laugardagur, júní 30, 2007

Viðvörun! of langt blogg

Jæja ég hef ekki bloggað í of langan tíma svo næstu daga koma löng blogg með engum myndum svo ég nái tímanum í dag. Ef einhver veit svo um góða mynda síðu sem er auðvelt að setja myndir inn á þygg ég ábendingar.

28. júní - Tónleikadagur (Rock Werchter) og afmælið hennar Silvíu
Við höfðum ákveðið að hittast kvöldið áður til að tékka á secondhandbúð sem við sáum kvöldið áður, en hún opnaði kl 11 þannig að við hittumst allar kl 11 í lobbyinu til að fara fyrst að borða á Crazy salat og svo í búðina en salat staðurinn var lokaður svo við fengum okkur kínverskanmat í morgun/hádegismat. en eigandi staðarins var frekar hress lítill lítill og gamall kínverji. Honum fannst ekki leiðinlegt að spjalla og fannst merkilegt að geta sagt okkur frá því að hann þekkti íslenska stelpu sem væri að æfa söng í Brussel en gat samt sem áður ekki sagt okkur hvað hún héti, greinilegar miklir mátar þar á ferð. Jæja eftir að hafa fengið okkur núðlur og hrísgrjón fórum við að spreða peningum! Ég keypti tvo kjóla og belti en ég held að ég eigi ekki pláss fyrir kjólana í kjólaskápnum ínum, ég þarf eiginlega stærra spariklæðnaðarpláss, helst þyrfti ég tvo skápa fyrir kjólana mína. Sylvía átti afmæli þennan dag svo við höfðum keypt kort handa henni og skrifað nokkrar léttar afmæliskveðjur inn í það. Við komum frekar snemma til Werchter þar sem festivalið var, svo við byrjuðum á því að kaupa festival boli og fórum svo frekar snemma í mat. En í matarsalnum var hægt að horfa á það sem var að gerast á stóra sviðinum á flatskjám og þar var einhver gaur sem ég hét Billy Talent eða eitthvað ( mjög líklegt að ég sé að klúðra þessu eitthvað) en hann reif af sér skyrtuna strax í öðru lagi og reyndi að vera harður en hvernig er það hægt þegar Marilyn Manson kemur á sama svið bara tveimur númerum eftir á.
Við biðum síðan spenntar eftir setlista því að við höfðum ákveðið fyrr um daginn að þessir tónleikar ytðu þeir fyrstu sem við mundum spila allt utan af og hafa engar nótur með á sviðið. Það var næstum því martröð að sjá unison á listanum en sem betur fer var það eina lagið sem ég var ekki 100% viss á og hafði því nokkra tíma til að læra það og það var bara dempt sér beint í að læra það. Ég reyndi að kenna Damian afmælissöngin á íslensku en hann hafði ekki mikinn áhuga á að læra hann, eitthvað hefur gleymst að hafa nýjan frasa á hverjum degi í þessum túr. Uss uss uss! Ég kíkti líka aðeins á Marilyn manson tónleikana baksviðs en hannvar mjög harður allann tímann, þegar mikeinn hanns virkaði ekki kastaði hann honum bara frá sér og fór baksviðs að fá smá súrefni úr tank. en mikeinn komst fljótt í lag og þá rokkaði hann heldur betur. síðan dreif maður í því að gera sig tilbúin fyrir sviði og líta einu sinni enn yfir Unison. Þetta voru svoldið skrítnir tónleikar því að það voru svo mikið af Marilyn Manson aðdáendum og muse aðdáendum á svæðinu í bland við Bjarkaraðdáendum. Eftir tónliekana hlustaði ég svo á Muse með nokkru hressum museaðdáendum úr hópnum. Muse fór algjörlega á kostum, þeir eru náttúrulega bara snillingar. Við sem hlustuðum dönsuðum eins og brjálaðingar.Shaun kom svo og náði í okkur því að við þurftum að drífa okkur af stað því að ef við færum eftir tónleikana mundum við lenda í mikilli traffik og veseni. Meðan við vorum að keyra af svæðinu sátu hornleikararnir fram í hjá bílstjóranum af því að það var fullt af fólki á götunum sem var gaman að fylgjast með sumir komu og kysstu rútuna okkar sem bílstjóranum fannst ekki leðiðinlegt.


29. júní - Berlín
Vaknaði í Berlín og hoppað inn á hótel í sturtu. Við vorum allar hungraðar eins og venjulega og hlupum æi leit að veitingarstað en Sigrún eldri sem hafði komið áður til Berlínar og var kunnug um hverfið sem við vorum í fann stað sem hún hafði borðað á áður og þótti fínn. Við þangað, en þessi staður var of svona self service salatbar og það var svo mikið af alskonar dóti og fóli að fyrst var maður alveg ringlaður og vissi ekkert hvar maður átti að byrja eða fara og hvað maður ætti að fá sér. En það tókst nú samt á endanum og maður fékk hina fínustu máltíð á þessum stað. Við vorum eitthvað að spjalla yfir matnum þegar allt í einu öskrar á okkur mjög önugur hávaxinn skólóttur maður á næsta borði : Ihr sind zu laut, og fór svo bara að skamma okkur á fullu á þýsku en við þóttumst bara ekki skilja hann og héldum bara áfram að spjalla. Það er víst sagt að Berlínarbúar sé einstaklega pirrað og fúlt fólk og það átti bara mjög oft við. Eftir matinn var ákveðið að túristast aðeins enda lítið búið að standa í svoleiðis á þessu flakki okkar um heiminn. Við hittum Chris í hótellobbyinu og kipptum honum með okkur í leiðangurinn. Sigrún eldri var guidinn okkar. Við fórum með strætó að Bradenburgarhliðinu þar sem við smelltum nokkrum myndum eftir það fórum við á Mauer safnið en það er safn um Berlínarmúrinn og hvernig fólk smiglaði sér framhjá honum, margar mjög sorglegarsögur, aðrar frekar skondnar, maður getur ekki ímyndað sér aðstæðurnar sem ríktu á þessu tímabili. En á leiðinni þangað rákumst við á brot af múrnum og smelltum nokkrum myndum. Seinasta túristastaðurinn sem við stoppuðum á var minnismerki sem var sett upp í minningu um gyðingana sem létu lífið í seinni heimstyrjöldinni. En það eru allskonar kassar sem líta eiginlega eins og völundarhús en samt er þetta mjög lógískt gert, erfitt að útskýra skoðið bara myndirnar með blogginu. Þegar við ætluðum að taka strætó tilbaka var hann eiginlega fullur svo að bara Sigrún og Særún komust í hann en það var líka fullt af gömlu fólki sem hafði troðist fram fyrir okkur en við tókum bara næsta strætó og það var sko ekki eins og að bíða eftir strætó á Íslandi við þurftum bara að bíða í 5. Við vorum orðin mjög svöng og skelltum okkur öll saman á veitingarstað við hliðin á hótelinu sem hét Vapiano eða eitthvað þannig en það var frekar nýtískulegur staður. Maður fékk kort þegar maður kom inn á staðinn og síðann var eldhúsið á opnu svæði og skipt í svæði, salat, pizzur, pasta, eftirréttir o.s.frh og maður labbaði bara upp að því sem maður vildi og pantaði sér með kortinu. Svo gat maður bara labbað á milli bása og látið elda fyrir sig bara beint og notað kortið að vild. Síðan þegar maður er búinn að borða er allt á kortinu og þú borgar bara fyrir það. mér fannst þetta allavegna sniðugt system og það voru mjög góðir hlaupbangsar á frontdeskinu en þar sem ég var svo svöng og þurfti aðeins að bíða eftir pizzunni minni þá var ég allataf að stelast í bangsana. Það var aðeins farið að gera grín af mér en ég lét það ekki trufla mig og fékk mér lúku á leiðinni út en Chris var svo góður að taka gommu fyrir mig líka án þess að ég bað hann um það. eftir að hafa æft mig smá og svona var haldið í rútuna og keyrt í átt að Póllandi. Ég ákvað að halda mér vakandi fram að landamærunum því að það var ekki víst hvort að við þurftum að fara út úr rútunni og brosa framan í nokkra verði eða eitthvað, það var reyndar ekki erfitt að halda sér vakandi þar sem vegirnir voru hræðilegir á leiðinni þangað. Við þurftum ekki að fara út úr rútunni en við þurftum að brosa framan í tvo verði og sýna vegabréfin okkar, það kom mjög súr stemming í rútuna þar sem við sátum 10 íslenskar stelpur saman í hring flissandi og allar með svefngalsa meðan tveir alvarlegir verðir skoðuðu vegabréfin okkar


30. júní Sopot -Póllandi
Vöknuðum í Sopot og hoppuðum beint inn á hótel í sturtu enda nauðsynlegt eftir að hafa lokað sig inni í rútukojunni sinni, þar er bara heitt og sveitt. Síðan röltuðum við saman í bæinn með Rosemary sem hafði áður komið á þennan stað því Björk hélt einu sinni tónleika á bryggjunni þarna og hún gat vísað okkur á stöndina og miðbæinn og svona. Við settumst niður saman á sitthvoran veitingarstaðnn sem vor hlið við hlið en þetta var víst eitthvað furðulegt system á þessu þarna. Á mínu borði voru Brynja, Björk, Sigrún og Rosemary, við vorum orðnar svo svangar að við kölluðum bara þjón til okkar til að fá þjónustu. Við vorum ekki lengi að ákveða okkur og fá þjón til að taka niður pöntunina en við þurftum að bíða svoldið eftir matnum. Þegar við vorum búnar að borða voru stelpurnar á hinum staðnum rétt svo búnar að pata svo við nenntum ekki að bíða eftir þeim og örkuðum á stöndina. Þar blasti við okkur nokkur trampólín sem við urðu barasta að skella okkur á. Við hörfðum síðan æfingu fyrir kvöldmat og fórum svo allar saman út að borða um kvöldið á hótelveitingarstaðnum. Þar var þjónustan snögg og góður matur í boði, stelpurnar voru sérstaklega hrifnar af eftirréttunum. Okkur var boðið að kíkja á hátíðina en það vildi enginn fara nema ég svo að í staðinn átti ég bara rólegt og fínt kvöld.


1. júlí Tónleikadagur
Það var ákveðið að hafa æfingu snemma dags vegna tónleika um kvöldið. Eftir æfinguna ætlaði ég að fara að blogga en í stað þess fékk ég barasta tónleika því Ísadóra söng mjög fallega fyrir okkur tölvunördana í lobbyinu. Ég fór út að borða með Damian, Bergrúnu og Jónasi, en hérna í sopot í pólland tekur mjög langan tíma að fá þjónustu og fá matinn vegna mikilli anna ( veit ekki hvort að það var út af festivalinu eða einhverju öðru) þannig að ég veit að mamma mín ætti erfitt með þolinmæðina á þessum stöðum og ég held að ég hafi erft vott af þessari óþolinmæði en það hjálpar að hafa skemmtilegt fólk til að spjalla við. Eftir matinn var kíkt í Manhattan (sjoppu) til að kaupa a.m.k. eitt stykki Prins póló en það er algjört must að fá sér eitt slíkt sem Íslendingur þegar maður er staddur í Póllandi. Síðan var það eftirréttur á hótleinu en Bergrún dýrkaði eftirréttina sem voru í boði þar. Yfir eftirréttum mixaði Damian myspace fyrir Jónas með honum (www.myspace.com/tiufingur). Við fengum mat á hótleinu af því að það var ekki matur á festivalinu, en maturinn á hótelinu var eðal og við máttum panta okkur þrí réttað ef við vildum. Ég byrjaði á tveimur réttum en ætlaði að reyna við eftirréttinn en ég kom víst einum of seint í mat til að ná honum líka. Við fórum í lögreglu fylgd á festivalið og það voru tveir eða þrír lífverðir inn í rútunni með okkur. Festivalið var haldið á gömlum fklugvelli þar sem sum bönd voru inn í svona flugvélageymslum en mér finnst þetta mjög sniðug hugmynd. Settlistinn leit vel út, ekkert lag sem var mikið stress fyrir. Tónleikarnir gengu líka bara vel en áhorfendurnir voru staðráðnir í því að hafa skemmta sér. Ég hef sjalda liðið eins vel á sviðinu enda voru hlýjar og góðar móttökur þarna. Eftir tónleikana kíkti ég aðeins á gervi ströndina sem var búið að búa til bak sviðs og þar var fimmundarsöngurinn tekinn í nefið. Ég kíkti líka aðeins á LCD soundsystem en þegar ég kom til baka var brjálað parý í communal herberginu. Það áðist á einhvern hátt að stúta tveimur IKEA lömpum, auk þess flugu vínber í allar áttir, það var líka tekið á því með nokkrum leikfimisæfingum og guð má vita hvað fleira.

2.júlí
Þessi dagur var nýttur í eðal hangs. Pakkað draslinu og komið því fyrir í rútuna og svo var bara dagurinn nýttur í að borða og slaka á. Það voru keypt 5 eða 6 hjól fyrir þennan túr sem við getum fengið til afnota og við Særún og Valdís nýttum okkur þau og fórum í smá hjólatúr um bæinn og á ströndina. Við fórum líka saman út að borða og áðum að kippa Chris með okkur. En við fórum á krúttlegan pólskan stað niðri í bæ, en þar var pantað súrast combo ever fiskur og gin en ég þarf varla að taka það fram að þetta var ekki mín pöntun. Efti mat var það ísferð til a klára pólskí slottí-in eða hvað það sem gjaldmiðillinn heitir aftur. Síðan var það bara rútan þar sem var horft á eina létta mynd fyrir háttinn.

3. júlí
Við vorum vaktar og þurftum að haska okkur út ur rútinni meðan við fórum með ferju á milli Póllands og Danmörku. Við vorum þrjár saman í herbergi því að kærastinn hennar Særúnar var í heimsókn þá græddum við Brynju í herbergið okkar. Fyrsta verkefnið okkar í Köben var að fara á Rådhusplats og fengum okkur pølse, síðan lá leiðin á krúttlegt úti kaffihús og síðan beinta á Strikið. Þaðan lá leiðin í Nyhavn þar sem við borðuðum á ítölskum veitingarstað, auðvitað var líka fullkomnað máltíðina með því að fá sér ís í eftirrétt á ísstaðnum hinum megin við götuna en það er algjörlega nauðsyn að fulkomna sérhvera máltíð samkvæmt Björk (níels)fáránlegt að maður þurfi að útskýra þetta frekar)). Síðan var æfing í herberginu okkar þegar við komum til baka sem varð eiginlega bara fundur. Eftir hann tók ég smá í hornið og svo tekið feitt chill uppi á herbergi. Við sváfum allar ágætlega því Brynja var svo sniðug að biðja um auka bedda og svoleiðis dót en hún laug því að ein úr hópnum var veik og þurfti smá privacy.

4. júlí
Það var bara innifalinn morgunverður á hótelinu svo við nýttum okkur það og hámuðum í okkur. Efti það var æfing inn á herberginu hjá Björk og Sigrúnu. Eftir æfingu hljóp ég upp á herbergi til að finna út hvernig ég ætti að ná sambandi við Þurý en hún ætlaði að koma að koma upp á hótel hálf tvö. Ég ákvað að hlaupa upp á bensínstöð að kaupa mér eitthvað að borða áður en hún kæmi, svo fór ég fyrir utan hótelið og beið spennt eftir því að klukkan nálgaðist hálf tvö. Ég var við það að fara að gráta úr spenningi en svo varð klukkan hálf tvö og engin þurý sjánaleg og svo leið korter og enginn Þurý og þá var mjér hætt að lítast á blikuna enda ekki líkt okkur systrum að verða seinar í eitthvað. Ég ætlaði að kíkja upp á herbergi til að athuga hvort að það væri einhver nýr póstur á tölvunni eða hvort að flug frá Svíþjóð höfðu eitthvað tafist en þá fékk ég akkúrat símtal upp á herbergi frá systur minni. En þá hafði hún lent í því að kortin þeirra virkuðu ekki og þau voru bara algjörlega peningalaus og allslaus. Við ákváðum að hittast á Ráðhústorginu, ég fékk þá skipun að standa á mðiju toginu um leið og ég kæmi. Ég var heldur fljótari að arka á torgið og ég fannst eins og ég hafi staðið frekar lengi ein þarna á torginu áður en ég loksins hitti þau. Þau voru svo hungruð og þá var bara arkað beint inn á Burger King eftir að þau höfðu sefað hungrið var planið að kíkja í Tívolí. Þar eyddum við deginum í allskonar tækjum meðal annars einu svona leiðindar sögu tæki en það var óvart fyrsta tækið okkar, ég hafði akkúrat sagt að við ættum að reyna forðast þannig tæki þegar við vorum í röðinni fyrir það. Kennir manni að lesa betur utan á húsin sem maður fer í. En við náðum nú heldur betur að fara í almennileg tæki eftir það. Við borðuðum í tívolíinu líka en við ætlðum fyrst að reyna að fara á Harrock en þar var svo löng bið eftir borði og þegar tveir aðilar eru með mömmu óþolinmóðinsgen þá var bara leið ekki á löngu á að við gáfumst upp og borðuðum það næsta sem við fundum sem var kannski ekki besta hugmynd í heimi . Við fengum okkur mjög sveittan kjúkling fyrir mjög lágt verð og það var ekki gott fyrir magann. Jæja eftir vel heppnaða tívólíferð kom ég algjörlega uppgefin upp á herbergi, en varð bara míns vegna að blássa smá í hljóðfærið. Brynja hafði keypt þennan fína danskan lakkrís sem hún deildi með okkur Sigrúnu. Björk kom í smá spjall en þá vorum við svo sykur óðar að það var bara ekki annað í stöðunni en að kaupa meiri lakkrís og smá súkkulaði.

5. júlí - Hróaskelda
Eftir morgunmat og létta æfingu hitti ég Þurý og Kalla til að snæða með þeim hádegisverð. Ég var orðin mjög svöng og dróg þau með mér inn á næsta stað sem ég fann sem reyndist svo bara vera fínasti staður og alls ekkert svo dýr. Ég þurfti svo að drífa mig upp á hótel af því að það var bíll að koma að sækja okkur til að skutla okkur til Hróaskeldu auk þess þurftu Þurý og Kalli að kaupa sér stígvél fyrir drulluna á Hróa. Þegar við komum til Hróaskeldu var bara náð í hljóðfærin og komið sér fyrir í búningsherberginum okkar, ég reyndi líka að leggja mig í rútunni af því að ég var með magaverk og leið alls ekki vel. Þegar ég var að fara í mat komu þurý og kalli og hittu mig baksviðs. Ég borðaði bara eitthvað létt og fékk fullt af alkazeltser frá Rosemary til að reyna laga magann en Þurý var mjög hörð á því að ég gerði eitthvað. Eftir matinn héldum við út í rigninguna því mig langaði til þess að kaupa mér Hróaskeldu hlut, endaði á því að kaupa peysu því eina peysan sem ég kom með út var að verða útötuð í súkkulaði og fleiri skemmtilegu góðgæti. Þurý var líka blaut í gegn og frekar köld þannig að ég dræog hana með í second hand tjald þar sem hún fann sér fína og þurra ullarpeysu ( þurrt eins og Þurý eins og ég og vinkonur mínar sungum hástöfum um köku þegar við vorum litlar). Síðan var bara slappað af baksviðs og forðast rigninguna og drulluna. Eftir að hafa spilað okkur smá saman og gert okkur sætar var kominn tíma til að stíga upp á svið. Á meðan ég var upp á sviði náði ég að blokkera magaverkinn og skemmta mér rækilega þarna uppi. Ég spilaði líka frekar vel þetta kvöld. Í Declare indipendanse voru svo dregnir upp færeyski og grænlenski fánarnir sitthvoru meginn við sviðið og áhorfendur tóku ekkert nema vel í það. Eftir tónleikana spjallaði ég aðeins við Þurý og Kalla áður en að þau þurftu að haska sér til að ná í lest, eftir það tók ég það að mér að Dj-a með Mark þar sem við spiluðum stuð nótt fram á rauða nótt.

6. júlí
Í Amsterdam voru kærastadagar því það komu þrír í heimsókn og þar með lanti það þannig að í einu herbergi voru þrír saman í herbergi og í öðru voru við fjórar. En við Sigrún fengum Björk og Særúnu í lið við okkur. En við vorum bara sáttar með það enda mjög góðar vinkonur. Ég fór með Sigrúnu og Björk út að borða á Asíksan en þar plataði ég stelpurnar til að panta eitthvað combo sem ég sá fyrst á þessum menu, en ég nennti ekki að standa í veseni að panta því að ég var veik, eitthvað illt í maganum og með hausverk og beinverki. Ég entist í gegnum forrétt og aðalrétt en síðan stakk ég af upp á hótel til að sofa. Ég vaf allan daginn en heldur minna um nóttina þegar við vorum komnar fjórar í eitt rúmm og að rífast um sængur og kodda.

7. júlí
Eftir erfið og svefn litla nótt var stefnan tekin á eðal morgunverð. Við fundum þetta fína bakarí þar sem við fengum eðal bakarísmat. Við ákváðum að borða úti einhverstaðar fyrst settumst við óvart við hliðin á svona pissustand sem eru út um allt í Amsterdam en eftir að hafa fattað hvað pissustandurinn var vegna mikillar hlandlykt svo fundum við bekk til að sitja á. Það varð náttúrlega að fullkomna máltíðina með því að kaupa eftirrétt en þetta var reyndar fyrist ísinn sem ég keypti mér í ferðinni ena er ég ekki mikil ískona. Um kvöldið fór ég út að borða með Björk, Særúnu, Sigúnu, Bergrúnu, Valdísi og Gumma. Við fundum grískan veitingastað sem var ekki mjög grískur. Við fengum mjög sérstakan mat og enþá meiri spes þjónustu því þjóninn sem þjónaði okkur til borðs var alltaf að reyna að vera partur af hópnum og standa yfir okkur til að spjalla. Við ákváðum að kíkja aðeins á Rauðahverfið enda ekki langt að fara. Rauðahverfið er mjög skipulagt svæði og þar er allt miklu snyrtilegra en maður bjóst við, en í því hverfi er önnurhver búð coffee shop svo að það lyktar allt eins og hass. Ég fór bara snemma í háttinn og Sigrún líka. En hinir ákváðu að fara á litínn krúttlegan bar í grendina við hótelið að hitta Damian og fleiri. Við Sigrún vorum sem sagt löngu sofnaðar þegar Björk og Særún komu heim um nóttina. Þær reyndu nú eftir bestu getu að hafa lágt en það tókst ekki betur en svo að við Sigrún vöknuðum báðar og ég ekki alveg í besta skapi í heimi, þær voru svoldið að vesenast lengi og það endaði með því að ég skipaði þeim að koma sér í rúmmið en þá snéri Særún upp í þrjóskuna og ákvað að sofa á gólfinu af því að þar gæti hún hreyfst sig. Hún harð neitaði að koma upp í rúm og ég var of þreitt og pirruð til að þræta meira en átti samt voða erfitt með að sofna hugsandi til þess að hún svæfi á gólfinu en vonaðist til þess að hún skriði upp í um nóttina.

|

Það var mikið...

Jæja afsakið á biðinn eftir þessu bloggi en vírusvörnin var svo öflug að hleypa mér ekki inn á netsíður og svo er bloggið hérna á póslku og ég ekki alveg að skilja



25 juni
Ég og Sigrún tókum deginum snemma og fórum með Björk og Sigrúnu í bakarí sem var smá spöl frá hótelinu. Þetta var franskt bakarí og afgreiðslstúlkurnar í því voru alvöru frakkar sem kunnu ekki mikið í ensku eða allavegn misskildu okkur mjög mikið kannski af því að þær hafa örugglega eki oft heyrt ensku talaða með íslenskum hreim. Sigrún yngri var að reyna að biðja um að fá creem cheese a eitthvað bakarís dót en þær heyrðu bara green tee, eða tee þegar veð reynum að segja cheese. Svo þegar Björk fór og pantaði chocolate corsant fékk hún hot chocolate sem er ekki alveg það sama, en gott kakó enga að síður. Við kíktum líka aðein í eina bókbúð sem var á leiðinni heim þar sem ég skoðaði myndabækurnar, hehe. Eftir það skelltum við okkur á hótelið til að hita okkur aðein upp áður en við lögðum að stað í upptökurnar. Við komum í Olympic studios sem var frekar stór og nice staður þar tókum við í Studio 1 sem var frekar stórt herbergi, allavegna stærra en í studio Sýrland á Trönuhrauninu í Hafnó þar sem við tókum upp fyrir Volta. Ég held að ég hafi aldrei séð jafn marga takka á einum stað og á controlborðinu þarna inni það var sjúkt. En það fyrsta sem við áttum að gera var að fá okkur hádegisverð sem við fórum náttúrulega létt með, einni var tekið léttan leik í Foosball en það var eitt stykki borð þarna. Ég ætla einhvern daginn að eignast svona borð það er svo gaman í svona, draumurinn er náttúrulega ad hafa svona sem eldhúsborð eins og í Friends. Við fengum svo eitthvað VIP lounge eða eitthvað til að hita upp í það var frekar töff fyrir utan það að þar var allt útatað í einhverjum fjöðrum sem var engin skýring á og þarna inni var líka mjög falskt píanó bara fyrir þá sem vildu vita. Við tókum upp nokkur lög ein og um tónleika væri ð ræða bar rennt í gegn, þetta gekk ágætlega og flest bara slysalaust fyrir sig þó það megi alltaf gera betur. Við þurftum þó að taka nokkur lög upp aftur. Þegar upptakan var yfirstaðin biðum við eftir að kvölverðurinn væri tilbúinn, sem tók smá tíma því það voru bara tveir í eldhúsinu að elda fyrir frekar stóran og mjög hungraða hóp tónlistarmanna. En ég notaði bara tímann í nokkra leiki í foosballborðinu og að spjall við hópinn. Þegar við komum svo aftur upp á hótel þá var maður frekar þreittur eftir daginn og fór bara í tölvuna og skipiulagði kosíkvöld. Eftir að hafa birgt mig upp af smá nammi fórum ég og Sigrún í heimsókn til Bjarkar og Sigrúnar að horfa á Latershow with Jools Holland en Stebbi frændi tók það upp fyrir mig og setti á DVD. Þetta var í fyrsta skiptið sem við sáum þetta allar fyrir utan að við höfðum aðens stolist á youtube að sjá nokur brot en þarna sá maður þáttinn fyrst í heild sinni. Við hlógum ekkert smá mikið af því hvað við vorum kjánalegar og fyndnar þegar við erum að dansa með hljóðfærin okkar.


26. juni Brussel - Belgía
Ferða dagur sem þýðir að við keyrðumupp á flugvöll hengum þar og fengum okkur að borað en þar sem við vorum að fljúga til Brussel frá London þá tók það enga stund eða 45 mínútur. Ég ætlaði aðein að hvíla augun meðan var verið að taka á loft en dottaði svo aðein að ég hélt enþá heyrði ég stuttu seinna að við lentum innan 10 mínútna ekki slæmt tók sem sagt varla eftir þessu flugi en samt hálf kjánalegt að taka allan daginn í að ferðast fyrir 45 mín flug. Þegar við komum til Brussel tók okkur enga stund að fara í gegn því við vorum bara með handfarangur því að þegar hinar rúturnar fóru höfðum við komið dótinu okkar fyrir í þeim. En Rosemary sem hafði sett sinn farangur með vélinni lenti í smá veseni því að farangurinn hennar týndist sem er ekki gott því að hún á eftir að vera í mánaða túr og við stoppum ekkert svo lengi hér í Brussel. Við fundum bílstjórann sem hélt á skilti sem stóð á Shaun Martin en hann er tourmanager en var ekki að flúga með okkur og var því einhverstaðar á skipi en þessi bílstjóri vildi endilega hafa skiltið á hans nafni. Við skvísurnar fórum síðan út að borða á kínverskum veitingarstað. Eftir matinn var tekið smá túristarölt og tekið myndir og keypt alvöru belgískarvöflur með súkkulaði.

27. júní
Ég, Sigrún yngri og Björk fórum í leit að morgunverðar stað en fundum bara langa mjög þrönga götu fulla af allskonar veitingarstöðum. Við enduðum á að fara á ítalskan stað og fá okkur pizzu ( en þessi ferð hefur einkennst svoldið mikið af pizzum, það er pottþétt matur ferðarinnar). Þar voru þjónarnir í mega chilli og með litla þjónustulund en við vorum í mega stressi og tímaþröng því það var skipulögð æfing á þessum degi og hún nálgaðist óðfluga. En þjóninn tók pöntunina niður sem var mjög auðvelt því við pöntuðum allar það sama og tók sinn tíma að rétta kokkinum hana, kokkurinn var bara að dúllast í eldhúsinu og fór ekki alveg strax að elda, þess má geta að við vorum einu vipskiptavinirnir á staðnum, á meðan kokkurinn las gegnum pöntunina og dúllaðist við að gera pizzurnar þá labbaði Rosemary framhjá en hún hafði ekkert heyrt frá töskunni sinni. Þegar við loksins fengum matinn hámuðum við hann í okkur og hentum pening á borðið áður en að reikningurinn kom. Við örkuðum á hótelið og náðum í hljóðfærin síðan var bara að finna herbergið en það var ekki erfitt því þar voru svona leiðbeiningarspjöld sem á stóðu Shaun Martin group sem Shaun fannst ekki leiðinlegt. Eftir æfinguna skeltu stelpurnar sér út að borða á pizzeria og fengu sér ferðaréttinn. Eftir það var bruðlað smá peningum í nótnabúðinni Adagio og second handbúð. Ég, Harpa og Bergrún vildum svo fara í smá túrastaleiðangur og skoða styttuna af pissustráknum sem er mjög frægur minnsvarði í Berlín. Eftir að hafa fengið leiðbeiningar frá Brynju hvert við ættum að labba héldum við að stað, við vissum að þetta væri ekki löng vegalengd, en eftir að hafa labba smá fórum við að íhuga hvort við værum að villast eða fara í ranga átt þegar allt í einu tökum við eftir þessari litlu styttu út í horni. Ég bjóst við miklu stærri styttu og öðruvísi staðsetningu, ég hélt að þetta var huge stytta í miðju á torgi og hefði þess vegna getað gengð fram hjá þessu hundrað sinnum áður en ég hefði fattað að þetta væri styttan sem ég væri að leita af. En stærðin skiptir víst ekki öllu máli heldur gæðin. Síðan var farið í enn einn vöfluleiðangurinn enda eðal eftirréttur allavegna eins og hún er gerð hérna í Belgíu. Um kvöldið fórum við stelpurnar svo út að borða á fínan belgískan veitingarstað með gamla testaments þema. Þar fengum við fínan mat og enginn pantaði sér pizzu í þetta skiptið enda var það ekki á menu-inum. Síðan byrgðum við okkur upp af góðgæti og hittumst síðan í herbergi 333 sem var Brynju og Særúnar herbergi en þar var búið að skipuleggja svaðilegt fóstbræðra video kvöld. Ég kom einnig með Jools holland þáttinn á DVD og við horfðum á hann hérum bil í heild sinni, spóluðum allataf yfir The Edisons, Ben Westbeech og Nightwatchman ég hafði líka keypt lakkrís áður en ég fór út og fannst tilvalið að koma með það á svona video kvöld og ég held að ég hafi fengið nokkur stig þetta kvöld!


Valdís, ég, Bergrún og Sigrún kunnum sko að pósa
Bergrún og vafflan
Pissustrákurinn og Bergrún Módelið mitt

|

sunnudagur, júní 24, 2007

Fleiri Lundunarsogur

Jaeja nu koma naestu tveir dagar af dvol okkar herna i utlondunum.

23. juni
Voknudum kl korter i tvo enda hafdi nottin verid erfid vid vorum sem sagt fra 1 um nottina til 6 um morguninn i rutu a leidinni heim i svona sitjandi rutu saetum ( samt frekar stor og hver fekk tvo en samt ekki mjog taegilegt tvi madur nadi aldrei fullum svefn). Vid Sigrun forum ta a faetur og gerdum okkur tilbunar fyrir daginn og forum svo a Paninihouse til ad kaupa okkur eitthvad ad borda en tar hitum vid Bjork og Sigrunu enda er tetta med vinsaelustu stodunum hja okkur. Afgreidslufolkid er meira segja farid ad tekkja nokkrar ur hopnum. Tegar vid komum aftur upp a hotel aetludum vid ad panta Confressromm til ad aefa i en ef vid pontudum ta urdum vid ad borga fyrir tau, sem sagt ta var ekki sens fyrir okkur ad panta herbergi heldur urdu yfirmenn okkar ad panta fyrir okkur. Akkurat tegar vid snerum okkur vid saum vid Shaun og Peter (Jez hressi var lika med i for) labba inn a hotelid sem eru badir gildir til ad panta svona herbergi fyrir okkur tannig ad tad kom ser vel. Vid fengum ta herbergi til afnota i trja tima og lika naestdag i trja tima enda aetlum vid ad vera vel undirbunar fyrir upptokurnar a manudaginn. Vid tokum goda aefungu tar sem vid reyndum lika ad gera flest utan af og tad gekk bara ljomandi vel. Eftir aefinguna forum vid allar saman ut ad bord en Sigun hafdi klemmt a ser puttan og hun og Bjork aetludu ad hitta okkur a stanum eftir ad vaeri buid ad hlua ad honum. Vid forum a italska pizzu stadinn sem vid forum a fyrsta kvoldid enda fengum vid godan mat tar. Bjork og Sigrun komu svo med gest med ser en tad var einn hljomsveitarmedlimu goldspot (eda eitthvad tannig), hann hafdi hitt taer med hljodfaerin eftir aefinguna og lent a spjalli vid hann tvi ad hann hafdi heyrt okkur aefa og sa okkur spila a Glastonburry. Eftir matinn var svo arkad a bensinstodina sem er med Mark and Spenser bud, en tar er haegt ad fa otrulega goda avexti og nammi og allskonar morgunverdarvorur svo tar byrgdum vid okkur upp. Um kvoldid var svo bara chillad sumir foru ad aefa sig og tad var kvartad adeins tvi klukkan var ordin frekar margt. Eg og Sigrun kiktum lika adeins til Bjarkar og Sigrunar i lett spall og sjonvarpsglap.

24. juni
Vid Sigrun voknudum snemma og fengum okkur edal morgunverd inn a herbergi. Agaet ad thurfa ekki ad fara neitt heldur opna bara kaelirinn og tar er allt sem manni langar i. Sidan tok vid aefing hja okkur skvisunum sem tokst bara mjog vel, vid erum farnar ad sounda fekar vel og tad er gaman.Eftir aefinguna aetludum eg og Saerun ad kijka i Paxman en hun aetladi ad hringja i budina til ad era viss um ad hun vaeri ekki lokud. Vid komust svo ad tvi ad budin er lokud a sunnudogum og manudogum tannig ad vid komust ekkert i tessabud. Ta akvadum vid ad fara med hinum stelpunum i Camden a markadinn tar. vid stoppudum nu fyrst a Paninihouse til ad fa ser sma i gogginn. Sidan var arkad a naesta nedarjardarlesta stod til ad kaupa ser kort tvi tetta er fljotlegur og godur ferdamati en Damian kom askvadandi inn a stodina med Elvie litlu dullu stelpuna sina ad spjalla vid okkur. Kelly (konan hans) hafdi sem sagt sed okkur tarna tegar tau keyrdu tarna framhja. Damian radlagdi okkur ad kikja frekar a Parabello markadinn tvi hann fannst eins og vid hefdum meira gaman ad honum. Vid akvadum ad fara ad radum hanns og hann labbadi med okkur alla leidina ad markadinum svo vid mundum ekki villast. Tad var gaman ad koma tangad , eg hef nefnilega farid a Camdenmarkadinn adur og nu gat madur sed nyjan markad, vid versludum og bordudum tarna og hofdum gaman to ad tad rigndi a okkur mest allan timann. A leidinni heim skiptumst vid i tvo hopa helmingurinn tok tube en helmingurinn labbadi til baka a hotelid. Eg var i dugnadar hopnum sem tok labbid a tetta og tad fyndna vid tetta var ad vid komum a sama tima hittumst bara fyrir utqan local tubestodina. Samt hofdum vi stelpurnar ekki verid a neinu spretthlaupi eda neitt hofdum bara sungid og fiflast alla leidina. Tetta var bara fyndin tilviljun. Tegar vid komum upp a hotel foru flestir ad aefa sig, tad er orugglega mjog gaman ad vera nagranni okkar a hotleinu tegar 10 manns eru ad aefa sig i einu og allir ad aefa mismunandi efni og tad heyrist allt tvi hoteli er ekki hljodeinangrad. Eg og Bergrun tokum svo duetta syrpu sem var aegaett, og lowbrass spiladi kvartetta. Eftir goda aefinga syrpu var kvoldinu bara tekid rolega enda nog af djammi framundan tegar ipodgraejan er komin i lag!

|