fimmtudagur, apríl 14, 2005

Afmæli?

Jæja ég þori að veðja að þora ekki fleiri að taka testið mitt! Aumingjar, fyrir utan Særúnu og Sigrúnu Ýr sem eru snillingar. En ég er búin að bæta við 4 nýjum linkum en Dagný fær link fyrir að vera með skiptinemablogg alltaf gaman að vita hvað er að gerast í útlöndum, Björg frænka sem er í Ástralíu og ég er búin að vera í 2 mánuði að setja link á, það fer að líða að því að hún komi heim en þetta er frábært blogg og ég vildi alveg skipta við hana og vera bara eitthvað að skemmta mér í Ástralíu. Svo eru það Ibba hún fær link fyrir að vera hún og svo Sigrún Ýr sem fær línk af því að ég skipaði henni að búa til blogg, held nefnilega að hún sé efni í mjög sniðugan bloggara. Ef fólk vill link þá er bara um að gera að biðja um.

Hey svo var ég að pæla ef fólk vill fá eitthvað sniðugt nafn á linklistann sem sagt heita eitthvað annað flottara þá er bara um að gera að biðja mig um það.Annars finnst mér nönfnin ykkar mjög falleg en það er aldrei að vita hvað þið viljið!

Er mikið að pæla hvort ég eigi að halda afmælis teiti en það virðast bara allir of uppteknir til að geta komast. Fjandinn hirði þessa dagsetningu það eru allir að læra fyrir próf eða dimmitera :( !

Ég er að pæla í að afneita fæðingardeginum mínum og finnan mér annan dag sem er betri einhver góðan mánuð sem er gaman að eiga afmæli í. Er einhver með uppástungur ?

|

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Próf!!! ónei

Jæja það er enginn að gefa sig fram við að vera þessi sniðugi Hafnfirðingur mjög miklar líkur þá að sá einstaklingur lesi ekki bloggið mitt eða langar til að pirra mig lengur.
Hey ég bjó til smá svona test fyrir þá sem nenna og þora.I made a Quiz for You on QuizYourFriends.com
CLICK on the link below or PASTE it into your browser.http://www.quizyourfriends.com/yourquiz.php?quizname=050412102241-910897

|

mánudagur, apríl 11, 2005

Msn félagar

Hvað er eiginlega að gerast hérna fyrst fæ vill einhver mafian 83qhotmail.com verða msn vinur minn sem ég hef ekkert hugmynd um hver er. Fyrst hét hann Necro I need drugs svo breytist það í 2 hot 4 you svo í Jón Dagur. Ég þekki sko engan Jón Dag og þessi Jón Dagur vildi líka gerast sms.ac félagi minn en ég vildi það ekki. Ég er búin að henda honum út af öllu jibbí. Eini Jón Dagur sem maður hefur heyrt um er gaur sem hengur með grunnskólakrökkum og er akkúrat fæddur 83 að ég held! Nei takk ekki inn á mitt Msn.

Svo núna var það einhver Sindri sem vildi verða Msn félagi minn. Pufff. En hann talaði þó allavegna við mig. Þetta reyndist vera ungur drengur í Hvaleyraskóla sem heitir Sindri. Þannig að ég er búin að komast að því að þetta hlítur að vera einhver spaugari úr Hafnarfirðinum að standa að þessu. Þetta er að verða doldið scary.

|

sunnudagur, apríl 10, 2005

Það var lagið eða er það ekki?

Tónleikar LH sem voru á föstudeginum tókust bara ágætlega fyrir utan 2 lög fyrir hlé var þetta bara stórfínt. Ég klúðraði einu h-i sem þurfti endilega að vera í seinasta lagi kvöldsins. Fúlt því að það tókst á hverri einustu æfingu. Jæja þýðir ekkert að kvarta. Eftir tónleikana var farið í eitthvað Svans partý í bíl sem var ljóslaus að aftan þannig að við lentum í vandræðum með lögguna auk þess sem ég hef ekki keyrt beinskiptan bíl síðan ég tók bílprófið og átt þá í smá vandræðum með þetta. Þessar löggur eru algjörar múúd killer og gerði það að verkum að Sigrún hætti við að vilja koma með svo við fórum Sigrúns lausar. Partýið var frekar súrt en það var samt gaman. Vorum stoppuð aftur af löggum á leiðinni heim í seinna en núna voru það löggur með stæla sem tóku mig alveg á taugum því ég hef aldrei verið stöðvuð af löggunni fyrr. Bömmmmmmer.

Ég dýrka Gilmore girls ohhh mig langar svo að fá alla þættina og horfa á þá. Ég er komið með algjört æði fyrir þessum þáttum, þær eru eitthvað svo cool. Svo eru líka alltaf sætir strákar í þessum þáttum. Bara svona ef ykkur langaði að vita.

Mér tókst að klúðra að baka muffins áðan brenndi þær dáldið. Mér er ekki ætlað að gera eitthvað í eldhúsinu nema grjónagraut því ég næ að klúðra einföldustu hlutum. Það er eins gott að ég eignist eignmann í framtíðinni sem kann að elda því að það á enginn eftir að vilja mat sem ég hef eldað ekki einu sinni ég. Annars er ég ágæt í svona fast food mat en það er bara ekki hægt að lifa endalaust á þannig það væri bara mjög leiði gjarnt.Ég reyndar kann heldur ekki að strauja eða sitja í þvottavél þannig að það verður dáldið skrautlegt þegar ég flyt að heiman. Ég fæ svoldið mikið góða þjónustu hérna heima, hótel mamma er oft að kvarta yfir því hvað ég geri lítið sem er rétt en ég er bara að reyna að njóta þess að búa heima þannig að hún ætti nú að vera svolldið ánægð er það ekki? ;)

|