laugardagur, janúar 25, 2003

Já já já já já já já já já. Þetta er búinn að vera furðulegasti dagur sem ég hef upplifað. Eins og venjulega fór ég heim í hádegishléinu til þess að fá mér að borða en það var ekkert til í ískápnum sem er svo sem ekkert nýtt. Svo hringdi síminn allt í einu, það var afi. hann sagði mér að hann væri búinn að gera við úrið mitt. Svo spurði hann um mömmu en ég sagði að hún væri bara í vinnunni. Þá sagði hann mér að amma væri á spítala og hún hafði fengið hjartaáfall. Mér brá ekkert smá amma Gunna, hún sem er alltaf svo frísk og hress. Ég fékk það hlutverk að hringja í mömmu sem var ekki auðvelt. aumingja mamma var alveg í sjokki og spurði mig milljón spurningar sem ég hafði ekki svar við. Svo fór ég bara í skólann aftur það var í sjálfu sér ekkert annað hægt að gera. Jæja þá var það tölvu tími. Ég sá að elst systir mín var inn á msn svo að ég sagði henni fréttirnar og þetta er annað dæmi um áfall. Dagurinn varð skrítnari og skrítnari eftir því sem hann leið. Amma hefði getað dáið en það er í lagi með hana. Ég eranþá hálf ringluð mér finnst þetta allt mjög skrítið. Mér þykir mjög vænt um ömmu mína og get ekki ímyndað mér lífið án hennar. Ég ætla að segja þetta gott í dag og fara bara að sofa. Góða nótt!!!

|