Olsen olsen
Ég er búin að fá lífsskammt af Olsen olsen. Litla frænka mín sem er 6 ára er með æði fyrir Olsen olsen. Hún var í pössun hjá okkur í páskafríinu og hún kemur hingað á hverjum degi eftir skóla þannig að ég er búin að spila Olsen olsen svo oft síðast liðnu daga að ég er búin að missa tölur á þessu. Ég algjörlega hata þetta spil núna meira en orð fá líst. Já kannski er verið að launa mér það til baka því þegar ég var lítil elskaði ég að spila og mama, pabbi og systur mínar sátu uppi með að þurfas að spila við mig allan daginn. en ég nennti þó að spila fleiri spil en þetta eina spil jú ég spilaði olsen en ég spilaði líka, veiddu, löngu vittleysu (ætti kannski ekki að vera monta mig að því), tveggja manna vist, rússa, gúrku öðru nafni idiot öðru nafni skítakall, svarti pétur, þjófur og fimm upp. Já þessi spil kunni ég þegar ég var 6 síðan lærði ég líka kasínu, 10, rommí, kana, pack og fleiri spil. En þótt maður kennir stelpunni fleiri spil en þetta eina endar maður samt á því að spila olsen endalaust. Niður með Olsen
Bollí wúdd
Ég horfði á Bollywood mynd í gær, reyndar er þetta ekki alvöru bollywood mynd en þetta var mynd í Bollywood stíl. Þetta er klárlega eitt það fyndnasta sem ég hef á æfinni séð. Ég mæli með að fólk tékki á myndinni Bride and Prejudice ef það vill hlægja. Söguþráðurinn er byggður á Pride and Prejudice en sú mynd er miklu betri (ég veit að sú mynd er byggð á bók en ég hef ekki lesið hana en hún hlítur að vera góð því að ég hef séð myndina og hún er góð). Það er mjög fyndið hvað það koma mörg léleg og tilgangslaus lög inn í þessa mynd þar sem má heyra tetxta eins og keep your shoulders down thank you for bringing this marriage in to town og dansarnir eru æði sérstaklega snákadansinn.
Gleðilega páska allir saman, ég fékk kinder egg og geðveikt flott dót í því. Vei vei.
Hef ekkert merkilegt að segja svo ég ætla að þegja.