miðvikudagur, mars 12, 2003

Í dag fór ég loksins aftur í skólann þá á ég við samkvæmt venjulegri stundatöflu. Á miðvikudeginum og fimmtudeginum voru nefnilega vakningadagar sem ég hef áður minnst á og svo var árshátíðin okkar á fimmtudagskveldinu. Á föstudeginum var svo frí og þá var nú sofið út. En svo hef ég verið veik seinasta mánudag og þriðjudag, svo loksins loksinis koma ég í skólann. Ekki það að það sé eitthvað fagnaðarerindi að koma aftur í skólann ég má bara ekki við því að missa of mikið úr. Ég er svolldið fúl ég missti nefnilega af stærðfræðiprófi sem ég fæ líklegast ekki að taka upp :( ! En hvað um það!!!!!! Ég kom í skólann í dag og ég var gjörsamlega út úr kú í öllum tímum. Það var nenfilega enginn stærðfræði í dag og því var ég alveg úti að aka og vissi ekkert hvað væri að gerast. Kennararnir nutu þess að grilla í mér heilann og hlöðuðu á mig fullt af upplýsingum sem ég er ekki alveg viss um hvað ég eigi að gera við. Þetta var of mikið að byrja á fullu blasti eftir svona langt og notarlegt hlé. Þegar ég kom svo loksins heim um 2 leitið fannst mér að ég hefði verið þarna í heila eilíf jafnvel þó að þetta sé lang stysti dagurinn hjá mér. Vá ég vona bara að ég verði ekki skemmd eftir morgun daginn. Þegar ég koma heim þá varð ég að fá útrás. Ég spilaði nokkur lög með Botnleðju og 200000 naglbítum og hoppaði og skoppaði eins og brjálæðingur út um allt húsið. Eftir þetta var ég frísk og hress í kollinum en að deyja úr þreitu því á þessum klukkutíma sem ég gerði þetta hreyfði ég mig meira en ég hef gert til samans í ölum leikfimistímunum mínum þessa önnina.

|

mánudagur, mars 10, 2003

Í seinustu viku var árshátíðin hjá okkur haldin hátíðlega. Að sjálfsögðu var líka mikið um að vera fyrir hana á Vakningadögunum. En þá var hægt að velja sér ýmislegt að gera. Ég fór á allskonar námskeið. Á öllum námskeiðunum voru alltaf einhverjir krakkar sem eru á tæknibraut eða eitthvað þannig, þau voru með upptökuvélar og ég man ekki hvort að sum þeirra voru með myndavélar. En eitter víst að Magnús hefur verið með myndavél. Það er kennari í skólanum sem var og kannski er íslensku kennari í skólanum en kennir á tölvur jafnvel þó hann kunni nánast ekkert á tölvur. Honum þykir mjög gaman að taka myndir fyrir skólann og það má oft sjá hann með myndavélina þegar eitthvað er um að vera í skólanum. Hann tók til dæmis myndir þegar það var verið að sprauta fólk fyrir heilahimnsbólgu. Þá mætti hann á svæðið og spurði hvort það væri í lagi ef hann tæki mynd af þeim þegar það var verið að sprauta það. umm en notalegt og skemmtilegt myndefni. Alla vegna þá veit ég það að hioum finnst gaman að taka myndir af skrítnum hlutum. En ég fór í Afródans og við gerðum alllskonar æfingar og dans til þess að hita upp ein æfing var þannig að allir voru á einhvertnhátt með rassana upp í loftið og hvað halið þið þá var akkúrat tekin mynd og hún er á netinu. Ummmm smekklegt. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þetta hafi verið einhver perranemandi eða Magnús með skrítna smekkin sinn en hef ekki komist af neinni niðurstöðu enþá. Endilega hjálpið mér ef þið getið og segið mér hver þið haldið að hafi gert þetta!!!!!!!!
P.S. myndin eða myndirnar eru undir Vakningadagar ~ dagskráin á miðvikudegi ~ myndir nr 136 & 137 klikkið fyrst hér =>Her

|