föstudagur, desember 17, 2004

vá það er vika síðan ég skrifaði seinast pælið í því. Ég ætlaði að vera löngu búin að skrifa en svona er lífið maður er allt of latur eða er það bara ég?????

Ég er í jólafríi frá vinnunni minni en er að vinna í kirkjugarðinum. Ég verð að segja að það er miklu skemmtilegra og loksins er ég farin að hlægja aftur ég hélt að ég hefði verið búin að gleyma því hvernig maður færi að því. Jafnvel þó að maður sé frosinn í gegn er ekki hægt að segja annað en að betra gerist það nú varla þar sem það er bara gaman þarna af því að það er góður mórall og skemmtilegt fólk.

Mér er boðið í fjórar útskriftarveislur á morgun allar á svipuðum tíma. Toppiði þetta. E n ég kemst líklegast ekki í neina af þeim þar sem ég er að vinna. Er reyndar að vonast að ég fái að skjótast fyrr svo að ég geti skotist í þær og allavegna óskað þeim öllum tilhamingju efast samt að ég komist í Garðinn til Bjargar fænku þó að ég hafi nú einhvern tímann lofað að koma. :(

En hafið þið pælt í hvað jólaauglýsingar eru viðbjóðslega leiðinlegar, maður fær stundum ógeð af jólalögum en ég er hreinlega komin með ofnæmi fyrir sumum jólaauglýsingum eins og BT auglýsingunni. úú við keyptum allar jólagjafirnar í 3 búðum BT kringlunni, smáranum og skeifunni. Svo líka þarna þrjár systur auglýsingin með geisladisknum þeirra, hún er næst verst. Að sjálfsögðu er Húsasmiðju auglýsingin verst. Reyndar er Hagkaup með nokkuð góðar auglýsingar, Siggi er alltaf fyndin í kvennmannslíki.

Verða að hætta tónleiiiiiiiiiiiiiiiikar. bæbæ

|