mánudagur, mars 17, 2003

Ég held að ég sé að verða lasin aftur. Ég er með eitthvað bannsettkvef sem ég fékk um helgina.Ég fékk þá á laugardeginum frá einhverjum lúðrasveit meðlim, mig grunar Snorra um þetta þar sem hann var mjög hás en ég ætla þó ekki að kenna neinum um. Á sunnudeginum var ég svo á einhverju kórmóti framhaldskólakór. Það var frekar slappt. MH hélt þetta mót og konan sem stjórnar þeim kóri er gífurlega væmin og sumir héldu að hún væri hreinlega sloppin af geðveikrahæli. Ég var þarna hóstandi og hóstandi og alveg rosalega hás þannig að þið getið rétt svo ímyndað ykkur hversu fallega ég hef sungið. Aumingja litlu MH busarnir sem sátu sitthvoru megin við mig. Jæja nú þarf ég að læra fyrir eðlisfræðipróf og ég verð að segja að þetta er heldur slappt blogg hjá mér í dag og hefur verið ansi slappt upp á síðkastið. Ég þarf virkilega að komast bráðum út úr húsi en þá er nú verra að vera veik!!!!!!!!!!

|