fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Taulmlaus gleði

Gleði, gleði, gleði. Já Magnea mín auðvitað vega glðistundirnar upp vonbrigði lífsins og gott betur en það skal ég nú segja þér. Fyrir þetta frábæra komment færð þú link og einnig fær Atli link fyrir að veita mér þá frábæru gleði að ætla að skipta út myndinni sem er af mér á LH vefsíðunni. En þetta blogg ætla ég að tileinka Gleði bara svona ef einhver var ekki búin að fatta það áður.
Gleðilífsins er :

1. Að fatta að Óli Stef er ekki alveg hættur í landsliðinu. jibbí skíbbí.

2. Að útskrifast. Skemmtilegast í geimi og heimi.

3. Að kaupa sér bland í poka fyrir 100 kr á 50% afslætti.

4.Að fá gefins tónleika DVD disk með Swhana Twain ( hef ekki hugmynd hvernig maður skrifar þetta) með engu innsigli og á disknum er bara efni með Jon bon Jovi. Ha hélduð þið nokkuð að kontrígellan væri gleðiefnið?

5. Að eignast ný systkinabörn. Þau eru bara svo sæt.

6. Að fara frítt í bíó. Alltaf gaman í bíó nema á The Pallbearer, ojjj!

7. Að spila vel á tónleikum. Gaman gaman.

8. Að tónó sé að fara að byrja aftur. Enþá meira gaman.

9. Að LH sé að fara að byrja aftur, víí það er nú alveg komin tími til að far að rökræða við Þorleik á ný.

10. Að fatta það að einhvur les bloggið manns. Skemmtilegast þegar einhver kommentar, svo kommentið fíflin ykkar kommentið ( hugsið þetta með Dansaðu fíflið þitt dansaðu laginu undir)

|

mánudagur, ágúst 23, 2004

Vonbrigði lífsins

Að fatta að jólasveinninn er ekki til

Að fatta að afi í sjónvarpinu er ekki afi manns og er ekki einu sinn gamall kall heldur leikari.

Að komast að því að Ólafur Stefánsson sé hættur í landsliðinu í handbolta.

Að kaupa sér geisladisk og svo þegar maður kemur heim er einhver annar diskur í.

Að smakka eitt af þessu nýju fanta sem eru alltaf að koma og alltaf verða þau verri og verri.

Að fara á lélega mynd í bíó. Eins og The Pallbearer, leiðinlegasta mynd í heimi. Ég held að ég hafi sofnað 3 á henni.

Að verða að fara af netinu akkúrat núna.

|

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Menningarnótt

Að þessu sinni var ekki farið að betla heldur eyddi maður í staðinn. Maður fór nú að sjá nokkra viðburði eins og Brúðarbandið, Ókind, Jagúar, Egó og margt margt fleira. Skemmtilegasti hluti kvöldsins var samt sem áður án efa þegar dixybandið öndin og blásrar úr Runólfi héldu partýgöngu niður Laugarveginn og á Arnarhól og aftur til baka. Geðveikt stuð! Gaman að spjalla við aðra blásara, alltaf er þetta lang hressasta fólkið. Það var líka skemmtilegt að vera ein af þeim fáum sem voru edrú og að rugla í liðinu og horfa á þetta fólk í algjörri steypu. En vívala hornleikarar! Og Sorrý fyrir lásí blogg í dag. Ég lofa einhverju betra á morgun Særún mín.

|