föstudagur, október 22, 2004

Say it aints so!!!

Í dag gerðist merk tíðindi. Ég kom með strák með mér heim í fyrsta skiptið!!! Nei ekki misskilja málið það er ekkert þannig í gangi ef þið haldið það! Þessi strákur er 9 ára og hefur mikinn áhuga á trommum, hann er alltaf að koma í sjoppuna og tala við mig um hitt og þetta í sambandi við trommur!!! Ég hafði einhvern tíman lofað honum að ég mundi leyfa homnum að prófa settið mitt. Svo í gær sagði ég að hann mætti koma til mín í dag og prufa þetta blessaða sett mitt!!!! Eg sagði honum að ég væri búin í vinnu klukkan 4 en færi þá í tónó og kæmi ekki heim fyrr en svona 10 míútum yfir 5!!! Hvað haldið þið stráksi kom klukkan 1 í vinnuna til að segja mér að hann kæmi alveg örugglega. Svo var hann að spjall við mig til klukkan fjögur um School of rock, trommusett og ég veit ekki hvað!!!! Þá fór ég í tónó og þegar ég var á leiðinni heim hitti ég hann. Við löbbuðum síðan heim til mín og á leiðinni spurði hann mig hvað fjölskyldan mín mundi segja þegar ég kæmi heim með strák 10 árum yngri en ég!!!! Þetta fannst mér nokkuð fyndið, hann er hérna enþá og er að verða búinn að spila háttí 2 tíma. Foreldra mínir eru búnir að flýja húsið og gott betur en það, þau eru farin úr bænum í Hveragerði, þannig að í kveld er hægt að hafa placið mitt sem partý place!!!!!! Hann er líka búin að sýna mér settið sitt sem hann ætlar að kaupa sér á netinu og lét mig adda sig inn á mesengerinn minn!!! En ég ætti að fara reka litla vin minn heim svo ég geti farið að fá mér að borða!!!

|

sunnudagur, október 17, 2004

Helgin svefnlausa!!!

Sei Sei sei já. Ég var að koma heim úr enn einni magnaðri æfingabúðarferð með LH í gær eða ætti ég að segja í fyrra dag!!!! Þetta var frekar súr ferð en súrt er að sjálfsögðu stórskemmtilegt. En þar sem allir sem lesa þessa síðu (sem Er Særún og stundum Björk) fóru með í þessa ferð og vita nákvæmlega hvað gerðist þá held ég að það sé óþarfi fyrir mig að vera að skrifa eitthvað frekar um hana nema náttúrulega ef fólk vill sjá mína sýn á þessari ferð þá getur það gerst að ég skrifa kannski solldið!!!

Ég var fyrir stuttu á bloggsíðu my fellow hornplayer og ofurskutlunnar Særúnu og sá þar kvikmyndagetraun sem ég vann takk fyrir! En hún minnti mig á mjög skemmtilegabók sem heitir stelpnafræðarinn hinn lesandi síðunnar minnar hún Björk ætti að kannast við bókina þar sem við lágum stundum yfir henni veltandi af hlátri!!! Í bókinni er allskonar fróðleikur fyrir unglinga um stráka, útlit, vinir, þroska, heilsu, kærasta, getnaðavarnir, kynlíf og svona mætti lengi telja áfram. Þar sem bókin var gefin út árið 1987 er margt í henni sem er ekki alveg að fitta inn í okkar tíma og það er það sem er fyndið, til dæmis myndirnar sem prýða bókina þær eru bara brandari útaf fyrir sig. En í kaflanum Allt um kynlíf sem ég og Björk höfum grandskoðað og hlegið extra mikið af eru gefnar upp allskonar möguleikar til að neita kynlífiog sumar hverjar eru stórkoslegar ég ætla bara að skrifa upp allar þessar neitanir og vona bara að þið hafið gaman af:

1. Nei (afar frumlegt)

2. Nei, ég vil alls ekki láta neyða mig til neins (tengingin við aladdin)

3.Nei, ég er ekki tilbúin til þess (reyndu aftur á morgun)

4.Nei, ég er eiginlega of hrædd. (Because you are coming on to strong)

5.Nei, mér finnst ég ekki þekkja þig nógu vel ennþá (en þegar ég er búin að kynnast þér meira á
ég heldur aldrei eftir að sofa hjá þér fíflið þitt)

6.Nei, viltu virkilega sofa hjá stelpu sem vill ekki sofa hjá þér (in your face)

7. Nei ég vil fyrst að við gefum okkur tíma til að kynnast, svo get ég ákveðið hvort ég vil sofa hjá þér. (Haha, ég ætla mér að verða hrein mey þar til ég verð 50)

8.Nei, þú átt ekki að rífast í mér, ég veit hvenær ég er tilbúin. ( Það er nákvæmleg eftir 15 daga, 10 stundir, 15 mínútur og 23 sekúnur)

9.Nei, ég treysti þér ekki nógu vel enþá. ( hvernig veit ég að þú sért ekki einhver óþverri sem drepur stelpur eftir að hafa sofið hjá þeim)

10. Nei, ég vil bíða þanngað til ég er gift. (og þessi stelpa verður piparjónka með 36 ketti)

11.Nei, ég vil ekki sofa hjá nema að vera á föstu. (jæja förum þá á fast núna)

12.Nei, ekki fyrr en við erum búin að ræða um getnaðarvarnir. (1 smokkur er allt sem þarf virkar í 99% tilvika)

13. Nei, ekki fyrr en öruggt er að við séum ekki að taka neina áhættu. ( Þú veist að hinn illi Dr. gollaha er á höttunum eftir að þetta atvik eigi sér stað til að taka neistaflugið sem er á milli okkar og nota það sem orku fyrir tækið sem breytit alla verur í geðsýktar kanínur)

14.Nei, ég vil það ekki og ef þú neyðir mig til þess er það nauðgun. ( Við segjum nei við nauðgunum)

15.Nei, mér finnst eins og þér þykir ekkert vænt um mig. ( Auðvitað ekki í hans augum ertu gólftuska)

16.Nei, mér finnst eins og þú hafir engan áhuga á mér nema ég geri það. 8að sjálfsögðu ekki þetta er gaur)

17. Nei þú ferð of geyst. (Hver segir geyst????)

18. Nei, ég verð bara hrædd við þig. (Villidýrið þitt)

19. Nei, ég vil ekki þekkja þig þegar þú lætur svona. (Og ég ekki þig þegar þú lætur svona!)

20.Nei getum við ekki rætt málin áður en við göngum lengra??? (Um hvað???)

21 Ertu reiðubúinn að verða pabbi strax??? ( hefurðu ekki heyrt um GETNAÐARVARNIR???)

Búhahaha. En ef ég yrði að nota einhverjar af þessum línum yrði það örugglega: 1, 6 eða21!
Hvaða línu mundir þú nota???

Ef þið viljið heyra meira úr þessari bók þá eru margir fleiri gullmolar í henni!!!
Ég er farin að sofa! Góða nótt!!!!

|