miðvikudagur, janúar 26, 2005

Lífið er yndislegt

Ég veit að titlinn á blogginu er eins og viðlagið í leiðinlega Eyjlaginu sem engum finnst skemmtilegt nema Oddnýju en hvað með það akkúrat þessa stundina er lífið yndislegt og það er af því..................

HM í handbolta er byrjað og það þýðir handboltaveisla, ég hreinlega elska að horfa á handbolta, ég fæ alveg kitl í magann þegar leikurinn byrjar og það hverfur ekki fyrr en leikurinn er búinn. Handbolti er hreinlega snilldar íþrótt til að horfa á. Missi samt af leiknum í kvöld en ég veit það verður burst.

Það er fullt að gera hjá mér í tónlistinni. Ég er í sinfóníuhljómsveit Tónlistarskólanna, svo var ég beðin um í dag eða frekar skipað að spila með Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna ( sem er ekkert nema gott mál), svo á ég að taka m2 í vor og miðstig næsta haust ( jú ég er búin með 5 stig en ég ætla samt að taka þetta aftur af því að það er gaman) og svo er líklegt að ég taki svo grunnstig á slagverk næsta vor. Þannig vívívív gaman gaman.

Svo er bara stanslaust eitthvað að gera með vinum, ættingjum og fjölæskyldunni. Þannig að það er nóg að gera sem er svo gaman. Jájájájájá.

Já og ég var líka að fá nýtt horn eins og ég talaði um í seinustu færslu og það er svo gaman að spila á almennilegt og frábært hljóðfæri að ég fæ ekki nóg af tónstigum eða hvaða freti sem er.

En nóg af þessu bulli. Ég blogga einhverju betra næst, ég veit að það er aldrei gaman af bloggi sem er of jákvætt, kvörtunarblogg eru langvinsælust og hver veit nem eitthvað slíkt mun birtast!!!!!

|