miðvikudagur, desember 01, 2004

Í Desember er gleði og gaman.

Gleðilegan Desember. Jæja nú fer að líða því að það fari að vera óhætt að tala um jólin og það fer nú að styttast í þau og það er svo margt sem þarf að gera. Nú ætla ég að kenna ykkur nokkur trix til að vera f´jót að gera allt tilbúið fyrir jólin.

Í staðin fyrir að baka margar gerðir af smákökum sem eru ekki nærri því allar góðar þá mæli ég að baka einungis 1 - 2 sem eru góðar og gera bara feiki stóra uppskrift af þeim. Ég mæli svo sannarleg með lakkrískökunum þær eru magnaðar.

Í jólagjafakaupum er oft gott að kaupa alveg eins gjafir handa einhverjum það sparar þér tíma að hugsa um hvað hver og einn eigi að fá. Þeir sem ykkur finnst leiðinlegir fá þá allir alveg eins gjöf sem var ekki sérstaklega keypt með þann í huga. en ég get ekki hjálpað ykkur með inar gjafirnar.

Í staðin fyrir að skrifa jólakort með hálfri ritgerð og æviágripum og ég veit ekki hvað og hvað er mitt ráð að gera þetta mjög stutt og leiðinlegt. Bara kaupa kort sem þegar er búið að skrifa inn í Gleðileg jól og farsælt komandi ár, skrifa svo bara nöfnin á þeim sem þetta er frá. Setja kortið í umslag og senda það eða bara hreinlega sleppa öllum kortum það er auðveldast. þannig fáið þið mjög skemmtileg kort en hinir mjög ópersónuleg kort eða betra ekki neitt.

Seinasta ráð mitt er svo að skreyta húsið ekki mjög mikið þannig eyðirðu ekki miklum tíma í að setja allt þetta dót upp sem þú þarft svo að pakka öllu niður efti nokkrar vikur aftur.

Sjálf mæli ég með að fara ekki eftir neinu af þessu og reyna frekar að hafa gaman af öllu. Ég er þekkt fyrir að vera jólabarn. Ég elska smákökur, væri samt alveg sama þótt að ég fengi bara lakkrískökurnar þær eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst líka gaman að versla og fá að kaupa gjafir handa öllum þeim sem mér þykir vænt um. Mér finnst mjög gaman að fá jólakort en hundleiðinlegt að skrifa þau, enef maður vill fá kort þá verður maður að senda líka. Síðast en ekki síst þá hreinlega elska ég að skreyta herbergið mitt og húsið með allskonar litríku jólaskrauti. Ég á lítið herbergi en mikið af jólaskrauti, þannig að þegar ég er búin að troða öllu skrautinu mínu inn í herbergið mitt er eins og jólin hafa hreinlega ælt yfir herbergið en það er svooooooooooooooooooooo gaman.

|