Kúbublogg
Eins og flest allir sem þekkja mig ættu að vita þá var ég að koma úr vikuferð frá Kúbu. Kúba er frábært land og ég mæli eindregið með því!! Hver vill ekki fara til lands sem einkennist af salsa tónlist, dansi, myndlist, vindlum, rommi og þar sem tunglið snýr öfugt. Þótt að þar sé mikil fátækt þá er fólkið þar mjög lífsglatt !!! Mikið dansað og tónlist allstaðar !!!!!!!!!!!!!!!!!Jæja ferðin byrjaði nú hérna heima á okkar kalda landi. Við ætluðum nú að koma tímanlega á Leifsstöð, ég var með langan lista af drasli sem ég var búin að ákveða að kaupa þar, en hvað haldið þið þegar við komum þangað er röð út að dyrum sem hreyfðist mjög hægt. Svo að það tók allan tímann sem var hugsaður fyrir flughafnarchill. Þannig að þegar við vorum búin að fara í þetta venjulega tékk þá þurftum við gjörsamlega að hlaupa í gegnum flugvöllinn til að fara í flugvélina. Ég reyndar stalst til að hlaupa í fríhöfnina og kaupa filmur (sem var eins gott, ekki aps filmur á hverju strái þarna úti (upprunalega planið var nú samt að splæsa í digital vél)). Jæja af því að við tékkuðum okkur svona seint inn þá fengum við ekki sæti saman. En sátum samt öll nálægt hvor öðru, en ég sat samt hjá leiðinlegasta fólkinu. Jiminn það sagði ekki orð við mig alla leiðina nema til að fá mig til að standa upp sem var allt of oft. Ég var llíka alltaf að reka mig í handfangið þegar ég stóð upp og hlaut af því stóran marblett. Í flugvélinni var engin bíómynd allan tímann og tónlistarúrvalið var svo lélegt að það var stór fyndið. En maturinn var góður og svo var bara tekið sudoku á fullu.
Svo eftir langt flug með millilendingu í Halifax þar sem við fengum ekki að fara út :( vorum við loksins komin til Kúbu og hvað tók við annað en fleiri biðraðir. Vegabréfsskoðun og þannig sem tók langan tíma því röðin sem við völdum var kona sem tók starfið sitt miklu alvarlegra en allir hinir gerðu. Það tók hana óratíma að skoða vegabréfið og farseðillinn og að stimpla á vegabréfskortið. Hún spurði meira segja alla í röðinni nema mig allskonar spurningar(hún hefur eflaust haldið að ég kunni ekki ensku ( enda reyndi ég að lúkka eins heimskulega út og ég gat, sem reynist mér ekki erfitt (humm humm)). Hún spurði t.d. mömmu og pabba : Hvað þau störfuðu við, hvað þau væru með mikinn pening, hvort að þau hétu alveg örugglega Jóhanna/ Axel og svo frh. Jæja þá var það næsta röð sem var að skipta peningum. ég ákvað að nenna þeirri röð ekki. Ég var alveg komin með upp í kok af öllum þessum biðröðum sem voru á hveju strái. En svo var bara farið í gegnum eitthvað hlið út af flugvellinum, þar sem ég var stoppuð af einhverjum verði og hann spurði mig: Are you here alone??? ( ég sem sagt flúði svo hratt úr peningaskiptaröðinni að mamm og pabbi voru eitthvað á eftir mér). ég sagði ljúfri röddu: No 'I'm here with my mom and dad! Þá sá ég mömmu koma hlaupandi mér til bjargar: Hello she is with me. Og þá varð vörðurinn sáttur, honum hefur ekki litist á það að ég litla stelpan (eða kona (fer eftir því hvort það er mamma eða litlir krakkar sem skilgreina hvað ég er) væri eitthvað að þvælast ein til útlanda. Þegar ég var á leiðinni með draslið mitt út í rútuna þá rífur einhver gaur af mér töskunu mína og ber hana fyrir mig í rútuna, (greinilega lít eitthvað veiklega út). Jæja ég tippsaði hann, en við kunnum ekki að tippsa með þessa kúbversku pesos. Þannig að við tippsuðum dáltið mikið (heimskir útlendingar á ferð sem auðvelt er að græða á (það var einginn til að bera töskuna inn á flugvöllinn))En svo tók við 2 tíma rútuferð og ég var að verða svo pirruð, ég h0öndla ekki að sitja svona lengi á rassgatinu. En við fengum að stoppa og fá okku mohito, þjóðardrykkinn á Kúbu. Já við mamma fengum okku óáfengan ofcourse. (shitt þetta er að verða löng og frekar leiðinleg færsla) !!! Jæja við komum svo á hótelið sem var bara þetta ljómandi fínt 4 stjörnu hótel. Geði lítið þetta kvöld nema bara að pakka upp dótinu mínu. Boðra á hótleinu, þar sem við lentum í miklum misskilningi við Þjóninn sem ætlaði ekki að taka endi. Það voru 2 þjónar að aðstoða okkur einn sem var frekar klár í ensku og annar sem kunni ekki shitt og þessi sem kunni ekki shitt tók alltaf fram fyrir hinn og misskilningurinn ætlaði engann endi að taka. Við fengum okkur vatn með matnum sem annar þjóninn sagði að ætti að borga og hinn sagði að væri frítt. Svo miskildu þeir hvorn annan og við miskildum allt og þetta var orðin ein sýry kaka. Svo efir þessa eintómu vittleysu þá fórum við bara upp á herbergi og tókum því rólega. Enda áttum við að mæta eldsnemma í einhverja kynningarferð daginn eftir.
Shitt ég nenni ekki að skrifa meira í bili og þetta er bara fyrsti dagurinn sem var svona frekar boring miðað við hina. En ég held að það nennir enginn að lesa þetta, en ef einhver hefur áhuga fyrir hinum dögunum þá kommenta og þá kemur meira.
Myndir dagsins ( það er að segja sem ég er á, ég ætla að vera algjört egó og setja bara myndir sem ég kem við sögu á bloggið))) :
Í flugvélinni, ekki einu sinni farin að stað en strax farin að mygla :)
Þar sem við stoppuðum fyrir smá hressingu, en ekki veitir af að hressa sig til. Þarna er ég að drekka kók!