föstudagur, desember 10, 2004

Já já já

Ég er farin að segja of oft já við hlutum! Ég er svo fljót að segja já að ég held að ég sé orðin heilaþvegin af euglýsingunni sem var altaf í sjónvarpinu þegar öllum númerum landsins voru breytt í 7 stafa númer. Muniði erftir ´því: Já já já ég er tilbúinn.

Erla geturðu unnið þarna? Já já já.
Erla geturðu spilað með kvintett þarna??? Jájá já já.
Erla ekki geturðu nokkuð mætt á æfingu þarna???? Ekkert mál,

en jú þetta er allt á sama degi á svipðuðum tíma ég var búin að lofa að vinna á laugardaginn upp í kirkjugarði frá 10 til eitthvað. Svo var ég beðin að spila með kvintett klukkan eitthvað á laugardegi en ég gat komið mér út úr því, held ég kannski erum við líka búin að vinna á þeim tíma, ég er alveg rugluð í þessu öllu. Svo á ég að mæta á æfingu hjá SÁ (bara eitt á ekki 2) klukkan hálf 12 á laugardeginum. Shitt ég er allt of fljótfær en mér finnst þetta allt mjög skemmtilegir hlutir og mundi langa til að gera þá alla. En ég lofaði vinnunni fyrst og það mun standast. Ég þar sem sagt aðeins að spjalla við Hildigunni. Svo er ég líka að fara á æfingu hjá þessu Tónlistaskóla sinfóníuhljómsveit eða hvað það nú heitir aftur á smaa tíma og ég er að vinna. Ég er að tala um að ég grátbað um þessa vinnu svo ég gæti einhvurntíman keypt mér horn og nú er ég alltaf að lofa mér í eitthvað annað á sama tíma. Það er alltaf svo mikið vesen á mér.

Pabbi minn var 50 í gær. En það var voðalega lítið haldið upp á það af því að hann er í prófum eins og allir aðrir sem ég þekki. Það er greinilega vesen að eiga afmæli í byrjun desember eins og það er að eiga afmæli í enda apríl, þá eru allir að læra fyrir próf og vesen. Við pabbi erum bara óheppin í þeim málum.

|

mánudagur, desember 06, 2004

Annaðhvort eru allir hættir að lesa bloggið mitt eða þá að enginn nennir að kommenta. Það er fúlt því að mér finnst svo gaman að les kommentin.

Ég átti að fara í endajaxlatöku á fimmtudag samkvæmt símakonunni á tannlæknastofunni en nei það var tómt rugl ég fór bara í skoðun fyrir endajaxlatökuna og ég sem var búin að undirbúa mig fyrir að verða rosalega lasin en svo ekki neitt. Ég var búin að taka frí þennan dag og daginn eftir samkvæmnt ráðlagningu konunnar í símanum en þurfti svo ekkert á því að halda. konan í sjoppunni þurti hinsvegar frí á mér svo að ég missti af vinnu. Í dag kom ég svo í vinnuna og hún sagði að það væri voða lítið fyrir mig að gera svo ég hef lítið að gera í dag fyrir utan að læra fyrir hljómfræði og laga til. Annars á ég kannski svolldið part í þessu því að ég lét konuna alveg ráða ferðinni ég sagði að hún réði þessu nú alveg (sem hún gerir að sjálfsögðu) en ég var ekkert að ýta á hana segja að ég þyrfti nú á þessari vinnu að halda og þannig.

Ég var hinsvegar að vinna í hinni vinnunni minni um helgina. Ég fór á ball með stelpunni minni og jólaskemmtun. Ballið var snilld en skemmtunin eins og svona ættarmót í hátíðarsal. Þetta var bara fín helgi . Ég hafði séða hana fyrir mér þannig að ég ætti eftir að vera ein upp í herbergi grátandi af því að allir væru í prófum nema ég og að ég hefði ekkert að gera, en síður en svo þetta var bara fín helgi og ég hafði fullt að gera.

Þau ykkar sem eruð í prófum gangi ykkur vel, en hin sem eruð búin eða fóru ekki í nein próf þá getið þið komið í heimsókn til mín, ég er í fríi.

|