hún sagðist líka ekki alveg hafa vitað hvað við vorum margar. við vorum að sjálfsögðu mjög þakklátar fyrir þessa miða. Sigrún mín fórnaði sér og sagðist ætla að læra um kvöldið, svo við Sigrún K, og Björk fengum miðana. Á dagskránni var verk eftir Mendelssohn og svo Carmina Burana eftir Carl Orff. Þetta voru klikkað flottir tónleikar, hljómsveitin var ótrúlega þétt og söngvararnir magnaðir. Við reyndum að finna hornleikarnn eftir tónleikana til að þakka henni fyrir miðana en fundum hana ekki svo við fórum að fá okkur eitthvað í gogginn enda vorum við alveg að deyja úr hungri eina sem við höfðum borðap í langan tíma var´súkkulaði í hlénu á tónleikunum. við fórum á einhver Diner þar sem þjóninn okkar var mexikani. Það er í sjálfusér ekki frásögufærandi annað en það að hann var ótrúlega líkur Pedro úr Napolian Dynamite, hann meira að segja talaði eins og hann. Hann var líka alltaf að koma að spjalla við okkur um Fridu Carlo og allskonar og við spurðum hann líka út í einhvern skemmtistað með salsa tónlist. Hann sagði okkur frá stað sem hét Copacabana þar sem væri live salsa tónlist um helgar. Þar sem ég borðaði svo mikið af salatinu sem ég fékk áður en að kjúklinga kebabið mitt kom (sem verður þú að teljast skringilegasta kebab sögunnar) þá hafði ég litla list á matnum mínum. en þjónum fannst það ekki nógu gott og hélt að mér þætti maturinn vondur og bauð mér að velja hvað sem ég vildi af matseðlinum. Alveg hvað sem ég vildi. En ég afþakkaði það bara pent. En eitt hérna í viðbót með matinn í Bandaríkjunum er salatið það er alltaf einn stór lauk biti og einn stór tómatur og stórir gúrkubitar það er ekkert skorið í svona almennilegt salat. Þannig að ég er bara farin að skera mitt niður sjálf áður en ég fer að borða það. Þjóninum á þessum veitingarstað fannst það svoldið fyndið og bauðst meira að segja til að fara að láta skera þetta almennilega fyrir mig en þar sem ég var fær um það sjálf gerði ég það alein.
5. maí United Palace
jónas var farin að slást í hóp sem kvartaði af bloggleysi mínu en hann var aðeins of seinn því ég var búin að blogga, hehe! Venjulegur Starbucks morgunverður og smá verslunarferð var tekin á þetta áður en við fórum á tónleikastaðinn. Þar fengum við mat og vöfruðum á internetinu og spiluð ættjarðarlög. Chris var líka með spil og við kenndum honum olsen olsen, skítakall og hæ gosa. Það er víst til einhver BVandarískútgáfa af olsen olsen en hún heitir eitthvað annað en hann fékk ekki að sleppa í gegnum spilið öðruvísi en að nota olsen. Sountékkið var stutt en laggott. Síðan var aftur matur og hangs og upphitun og við gerðum okkur sætar. Rétt fyrir tónleikana rakst ljósmyndari sem er alltaf á öllum giggunum okkar og er altaf með partýhatt í trompetinn hennar Bjarkar sem datt í gólfið og beyglaðist feitast á einni baulunni og einn takinn var í hakki. Vá panikk í gangi það átti jafnvel að redda nýjum alveg eins trompet en svo var aðeins tjakkað við takkanum og hann var tónleikahæfur. Tónleikarnir hófust þannig að það var dregið fyrir sviðið (Jónas kallinn var reyndar með hljófærin sín hinum megin við tjaldið svo hann var einn á sviðinu ýkt nettur á því) og Björk söng Cover me með undirleik jónasar. síðan dragast tjöldin frá og Earth intruders hefjast með miklum látum. Tónleikarnir gengur bara vel fyrir sig og voru bestir brasslega séð til þessa. Eftir tónleikana skáluðum við og spjölluðum saman. Auðvitað var líka partý svona til að hitta vini og vandamenn sem höfðu verið á tónleikunum. Þar sem ég átti enga vini á tónleikunum laumaði ég aftur niður og fékk mér pizzuog kók með því. Eftir tónleikana var svo ekkert skipulagt partý en margir ákváðu að far á einhvern skemmtistað ég ákvað hinsvegar að fara bara í háttinn og smá girltalk.
6. maí
Ég fór með Valdísi og Særúnu að hitta vinkonu Valdísar, Auði, á Unionsqare. Hún sýndi okkur hverfið og fór með okkur í góðar second hand búðir og svo eina rokkarabúð. Eigandi rokkarabúðarinnar sem er einnig afgreiðslumaðurinn gat varið bróðir (keith Richard cliff), hann var miðaldramaður með sítt ljóst hár í alveg ótrúlega lágum buxum, það sást alltaf í rassaskoruna á honum, ég er bara fegin að ég sá hann ekki beygja sig. Ég var í nýjum sokkabuxum sem ég hafði keypt í HogM og honum fannst þær geðveikt cool, hann kom sérstaklega upp að mér til að segja: Awsome stockings man, ohh they are so cool. Við fórum í alveg klikkað flotta secondhandbúð þar sem allar vörurnar eru valdar af eigandanum, þar þurfti maður ekki ap leita af flottum vörum það var allt flott. Eftir að hafa eydd alveg ógeðslega mikið af peningum fórum við að borða á Liqurebar sem var ágætis matur og fínt andrúmsloft, þrátt fyrir að nafnið komi fyrir eins og þetta sé einhver pöbb flæðandi í áfengi þá var þetta alls ekki þannig þarna voru bara heilu fjölskyldurnar að borða. En við vorum ná´ttúrulega snemma í því ég hef ekki hugmynd hvernig þetta er á kvöldin. Um kvöldið vorum við svo bara upp á hóteli að horfa á Gilmore girls og eitthvað. Reyndar var okkur boðið að fara á einhvern stað sem heitir Fat Cat en við vorum allar svo þreittar að enginn nennti, við fréttum svo seinna að þar hafði verið feitt Big Band á staðnum, þá sáum við smá eftir því ap hafa ekki farið en við þurftum bara smá time out!
7 maí
Ég fór með Sylvíu, Noah, Valdísi og Bergrúnu til Brooklyn í annan secondhandbúðarleiðangur, tókum bara subarann þangað. Stefnan var tekin á Beacon's closet en Valdís hafði sem sagt farið þangað fyri tveimur árum. Þetta er pottþétt stærsta secondhandbúð sem ég hef farið í, það var svo mikið þarna inni að ég var bara ringluð og fann ekki neitt, ég endaði reyndar hjá skartgripunum og náði að hlaða á mig hálsmenum. Það var smá skemmtileg tilviljun að Harpa og Telma löbbuðu inn í búðina með Bandarískri vinkonu sinni. Við fórum í Village á indverskanstað til að borða sem Noah og Sulvía völdu. Þegar við komum þangað sat Björk þar fyrir utan að spjalla við hörpuleikarnn sem hafði einnu sinni verið að spila með henni. Ekkert skrítið að fólk sóttist í að fara á þennan stað, það var alveg sjúklega góður matur þarna. Um kvöldið fórum við svo á Arcade Fire tónleika í unitead Palace, en .eir eru hjá sömu umboðskrifstofu og Björrk svo við fengum frítt. Við fengum mjög góð sæti, reyndar hélt ég fyrst að ég sæti ein á meðan allar hinar stelpurnar sátu saman en þa var bara ekki hægt að koma okkur öllum saman, svo komu Harpa og Telma og þær áttu sæti við hliðin á mér. Þau rokkuðu þetta gigg görsamlega, reyndar var söngvarinn ameð aðeins of mikla rokkstæla sem fóru honum engan veginn, hann var bara aðeins of mikið nörd til að búlla það að henda niður einhverju ljósi í starfsmann þarna og eitthvað rugl. Annars voru allir hljómsveitar meðlimir alltaf að skipt um hljóðfæri, þeir voru líka mðe tvo blásara með sér sem spiluð á fáránlega marga lúðra, trompet, horn, althorn, klarinett, baritonsaxafón og þeir skiptu stundum nokkrum sinnum um hljóðfæri í einu lagi og ofan á það allt saman voru þeir sjúklega góðir! Við kíktum svo eftir tónleikana í eftirpartúið þeirra og spjölluðum smá við einn hljómsveitarmeðlim sem var hress sem fress. En partýið var frekar aumt svo við tókum bara subinn heim en Isaak frá umboðskrifstofunni kom með okkur og fylgdi okkur alla leið upp á hótel svo við værum nú pottþétt save, okkur fannst það fínt því við vorum svoldið smeikar að fara karlmannslausar í subið svona seint um kvöld. Maður er svo sveitó hér og einhvernveginn uppfullur af ranghugmyndum um að einhver muni koma og ræna mann eða skjóta mann. Maður hefur kannski séð of margar bandarískarkvikmyndir.
8.maí - Appolo theatre
Við Sigrún hlupum en og einu sinni á Starbucks til að kaupa okkur morgunverð en þegar við komum tilbaka var verið að þrífaherbergið okkar og við vildum ekki sitja yfir þeim og borða meðan þau væru að gera vinnuna sína svo við ákváðum að kíkja til Bjarkar og Sigrúnar. Þær gellur voru bara enþá að lúlla svo við fengum skjóla hjá Valdísi og Særúnu sem voru hressar í morgunsárið. Við Særún fórum svo eina netta ferð í Ray Burns, ég til að kíkja á horntöskur og Særún til að finna silent brass. Þeir áttu hvorugt, ég hafði sem sagt klárað lagerinn af silent brassi fyrir horn seinast þegar ég var hjá þeim en þá höfðu þeir tlíka tekið myndir af mér, Sylvíu og Valdísi til að setja á vefsíðuna búðarinnar. Ég var þá beðin að skrifa niður nöfnin á okkur svo það væri hægt að birta myndirnar og svona, annig að það er eins gott að þetta séu góðar myndir. Eftir það var stefnan tekin á Apollo theatre. Þar fengum við að borða og fengum svo góðan tíma í soundtékk þar sem við náðum að fara yfirslatta af lögum. Þetta er samt svo viðkvæmur salur að það þurfti allt að vera mjög þétt og það heyrist allt. Eftir sountékkið var borðað og svo máluðum við okkur. Síðan hlustuðum við á upphitunarbandið sem var Spank rock, ég hafði aldrie áður heyrt um þetta band en vó ég var að fíla þessa gaura. Þeir voru ýkt þéttir og voru með dansmúvin á hreinu svona, svo var líka bara svo mikill stemmari í þeim. Mæli með að tékka á þeirri hljómsveit, ég er búin að kaupa diskinn þeirra hef reyndar ekki haft tíma til að hlusta á hann en hann getur bara ekki klikkað. Síðan þurftum við að hlaupa í að stemma og klæða okkur í búningana og síðan lá leiðin beinustu leið upp á svið. Eða beinustu leið því við þurftum að hlaupa undir sviðið og fara hinum megin við sviðið miðað við hvar búningsherbergin voru. Tónleikarnir gengu bara ágætlega reyndar var ég svoldið óánægð með mína frammistöðu en ákvað að ég ætlaði aldrei að eiga jafn slæma tónleika og þessa. Eftir tónleikana var skálað en svo þurftum við að drífa okkur því að það var útgáfupartý á Voltu þetta kvöld. Það var mjög troðið í partýuinu en samt mjög gaman, Mark kenndi mér diskó dans og ég kenndi fólki sturtudansinn.
2. maí Radio City
Við Sigrún vorum komnar með hrúgu af skítugum fötum og nærbuxuna og sokka úrvalið var orðið frekar tæpt svo við fórum á þvottahús sem stelpurnar höfðu sagt okkur frá. Þegar við komum þarna sáum við þrjá mexikana að þvo þvott og fullt af þvottavélum þar sem maður skellir klinki í og þvær þvottinn sinn sjálfur eins og maður sér í bíómyndunum. Við þorðum ekki að spurja gæjana hvort þeir ynnu þarna og gæti þvegið af okkur þvottinn því við höfðum ekki tíma til að sitja yfir þvottavél, það væri allavegna mjög kjánalegt ef að þeir væru bara að þvo sinn eigin þvott að biðja þá að þvo okkar líka. Svo var einn gaurinn sem bennti okkur á klink þvottavélarnar og sagði að við gætum notað þær og við vorum alveg ringlaðar og fórum út því við vildum láta þvo þvottinn okkar. Ég hringdi þá í Brynju og þá var það þannig að ef við vildum láta þvo þvottinn okkar þurftum við að fara alveg innst inn búðina og láta vigta þvottinn okkar. Við gerðum það og fórum sáttar aftur upp á hótel. Þar náði ég loksins fríu internet sambandi í lobbyinu ( þetta voru nokkuð nýar fréttir að það væri hægt að fá nokkuð frítt á þessu hóteli fannst mér hálf lygilegt). Damian, Kelly og Elvie komu til mín og spurðu mig hvort mig langaði ekki í mat til núma. Það hafði nefnilega ækslast þannig að allir höfðu sagst vilja koma í mat til hans en enginn mætt af því að það var svo planaður matur á tónleikastaðnum. Ég var heldur betur til í það enda góður matur þar í boði. Maturinn var í íbúðinni mannsins hennar Bjarkar og Matt (útsetjarinn fyrir brassið) hitti okkur fyrir utan. Vá nammi góður matur í boði og Númi var sáttur að einhverjir mættu í mat. Ég og Damian þruftum síðan að flýta okkur í soundtékk í Radio City, þar sem Damian er mjög hávaxinn maður og með mjög langa fótleggi þurfti ég að hlaupa frá hótelinu og á tóneikastaðinn á meðan hann labbaði. Tékkið var stutt og við fengum bara að spila 2 lög. Síðan tók við bið þar sem við nýttum til að spila okkur aðeins saman og spiluðum Bach kvintett sem Sigrún hafði fjárfest í. Við gerðum make upið okkar ready og hlustuðum svo aðeins á Konono nr 1 sem var að hita upp þetta kvöld. Þetta er hresst band og lífleg tónlist og er örugglega mjög gaman að dansa við tónlistina þeirra. Síðan var bara að skella sér í búininginn við vorum eitthvað svo seinar í því að við náðum ekki að stemma fyrir tónleikana. Þá var bara að hlusta enn betur og vera bara á tánum. Tónleikarnir hófust á miklu ljósashowi og eldi í Earth intruders það var nánast bara kveikt í bakinu á okkur en ég get ekki ímyndað mér annað en að þetta komi mjög flott út í sal. Tónleikarnir gengu bara vel og það náði einn aðdáandi að laumast upp á svið og taka nokkur falleg dansspor en fékk ekki að vera lengi á sviðinu því að honum var tekinn niður af sviðinu af tveimur öryggisvörðum. Við náðum að slaka meira á þessum tónleikum en í Coachella og nutum okkur miklu meira og dönsuðum sem aldrei fyrr. Efitr tónleikana var svo smá teiti þar sem við réðumst með ipodona okkar og spiluðum íslensk partýlög. Þar fékk diskófriskó, gleðibankinn og fleiri frábærir íslenskir smellir að hljóma. Hver mann ekki eftir þorparanum??? Síðan var búið að finna annað partý á Manor sem var eftirpartý fyrir Peter,Bjorn og John.Þegar við voru á leiðinni þangað í leigubíl spurði leigubílstjórinn hvort að við vörum hindu ( við vorum sem sagt með aðeins öðruvísi útgáfu af ennismálingunni þetta kvöld) en Mark sagði honum að þetta væri bara svona Icelandic thing. bílstjórinn gleypti við því að og keyrði okkur í partýið. Í partýinu var mikið stuð og mikið dansað. Það voru læika mjög skemmtilegar týpur og allir vorru mjög meðvitaðir um collið. Hitti líka Bjorn og hann talaði bara sænsku við mig ég skildi hann en hann skildi mig ekki en það var kannski afþví að ég var að reyna að tala sænsku líka en ég kann nákvæmlega ekki neitt nema kannski stelpa, strákur og nammi. Vá hvað það er hægt að gera frábærar samræður úr því. Þar kom líka ein mjög sérstök týpa að mér og hann sagði við mig að ég mundi verða fræg í Bandaríkjunum. Ég sagði bara nei veistu ég efast alvarlega um það og þá sagði hann bíddu bara ú verður fræg ég veit það. Já alveg rétt munið þið ekki eftir hérna Erlu Axelsdóttur sem spilar á horn með Björk! Right. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur heim spurði okkur hvort við værum indverskar, í bílnum voru hvítustu stelpur í alheimi. Það fyndnasta við það er að hann var svo sjálfur frá pakistan og var að kenna okkur pakiskisku eða hvað sem maður segir. Ég var svo góð í því að hann hélt bara að ég ætti pakistiska vini eða eitthvað. Ég til Pakistan og læra málið af fullum krafti.
3.maí Lautarferð í Central Park
Við Sigrún fórum og keyptum okkur smá nesti til að hafa með í Central Park því að Damian hafði skipulagt piknikk fyrir hópinn þar. Þeir sem höfðu vaknaði í tíma og ekki gleymt þessu hittust í lobbyinu það voru Sigrún yngri, Harpa, Bergrún, Silvía, Noah, Matt, Damian, Kelly og Elvie. Björk og Sigrún höfðu sem sagt gleymt þessari ferð og ákváðu bara að hitta okku í Central Park. Númi fór svo í Whole foods og keypti fullt af mat fyrir okkur ( þess má geta að í þeirri verslun er hægt að fá skyr og suðusúkkulaði) þannig að nestið sem ég og Sigrún keyptum um morguninn var eiginlega hálf tilgangslaust. Svefnpurkurnar Brynja, Særún og Valdís bættust síðan í hópinn til okkar eftir góðan svefn en Björk og Sigrún fundu okkur ekki enda kannski ekki skrítið þar sem garðurinn er HUGE. Síðan var skipulögð æfing kl 6 í studio 6 sem gekk bara vel. Við Sigrún, Björk, Harpa og Bergrún tókum Jónas með okkur út að borða sem var farinn að þrá félagsskap okkar stelpnana. Við ætluðum nú að reyna að finna góðan stað til að borða á en hungrið var að segja til sín og við hlupum á næsta stað sem leit ágætlega út. En annað kom á daginn, við fengum svoldið brasaðan mat serm þó var alveg hægt að borða en enn og aftur eru fáránlega stórar stærðir á skömmtunum hérna. Stelpurnar fengu hálfan kjúkkling og pissaan mín var með heilum ananas inn í henni það var án djóks ananas fjall sem stóð upp úr pizzunni og ostur yfir. Þegar við vorum að fara kom upp að okkur maður sem heyrði okkur vera spjalla saman og spurði hvaðan við værum. Þá var þetta einhver götuljósmyndari sem hafði mikinn áhuga á íslanskum ljósmyndurum og hann sagði að þeir væru bestu jósmyndarar í heim og hann bara varð að fá að taka myndir af okkur. við leifðum honum það að sjálfsögðu og svo gaf hann mér nafnspjaldi sitt og bað mig um að hafa samaband og senda mér myndir af íslandi og eitthvað. Ég er nú ekki enþá búin að standa í því, spurning hvort maður gerir það fyrir karl greyið. Hann allavegna sagði okkur að við bara yrðum að fara á Ellen's Stardust Diner því þar syngju þjónarnir, þetta væri svona eins og að fara á Off Broadway show rða eitthvað. Við stelpurnar drifum okkur þangað, Jónas lagði nú ekki alveg í þetta. Þegar við okomum á Ellens Stardust Diner voru þjónarnir heldur betur í karíókí og við ákváðum að fá okkur eftir. Svo átti einhver afmæli og þá sungu allir þjónarnir fyrir hana sérstakt afmælislag. Ég get svarið það að aldrei annarstaðar nema í Bandaríkjunum mundi svona virka. Syngjandi þjónar. Við náðum líka að heyra okkar þjón syngja en á meðan hann var að syngja vorum við akkúrat að klára og han kom syngjandi með reikninginn til okkar.
4. maí
Ég, Sigrún,Sigrún K og Björk borðuðum Starbucks matinn okkar (Við fengum Starbucks kort og erum með smá svona leið á því í bili end sama úrval allstaðar) á kirkjutröppunum á 5th Avenue. fórum svo á annað heimii okkar HogM og eyddum smá. Svo hringdi ég í manninn sem átti hugsanlega að hafa horntösku handa mér. Hann spurði mig hvort að ég vildi bakpoka eða skjalatösku eða ietthvað og ég sagðist vilja bakpoka og bara tösku sem kæmist í flugvélahólfin. Þá fór hann að selja mér einhverja skjalatösku þannig að ég hélt að þetta væri eina taskan sem hann átti og var alveg til í að skoða það mál. Þetta var þá einhver voða fancy taska með krókudílaáferð og eitthvað og átti að kosta 380 dollara. Jájá hvað vissi ég um einvherjar töskur ég var tilbúin a skoða það mál. Búðin hanns var guð má vita hvar í New York en hann sagðist vera að koma til Manhattan og að hann mundi kippa með sér töskunni. Við stlepurnar fórum svo bara í leita af nótnabúð sem átti að vera rétt hjá Carnigie Hall. Við vorum ekki alveg með á nótunum hvar búðin væri og vorum að leita þegar við hittum hornleikara sem átti leið framhjá okkur. Hún var svo ljúf að sýna okkur hvar nótnabúðin væri, á leiðinni þangað var hún að sjalla við okkur og var að segja frá hvað hún væri að gera. Hún var sem sagt að spila á Broadway og svo á tónleikum um kvöldið í Carnigie Hall, hún sagðist líka að hún hefði getað reddað okkur miðum en maður þyrfti dagsfyrirvara fyrir það. Við vorum ekkert að sækjast eftir neinum miðum og við sögðum að þetta væri nú allt í fína. Við komum að nótnabúðinni og ég verð að segjaað þetta er flottasta nótnabúð sem ég hef stigið fæti inn í. Búðin var sem sagt þakin í nótum frá gólfinu og upp í loft, þar sem þetta var svo mikið og ég ekki með innkauparlistann minn og alveg rugluð yfir öllum þessum nótum hringdi ég í Emil hornkennarann minn sem veitti mér símaráðgjöf ég var að segja honum frá töskunni go hann sagði mér að kaupa ekki skjalatösku, hann sagði að bakpoki eða hliðartaska mundu henta mér miklu betur. Meðan við vorum inn í nótnabúðinni kom hornleikarinn og gaf okkur 3 miða á tónleikana um kvöldið. Við vorum reyndar fjórar en hún sagðist líka ekki alveg hafa vitað hvað við vorum margar. við vorum að sjálfsögðu mjög þakklátar fyrir þessa miða. Sigrún mín fórnaði sér og sagðist ætla að læra um kvöldið, svo við Sigrún K, og Björk fengum miðana. Á dagskránni var verk eftir Mendelssohn og svo Carmina Burana eftir Carl Orff. Þetta voru klikkað flottir tónleikar, hljómsveitin var ótrúlega þétt og söngvararnir magnaðir. Við reyndum að finna hornleikarnn eftir tónleikana til að þakka henni fyrir miðana en fundum hana ekki svo við fórum að fá okkur eitthvað í gogginn enda vorum við alveg að deyja úr hungri eina sem við höfðum borðap í langan tíma var´súkkulaði í hlénu á tónleikunum. við fórum á einhver Diner þar sem þjóninn okkar var mexikani. Það er í sjálfusér ekki frásögufærandi annað en það að hann var ótrúlega líkur Pedro úr Napolian Dynamite, hann meira að segja talaði eins og hann. Hann var líka alltaf að koma að spjalla við okkur um Fridu Carlo og allskonar og við spurðum hann líka út í einhvern skemmtistað með salsa tónlist. Hann sagði okkur frá stað sem hét Copacabana þar sem væri live salsa tónlist um helgar. Þar sem ég borðaði svo mikið af salatinu sem ég fékk áður en að kjúklinga kebabið mitt kom (sem verður þú að teljast skringilegasta kebab sögunnar) þá hafði ég litla list á matnum mínum. en þjónum fannst það ekki nógu gott og hélt að mér þætti maturinn vondur og bauð mér að velja hvað sem ég vildi af matseðlinum. Alveg hvað sem ég vildi. En ég afþakkaði það bara pent. En eitt hérna í viðbót með matinn í Bandaríkjunum er salatið það er alltaf einn stór lauk biti og einn stór tómatur og stórir gúrkubitar það er ekkert skorið í svona almennilegt salat. Þannig að ég er bara farin að skera mitt niður sjálf áður en ég fer að borða það. Þjóninum á þessum veitingarstað fannst það svoldið fyndið og bauðst meira að segja til að fara að láta skera þetta almennilega fyrir mig en þar sem ég var fær um það sjálf gerði ég það alein.
5. maí United Palace
jónas var farin að slást í hóp sem kvartaði af bloggleysi mínu en hann var aðeins of seinn því ég var búin að blogga, hehe! Venjulegur Starbucks morgunverður og smá verslunarferð var tekin á þetta áður en við fórum á tónleikastaðinn. Þar fengum við mat og vöfruðum á internetinu og spiluð ættjarðarlög. Chris var líka með spil og við kenndum honum olsen olsen, skítakall og hæ gosa. Það er víst til einhver BVandarískútgáfa af olsen olsen en hún heitir eitthvað annað en hann fékk ekki að sleppa í gegnum spilið öðruvísi en að nota olsen. Sountékkið var stutt en laggott. Síðan var aftur matur og hangs og upphitun og við gerðum okkur sætar. Rétt fyrir tónleikana rakst ljósmyndari sem er alltaf á öllum giggunum okkar og er altaf með partýhatt í trompetinn hennar Bjarkar sem datt í gólfið og beyglaðist feitast á einni baulunni og einn takinn var í hakki. Vá panikk í gangi það átti jafnvel að redda nýjum alveg eins trompet en svo var aðeins tjakkað við takkanum og hann var tónleikahæfur. Tónleikarnir hófust þannig að það var dregið fyrir sviðið (Jónas kallinn var reyndar með hljófærin sín hinum megin við tjaldið svo hann var einn á sviðinu ýkt nettur á því) og Björk söng Cover me með undirleik jónasar. síðan dragast tjöldin frá og Earth intruders hefjast með miklum látum. Tónleikarnir gengur bara vel fyrir sig og voru bestir brasslega séð til þessa. Eftir tónleikana skáluðum við og spjölluðum saman. Auðvitað var líka partý svona til að hitta vini og vandamenn sem höfðu verið á tónleikunum. Þar sem ég átti enga vini á tónleikunum laumaði ég aftur niður og fékk mér pizzuog kók með því. Eftir tónleikana var svo ekkert skipulagt partý en margir ákváðu að far á einhvern skemmtistað ég ákvað hinsvegar að fara bara í háttinn og smá girltalk.
6. maí
Ég fór með Valdísi og Særúnu að hitta vinkonu Valdísar, Auði, á Unionsqare. Hún sýndi okkur hverfið og fór með okkur í góðar second hand búðir og svo eina rokkarabúð. Eigandi rokkarabúðarinnar sem er einnig afgreiðslumaðurinn gat varið bróðir (keith Richard cliff), hann var miðaldramaður með sítt ljóst hár í alveg ótrúlega lágum buxum, það sást alltaf í rassaskoruna á honum, ég er bara fegin að ég sá hann ekki beygja sig. Ég var í nýjum sokkabuxum sem ég hafði keypt í HogM og honum fannst þær geðveikt cool, hann kom sérstaklega upp að mér til að segja: Awsome stockings man, ohh they are so cool. Við fórum í alveg klikkað flotta secondhandbúð þar sem allar vörurnar eru valdar af eigandanum, þar þurfti maður ekki ap leita af flottum vörum það var allt flott. Eftir að hafa eydd alveg ógeðslega mikið af peningum fórum við að borða á Liqurebar sem var ágætis matur og fínt andrúmsloft, þrátt fyrir að nafnið komi fyrir eins og þetta sé einhver pöbb flæðandi í áfengi þá var þetta alls ekki þannig þarna voru bara heilu fjölskyldurnar að borða. En við vorum ná´ttúrulega snemma í því ég hef ekki hugmynd hvernig þetta er á kvöldin. Um kvöldið vorum við svo bara upp á hóteli að horfa á Gilmore girls og eitthvað. Reyndar var okkur boðið að fara á einhvern stað sem heitir Fat Cat en við vorum allar svo þreittar að enginn nennti, við fréttum svo seinna að þar hafði verið feitt Big Band á staðnum, þá sáum við smá eftir því ap hafa ekki farið en við þurftum bara smá time out!
7 maí
Ég fór með Sylvíu, Noah, Valdísi og Bergrúnu til Brooklyn í annan secondhandbúðarleiðangur, tókum bara subarann þangað. Stefnan var tekin á Beacon's closet en Valdís hafði sem sagt farið þangað fyri tveimur árum. Þetta er pottþétt stærsta secondhandbúð sem ég hef farið í, það var svo mikið þarna inni að ég var bara ringluð og fann ekki neitt, ég endaði reyndar hjá skartgripunum og náði að hlaða á mig hálsmenum. Það var smá skemmtileg tilviljun að Harpa og Telma löbbuðu inn í búðina með Bandarískri vinkonu sinni. Við fórum í Village á indverskanstað til að borða sem Noah og Sulvía völdu. Þegar við komum þangað sat Björk þar fyrir utan að spjalla við hörpuleikarnn sem hafði einnu sinni verið að spila með henni. Ekkert skrítið að fólk sóttist í að fara á þennan stað, það var alveg sjúklega góður matur þarna. Um kvöldið fórum við svo á Arcade Fire tónleika í unitead Palace, en .eir eru hjá sömu umboðskrifstofu og Björrk svo við fengum frítt. Við fengum mjög góð sæti, reyndar hélt ég fyrst að ég sæti ein á meðan allar hinar stelpurnar sátu saman en þa var bara ekki hægt að koma okkur öllum saman, svo komu Harpa og Telma og þær áttu sæti við hliðin á mér. Þau rokkuðu þetta gigg görsamlega, reyndar var söngvarinn ameð aðeins of mikla rokkstæla sem fóru honum engan veginn, hann var bara aðeins of mikið nörd til að búlla það að henda niður einhverju ljósi í starfsmann þarna og eitthvað rugl. Annars voru allir hljómsveitar meðlimir alltaf að skipt um hljóðfæri, þeir voru líka mðe tvo blásara með sér sem spiluð á fáránlega marga lúðra, trompet, horn, althorn, klarinett, baritonsaxafón og þeir skiptu stundum nokkrum sinnum um hljóðfæri í einu lagi og ofan á það allt saman voru þeir sjúklega góðir! Við kíktum svo eftir tónleikana í eftirpartúið þeirra og spjölluðum smá við einn hljómsveitarmeðlim sem var hress sem fress. En partýið var frekar aumt svo við tókum bara subinn heim en Isaak frá umboðskrifstofunni kom með okkur og fylgdi okkur alla leið upp á hótel svo við værum nú pottþétt save, okkur fannst það fínt því við vorum svoldið smeikar að fara karlmannslausar í subið svona seint um kvöld. Maður er svo sveitó hér og einhvernveginn uppfullur af ranghugmyndum um að einhver muni koma og ræna mann eða skjóta mann. Maður hefur kannski séð of margar bandarískarkvikmyndir.
8.maí - Appolo theatre
Við Sigrún hlupum en og einu sinni á Starbucks til að kaupa okkur morgunverð en þegar við komum tilbaka var verið að þrífaherbergið okkar og við vildum ekki sitja yfir þeim og borða meðan þau væru að gera vinnuna sína svo við ákváðum að kíkja til Bjarkar og Sigrúnar. Þær gellur voru bara enþá að lúlla svo við fengum skjóla hjá Valdísi og Særúnu sem voru hressar í morgunsárið. Við Særún fórum svo eina netta ferð í Ray Burns, ég til að kíkja á horntöskur og Særún til að finna silent brass. Þeir áttu hvorugt, ég hafði sem sagt klárað lagerinn af silent brassi fyrir horn seinast þegar ég var hjá þeim en þá höfðu þeir tlíka tekið myndir af mér, Sylvíu og Valdísi til að setja á vefsíðuna búðarinnar. Ég var þá beðin að skrifa niður nöfnin á okkur svo það væri hægt að birta myndirnar og svona, annig að það er eins gott að þetta séu góðar myndir. Eftir það var stefnan tekin á Apollo theatre. Þar fengum við að borða og fengum svo góðan tíma í soundtékk þar sem við náðum að fara yfirslatta af lögum. Þetta er samt svo viðkvæmur salur að það þurfti allt að vera mjög þétt og það heyrist allt. Eftir sountékkið var borðað og svo máluðum við okkur. Síðan hlustuðum við á upphitunarbandið sem var Spank rock, ég hafði aldrie áður heyrt um þetta band en vó ég var að fíla þessa gaura. Þeir voru ýkt þéttir og voru með dansmúvin á hreinu svona, svo var líka bara svo mikill stemmari í þeim. Mæli með að tékka á þeirri hljómsveit, ég er búin að kaupa diskinn þeirra hef reyndar ekki haft tíma til að hlusta á hann en hann getur bara ekki klikkað. Síðan þurftum við að hlaupa í að stemma og klæða okkur í búningana og síðan lá leiðin beinustu leið upp á svið. Eða beinustu leið því við þurftum að hlaupa undir sviðið og fara hinum megin við sviðið miðað við hvar búningsherbergin voru. Tónleikarnir gengu bara ágætlega reyndar var ég svoldið óánægð með mína frammistöðu en ákvað að ég ætlaði aldrei að eiga jafn slæma tónleika og þessa. Eftir tónleikana var skálað en svo þurftum við að drífa okkur því að það var útgáfupartý á Voltu þetta kvöld. Það var mjög troðið í partýuinu en samt mjög gaman, Mark kenndi mér diskó dans og ég kenndi fólki sturtudansinn.