miðvikudagur, apríl 20, 2005

Brjálað hundafólk !

Ég ákvað að bleikur væri út en ákvað að halda samt í smá svona bleikt. þetta bleika blogg mitt var kanski einum of yfirþyrmandi. Ég vil vekja athygli á tveimur nýjum linkum sem bættust við en það er linkur á síðuna hennar Írisar Óskar, íris fær link fyrir að vera dugle að blogga og vera með myndir af mér inn á síðunni sinni, jafnvel þó að besta myndin hafi ekki komist inn á netið. Svo fær hann Atli hornleikari link fyrir að vera alveg einstaklega duglegur að kommenta hjá mér og ég hef svo gaman af kommentum, þau gera mig svo glaða því þá veit ég að einhvur nennir að lesa bullið mitt.

En núna verð ég aðeins að segja ykkur frá svoldlu sem fer alveg gífurlega í taugarnar á mér. En það er hundafólk ekki allt hundafólk, sumt hundafólk er alveg frábært samanber Særún og fjölskyldu. Nei ég er að tala svona ofur áhugafólk um hunda. Fólk sem kallar hundanna sína barnið sitt. Það kom einmitt ein kona í sjoppuna með barnið sitt hann Friðrikk Bull dog. Æl æl ég fékk alveg grænar þegar hún fór að tala um hundinn sem barnið sitt og líka þegar ég heyrði að hundurinn heitir Friðrik. Það á að skíra hunda hundanöfnum og fólk verður að átta sig á að hundar eru dýr ekki afkvæmi þeirra sem þau gengu með í 9 mánuði. Ekki nóg með það að þessi kona kom með barnið sitt þá kom önnur kona inn í sjoppun sem er formaður í einhverju svona hundafélagi (sem ég vissi ekki einu sinni að væri til fyrr en hún fór að auglýsa það yfir alla búðina, don't get me started on that að það skuli vera til eitthvað hundafélag). Ég hélt að konan ætlaði alveg að missa sig þegar hún sá Friðrik litla, ég hef aldrei heyrt önnur eins hljóð koma frá einhverri manneskju þettta voru svona skræk hljóð og svo var hún komin á gólfið til hunsins. Gubb gubb svona fólk. Mússí , bússí lússí bússí, gissí bissí lissí bissí búbú lúggú og svo framvegis. Plís skjótið mig. Ég sver það að Friðrik vissi ekkert hvernig hann átti að haga sér þegar þessi skríkjandi vera fór að káfa á honum. Svona fólk er alveg að missa sig. Ég skil svona fólk ekki og á aldrei eftir að skilja það.

Hey svo vil ég þakka Gunnu systir fyrir að taka prófið mitt. Hún klikkaði á ofurhetjuspurningunni en ég skil það vel að hún hélt að Spider man væri mín superhetja þar sem við fórum nú einu sinni saman á heimsfrumsýningu á Spider man.

Ég er held ég að fara að spila með SÁ á sunnudaginn afmælisdaginn minn þegar ég verð 20. Það var haft samband við Emil í gær svo ég komst ekki á æfingu í gærkvöld þar sem ég er vinnandi á þriðjudagskvöldum. Þetta verður eitthvað skrautlegt ein æfing og svo tónleikarnir. En þetta er held ég eitthvað létt þannig að maður ætti nú ekki að hafa milar áhyggjur. Bull og vittleysa.

|