Lúðrasveitarfólk er toppurinn!
Á sumardeginum fyrsta varð litla frænka mín 1 árs og ég vil óska henni til hamingju. Auk þess vil ég óska öllum gleiðilegs sumars.Svo verð ég 20 ára á morgun. Og þá verða ég samkvæmt, mömmu: ekki lengur táningur, Svönu (6ára frænka mín): kona, og samkvæmt Binna (manninum hennar Gunnu syst): piparjónka. Merkilegt hvað maður verður þegar maður er tvítugr og er þar með komin á þrítugsaldur.
En ég sá nokkuð í Vikunni (blaðinu þetta með Brynju úr idol framan á) sem vakti athygli mína. Venjulega finnst mér ekkert ver í þessu blaði nema sögur um fólk sem misst 20 kíló og eitthvað svona bull. En þarna sá ég svoldið sem ég varð að deila með ykkur. Ég sá nefnilega orðið Lúðrasveit bregða fyrir og þetta var undir fyrirsögninni : Bestu stefnumótastaðirnir. Sem sagt hvaða staðir eru bestir að sækja ef maður langar að krækja sér í mann. Og núna ætla ég að skrifa þetta orð rétt eins og þetta stóð Vikunni.
Lúðrasveitir
Eins og allir vita fyrirfinnast bestu mennirnir í lúðrasveitum þessa lands. Þeir kyssa best allra og eru langúthaldsbestir. Næst besti kosturinn er að gera hosur sínar grænar fyrir einhverjum í Sinfóníunni.
Humm ég sem hélt að það vissu þetta ekki allir. Ætli maður hafi einhverja forskot á þessa gæja þar sem maður er í lúðrasveit? En svo er líka spurning um hvort þetta gildir bara ekki sama um lúðrasveitastelpur?
<< Home