fimmtudagur, október 06, 2005

Partý helgi

Önnur partý helgi þær eru búnar að vera nokkrar þá eru annað hvort mörg partý á einu kveldi eða partý bæði föstudags og laugardagskvöld. Ég er að fara í afmælispartý til Ibbu á föstudaginn og svo feitt LH partý í boði trompetdeildar á laugardaginn. Party at the white house- nei hvorug húsin eru hvít :( ohhhh því annars hefði verið tilvaið að spila þetta snilldar lag. Smá upplýsingar um mig hérna í lokin fyrst ég tók ekki þátt í klukkinu -> ég hef verið í sama partýi og Eiður Smári Guðjónssen. Merkilegt nokk ekki satt, man ekki hvort ég talaði við kauða eða eitthvað. Ekki það að ég var svo full að ég man ekki eftir því heldur að ég var svona 6-7 ára og stóru systur mínar héldu fótbolta partý með einhverju ÍR liði (sem hann og Sveppi og fleiri voru í). Þannig að ég hef ekki einungis verið í sama partýi og Eiður heldur hefur hann komið heim til mín. úúúúú merkiloegt ekki satt. Það finnst mér eiginlega ekki. En það sem ég man eftirúr þessu partýi var að systur mínar reyndu að láta mig fara geðveikt snemma að sofa og ég var alls ekki að fíla það fór bara fram á náttkjólnum og spjallaði við liðið. Ég man líka eftir að hafa verið að horfa út um gluggan á lið sem var úr partýinu þar voru tveir strákar sem skiptust á að skyrpa, sá sem skyrpti ekki reyndi að grípa hráka hins með sínum munni. (Veit að þessi lýsing hjá mér er ekki góð) Komst að því um daginn að annar þessara drengja var Sveppi, svo hann var byrjaður snemma í þessum skemmtigeira.

|

mánudagur, október 03, 2005

Kvefið endalausa....

ég er orðin þreitt á því að vera með þetta leiðindar kvef, ég er búin að vera með þennan kæfandi hósta í 3 vikur þetta er algjörlega að gera mig bandbrjálaða ( ég er svo brjáluð að ég ætla að kaupa mér band). Fór til læknis sem gerði ekki neitt í þessu þar fóru dýrmætar 700 kr. Mér finnst leiðinlegt að fara til læknis, þeir eru alltaf eitthvað að pota í mann og meiða mann og láta mann segja aaaaaa. Þess vegna fannst mér alveg voðalega mikill bömmer að fara til læknis og fá já sofðu með kodda undirbakinu þá hóstaru ekki eins mikið á nóttinni. Ég meina ekki einu sinni hóstasaft. (Þurý ef þú lest þetta ekki taka lækna talið nærri þér, ég er bara pirruð).

|