Blogg fyrir geðheilsu Binna
Ég var víst búin að lofa Binna að vera dugleg að blogga á þessum túr en ekki hefur það gengið eftir óvíst er hvort að hann sé í réttu lagi. Ég ætla bara að reyna að hafa þetta stutt og laggott sjáum til hvernig það gengur.En allavegna við komust til Suður Ameríku heilu á höldnu eftir margar raðir, hita og svita og nokkur flug.
Braselía:
Fyrsta stopp Rio. Þar tók á móti okkur grenjandi rigning en þap var eitthva sem við höfðum ekki gert ráð fyrir en við vorum búin að hafa í huga að eyða frítíma okkar á störndinni, helst tékka bæði á Ipanema og Copacabana en vegna grenjandi rigningar flest alla dagana þá endaði með því að við kíktum í moll, fórum á slóðir City of God (sem var mjög áhugavert) og svo á tónleikadeginum kom loksins gott veður svo við skelltum okkur í blíðunni að heilsa upp á Jesú og smella nokkrum myndum. Tónleikarnir tókust ekki nógu vel en það var bæði tæknileg vandamál og önnur í gangi.
Annað stopp Sao Palo. Sao Palo er viðbjóðslega stór borg og við vorum í einhverju iðnaðrhverfi sem var ekki mjög spennandi í rigningunni sem tók á móti okkur. Í sólinni nýttum við aðeins sundlaugaraðstöðuna á hótelinu en annras var bara chillað og spilað. Tónleikarnir gengu mun betur enda náðist að troða einu soundtékki fyrir okkur. Langt og gott eftir partý með mörgum hressum hljómsveitum. Fengum svo einn frægan frí dag þar sem gellan sem var sköffuð af festivalinu til að sjá um okkur skipulagði en hún var gjörsamlega að gera alla brjálaða með því að vera algjörlega tilgangslaus enda fékk hún viðurnefnið useless. Hún plataði nokkur okkar til að sleppa sólbaaði og fara í skoðunartúr með henni en hún hafði engan áhuga að sýna okkur það sem við vildum sjá heldur vildi hún fara með okkur í dýrar búðir og sýna okkur alla helstu hönnuðina í borginni en við vildum bara sjá menninguna og lífið. Eftir 4 tíma að sannfæra hana um hvað við vildum fengum við loksins að fara í frumskóg mannanna eins og hún kallaði það, að þar væri ekki þverfóta fyrir hættulegu fólki. En þarna var bara ósköp venjulegt fólk og skemmtileg og hress stemming.
Þriðja stopp Curitiba. Þar rigndi líka en þessi túr er bara farinn að einkennast af rigningu, við ætlum að reyna að ná rigningu í öllum heimsálfum sem við komum til. curitiba var chill staðurinn okkar svo við höfðum video kvöld þar sem við horfðum á verstu mynd í heimi Docktor Dolittle 3, fórum að versla (hvað annað) og nýttum tíma til æfingar. Tónleikarnir að mestu leiti vel fyrir utan það að það komu smá truflanir frá mike-unum okkur. Eftir tónleikana var svo asa partý og við kíktum líka aðeins á Killers. Eftir að okkur var skólfað í bíalana upp á hótle sköpuðum við smá stemmingu á hótel barnum með því að syngja hástöfum íslensk dægurlög og merkja bargestina með höfuðmálningunni okkar.
Argentína: Vorum í nokkra daga í Buenos Aires og héldum tvenna tónleika þar. Fórum 2x á tangókvöld, borðuðum nautasteik á steikhúsi, kíktum í japanskan garð, fórum í sólbað og að sjálfsögðu kíktum við í búðir. Bættum við lögum í prógrammið okkar til að skapa fjölbreytni, frumfluttum Human Behavior á seinni tónleikunum. Herbergis partý á hóelinu þar sem einn crew gaurinn var með sýnikennslu hvernig á að svindla á minibarnum án þess að það komist upp um mann. Miðnætur sund á fínasta hótli Argentínu og meira skemmtilegt stöff!!!
Batteríið er að klárast hjá mér svo að myndir og meiri leiðindar upptalning á hlutum sem ég er búin að gera verður að bíða betri tíma. Veit svo einhver um góða myndásíðu þar sem ég get uploadað eins mikið af myndum og ég vil og get haft læsingu á síðunni þannig að aðeins útrvaldir geta fengið að skoða????