Hugmyndasnauð
fimmtudagur, mars 20, 2003
Í gær fór ég í skólann hálf veik af því að ég mátti ekki við því að missa af íslensku tíma. Það var nefnilega íslenskupróf í dag og mig langaði að hafa helst allt efnið á hreinu. Áður en ég fór í skólann leit ég í spegill og sá líka þessu hryllilegustu sjón allra tíma. Ég var afskaplega úldin og illa útlítandi. en ég nennti ekkert að gera við því og fór bara svona í skólann. Ekkert um það að segja svo sem nema þegar ég fer í eðlisfræðitíma. Þar sit ég aftast í stofunni. Baldur eðplisfræðikennari var í sínu vanalega góða skapi. Hann fór að útskýra fyrir okkur í meginatriðum um hvað næsti kafli fjallaði. Ég man það nú ekki lengur eitthvað um kraftstuðla og þannig. En svo allt í einu verður honum litið á mig og segir: Mikið svakalega lítirðu illa út í dag Erla mín, ég hef bara miklar áhyggjur af heilsufarinu þínu. Þar hafði ég það ég var úldnari en sokkur sem hafði legið undir óryksuguðu rúmmi í 8 mánuði. En ég tók þessu bara létt enda skemmtilegur kennari. En svo vildi það til seinna í tímanum að ég spurði hann spurningu. Ég var hásari en allt annað enda sungið í 5 tíma á sunnudeginum og var hás fyrir og svo fylgdi pestinni minni hálsbólga. Honum ´Baldí brá svo þegar hann heyrði í mér að það fyrsta sem hann sagði við mig var: Erla með þessari röddu geturðu farið að leika í hryllingsmynd. Já þar hafði ég það ég var hásatri en önd á köldum degi og meira að segja hásari en hása geitin og þá er nú mikið sagt. En þetta fannst mér bara fyndið enda mundi ég alveg fíla það að leika í hryllingsmynd.
|
mánudagur, mars 17, 2003
Ég held að ég sé að verða lasin aftur. Ég er með eitthvað bannsettkvef sem ég fékk um helgina.Ég fékk þá á laugardeginum frá einhverjum lúðrasveit meðlim, mig grunar Snorra um þetta þar sem hann var mjög hás en ég ætla þó ekki að kenna neinum um. Á sunnudeginum var ég svo á einhverju kórmóti framhaldskólakór. Það var frekar slappt. MH hélt þetta mót og konan sem stjórnar þeim kóri er gífurlega væmin og sumir héldu að hún væri hreinlega sloppin af geðveikrahæli. Ég var þarna hóstandi og hóstandi og alveg rosalega hás þannig að þið getið rétt svo ímyndað ykkur hversu fallega ég hef sungið. Aumingja litlu MH busarnir sem sátu sitthvoru megin við mig. Jæja nú þarf ég að læra fyrir eðlisfræðipróf og ég verð að segja að þetta er heldur slappt blogg hjá mér í dag og hefur verið ansi slappt upp á síðkastið. Ég þarf virkilega að komast bráðum út úr húsi en þá er nú verra að vera veik!!!!!!!!!!
|