laugardagur, janúar 25, 2003

Ég ætla að skora á hana Sigrúnu Ýr vinkonu mína á að koma sér upp blogg. Það væri mjög skemmtilegt og líflegt að fá að lesa efni frá henni þart sem óumborgalegir hlutir koma á færibandi út úr munninum á henni.

Ég hef komist af því að mér er ekki ætlað að versla föt. Ég er með svolldinn sérstakan stíl núna og veit alveg upp á hár hvað ég vil. Flott bómullar vboli með svona myndum á. Ég hef farið út um allt en aðeins fundið á einum stað boli sem mig langar í en það var mesta okurbúlla í heimi og ég er alls ekki tilbúin að kaupa bol á 8000kr. Ég fór líka í dogma en þar eru bara bolir með stráka sniði sem mér fannst flottir. Ef einhver hefur fundið eitthvað sem gæti vakið áhuga minn endilega la´tið mig vita. Emailið er erlaaxels@hotmail.com sem þið vitið örugglega en þetta tryggir allan misskilning. skrifa meira seinna í dag bless í bili

|