Ég trúi því varla að hegin sé búinn
Ég vaknaði í morgun við þessi þvílíku hjóð og vissi ekki hvað væri á seyði, ég hélt að sumir á heimilinu væru að missa sig í eitthvað rugl en svo kom pabbi niður í stofu til mín, þar sem ég hafði sofið um nóttina sem er ekkert nýtt hjá mér (mér þykir bara svo afskaplega gott að sofna yfir mynd). Hann sagði mér að fara upp í herbergið mitt og hvíla mig þar af því að það væri sjúkrabíll á leiðinni heim og hann vissi að ég vildi ekki láta kallana á sjúkrabílnum sjá mig hálfnakta. Afhverju var sjúkrabíll að koma heim til mín??? Jú mamma var lasinn mjög lasinn ( skiljanlega var hún mjög lasin annars væri ekki þörf fyrir sjúkrabílinn), hún hafði bara hrunið í gólfið og var stanslaust ælandi (sem útskýrir hljóðin sem ég vaknaði við). Ég aðsjálfsögðu fór upp og þar var systir mín og mamma, ég hafði aldrei áður séð hana í slíku ástandi og ég verð að segja að ég hafi verið skuggalega hrædd, ég átti bágt með að fara ekki að gráta þarna en það tókst. jæja sjúkrabílinn kom en ég naáði nú samt að klæða mig fyrst. Haha, karlarnir fengu ekki að sjá mig hálfbera. Mamma og pabbi fóru í sjúkrabílnum upp á Borgó (spítalann ekki Borgarholtsskóla) en ég var heima með tárin í augunum. En þetta var ekki eins slæmt og á horfðist því það sem var að mömmu voru truflanir í jafnvægisskyninu sem er auðvelfdlega lagað með því að hreyfa hausinn eitthvað. Svo hún er kominn heim og er bara í góðu lagi.Ég var nú samt hálf ringluð í allan dag. Ég var náttúrulega að vinna og gerði fullt af heimskulegum hlutum svo var síminn minn alltaf að hringja því að ég var alltaf að fá nýjar og nýjar fréttir af ástandi mömmu minnar og svo var brjálað að gera, iðnaðarmenn á svæðinu og mikil læt. Þannig að í enda dagsins var ég orðin meira en ringluð og kvaddi alla í sjoppunni með því að segja góða helgi og var komin hálfa leiðina heim þegar ég áttaði mig á því að helginni var að ljúka í gær en ekki að byrja í dag. Ég er nú meiri háttar kjáni stundum.
Annars var svo mikið að gera hjá mér um helgina. Á föstudags kvöldinu var æfing hjá ST, svo daginn eftir voru tónleikarnir svo dagurinn byrjaði á æfingu, svo komu tónleikar, pizzu"partý" og svo eftir tónleika partý ( stolið frá Sæju pæju, hún orðaði þetta bara svo vel)! Á sunnudeginum byrjaði ég daginn í kirkjugarðinum að vinna þar kom svo heim og lagði mig (var svo þreitt eftir öll átökin á laugardeginum) og fór svo að vinna í sjopunni klukkan 16 til 23 (lengsta vakt í heimi, nákvæmlega ekkert að gera).
LH átti 55 ára afmæli í dag eða ætti maður að segja í gær af því að klukkan er nú orðin meira en 12??? Spurning. Jæja ég vil bara óska öllum til hamingju með það enda frábært, alveg stór magnað.
<< Home