fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Heima

Já nú er ég á landinu og hef brallað ýmsilegt

Afrek hingað til:
  • Fór sér ferð í IKEA til að fara að borða þar (hafði samt nýverið gert grín af þannig fólki en ég stóðst ekki mátið að fá hangikjöt)
  • Búin að fara 2 til Keflavíkur
  • Búin að fara í 2 mega afmælisveislur hjá 2 snillingum góðum
  • Búin að fara 3 í undirleik en í seinasta fríi fór ég ekki í neinn þanig að þetta telst til stór-afreka
  • Búin að setja met í að eyða tíma í ekki neitt en ég veit ekki stundum hvert tíminn fer en meiri hlutinn fer í algjört bull, ótrúlegt hvað ég afkasta litlu þessa dagana
  • Búin að taka 5 sinnum til í herberginu mínu án þess að það verði nokkurt tíman hreint (nenni aldrei að klára heldur drasla bara meira út af því að ég er bara miklu betri í því)
Já mjög óáhugavert blogg að hætti Erlu í þetta skiptið, vá hvað þetta er leiðinlegt , mér þykir fyrir því ef að þú lagðir í að lesa þessa færslu til enda, nú er ég búin að taka frá þér dýrmætan tíma sem þú færð aldrei aldrei aftur sama hvað þú reynir. Þetta er samt kanski góð leið til að lsona við lesendur svo að eftir standi bara ég sem les mitt eigið blogg, en ég það er ekki löng leið í þann atburð þar sem ég á víst bara svona í mestalagi 3 vini eða fjölskyldumeðlimi sem nennea að lesa þetta röfl í mér.

|