Hó hó hó hó hó hó
Gleðileg jól allir saman fjær og nær. Sorrí hvað það tekur mig alltaf langan tíma að sitjast aftur fyrir framan tölvuna og skrifa eitthvað. Ég er nefnilega í fíú út í tölvuna mína af því að hún vill ekki leyfa mér að kíkja á póstinn minn. Þessi tölva er alveg að gera mig BRJÁLAÐA fyrst vili hún ekki leya mér að kíkja á bloggið hennar Særúnar, henni hefur greinilega fundist eins og of mikill af tíma mínum fari í að lesa bloggið hennar, en nún leyfir hún mér það alltaf, hún hefur greinilega séð að þetta eru lífsnauðsynlegar upplýsingar sem birtast þar og veita hverri mannsveskju gleði. En núna vill hún ekki leyfa mér að sjá póstinn minn, sem í flestum tilvikum mundi vera allt í lagi þar sem ég fæ oftast bara ruslpóst en nú hefur maður verið að fá jólakveðjur og þannig frá ónefndum aðilum og það er voðalega dónalegt ef maður sendir ekki tilbaka þótt sumir þessara aðila hafa alls ekki verið góðir í bréfaskriftum :{ ( vó þetta átti að vera fílukall en lítur út eins og gaur með yfirvaraskegg.). Ég þurfti sem sagt að fara til systur minnar og kíkja á póstinn minn sem getur verið vesen til lengdar.Mér finnst að það ætti að vera vefsíða með nönum allra þeirra sem eru á föstu eða giftir. Þannig að ef maður er svona hrifinn af einhverjum en veit ekki hvort sú manneskja sé á föstu eða ei og þorir af því leyti ekki að gera neitt þá væri bara hægt að fletta upp nafninu og dara þú veist svarið. En þetta á líklegast aldrei eftir að vera til þar sem það er pottþétt geðveikisleg vinna æi kringum þetta og hver ætti að nenna þessu. Þannig að maður neiðist sem sagt til þess að gera sig af fífli og spyrja manneskjuna!
Ég var að vinna í kirkjugarðinum fyrir þessi jól og meður getur ekki anað sagt en að það sé hressandei tilbreyting. Það vinnur líka svo skemmtilegt fólk það og sumt er kolklikkað þannig að maður verður hálf skrítinn eftir veruna þar en samt á góðan hátt. Í vinnunni reyndi til dæmis partnerinn ( vinnu ekki lifepartner) minn tvisar að gefa mér straum eða kveikja í mér eða eitthvað þannig því hann tengdi tvisar vitlaust, en hann fattaði ekki hvað ég er einstaklega gáfuð og líka að það eru bara 32 volt á þessum leiðslum og því mjög erfitt að slasa einhvern með þessari aðferð. Annar reyndi í sífellu að fella mig meðan við vorum að afgreiða viðskipta vini en tókst það ekki heldur. Þriðji kom hins vegar bara hlaupandi á mig og ég átti enga undan komu leið og já ég datt killi flöt niður og fékk þann mann ofan á mig í þokkabót. Þetta gerði þetta bara allt mjög skemmtilegt. Svo voru líka steikt umræðiefni oft á dagskrá og skemmtilegar reynslusögur.
Vá þetta blogg sökkar eins og fjölda mörg af nýlegum bloggum hjá mér ég þarf að taka mig á.
<< Home