þriðjudagur, janúar 22, 2008

Á hvolfi

Túrinn byrjaði á því að við vorum veðurteft á Leifstöð og .að leiddi að því að við misstum af tengifluginu okkar svo við þurftum að bíða 6 tíma á Heathrow sem er eiginlega eins og annað heimili okkar núna. Við fengum síðan pantað annað flug og flugum til Hong kong og þaðan til Nýja Sjálands. Alls 27 tímar í flugi og 2 dagar í ferðalag sem voru eignlega 2 og hálfur í okkar augum þar sem við misstum 13 tíma sí svona.

Ég sá ekki mikið af Nýja Sjálandi en það sem ég sá lofaði góðu. Við vorum allan tíman í Aukland en það er mjög skemmtileg borg. Ég og Björk skelltum okkur í siglingu á einhverskonar seglbáti og eitthvað bátasafn sem var mjög spes. Siglingin hét Coffee anf Tee cruise og við fengum muffins og drykki, fnegum líka að stýra ferlíkinu. Tónleikarnir gengu líka vel þrátt fyrir að við heyrðu ekki baun hvað var að gerast á sviðinu .Því að hljóðið var í fokki.


Nýja Sjáland fær fimm stjörnur frá mér og ég ætla pottþétt þangað aftur einhvern tíman og þá ætla ég ekki að gleyma að smakka fræga lambakjötið þeirra.

Efitr góða dvöl í Aukland var leiðinni hladið til Gold Coast en eins og nafnið gefur til kynna voru þar gullnar strendur og þetta er víst draumastaður brimbretta fólksins. Við kíktum að sjálfsgöðu á ströndina þar enda allar búnar að kaupa okkur ný bikíní í Nýja Sjálandi. Tónleikarnir þar gengu líka ljómandi vel og það jafnast bara ekkert á við að stíga upp á svið lengur en það er bara svo mikið stuð og kraftur í bandinu núna.

Núna erum við í Sydney og það sem ég hef séð af henni lofar mjög góðu!

Nokkrar myndir í lokin :

Fleiri myndir frá á http://erlaaxels.spaces.live.com (Nýja Sjáland er nýtt)

|