laugardagur, apríl 23, 2005

Lúðrasveitarfólk er toppurinn!

Á sumardeginum fyrsta varð litla frænka mín 1 árs og ég vil óska henni til hamingju. Auk þess vil ég óska öllum gleiðilegs sumars.

Svo verð ég 20 ára á morgun. Og þá verða ég samkvæmt, mömmu: ekki lengur táningur, Svönu (6ára frænka mín): kona, og samkvæmt Binna (manninum hennar Gunnu syst): piparjónka. Merkilegt hvað maður verður þegar maður er tvítugr og er þar með komin á þrítugsaldur.

En ég sá nokkuð í Vikunni (blaðinu þetta með Brynju úr idol framan á) sem vakti athygli mína. Venjulega finnst mér ekkert ver í þessu blaði nema sögur um fólk sem misst 20 kíló og eitthvað svona bull. En þarna sá ég svoldið sem ég varð að deila með ykkur. Ég sá nefnilega orðið Lúðrasveit bregða fyrir og þetta var undir fyrirsögninni : Bestu stefnumótastaðirnir. Sem sagt hvaða staðir eru bestir að sækja ef maður langar að krækja sér í mann. Og núna ætla ég að skrifa þetta orð rétt eins og þetta stóð Vikunni.

Lúðrasveitir
Eins og allir vita fyrirfinnast bestu mennirnir í lúðrasveitum þessa lands. Þeir kyssa best allra og eru langúthaldsbestir. Næst besti kosturinn er að gera hosur sínar grænar fyrir einhverjum í Sinfóníunni.

Humm ég sem hélt að það vissu þetta ekki allir. Ætli maður hafi einhverja forskot á þessa gæja þar sem maður er í lúðrasveit? En svo er líka spurning um hvort þetta gildir bara ekki sama um lúðrasveitastelpur?

|

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Brjálað hundafólk !

Ég ákvað að bleikur væri út en ákvað að halda samt í smá svona bleikt. þetta bleika blogg mitt var kanski einum of yfirþyrmandi. Ég vil vekja athygli á tveimur nýjum linkum sem bættust við en það er linkur á síðuna hennar Írisar Óskar, íris fær link fyrir að vera dugle að blogga og vera með myndir af mér inn á síðunni sinni, jafnvel þó að besta myndin hafi ekki komist inn á netið. Svo fær hann Atli hornleikari link fyrir að vera alveg einstaklega duglegur að kommenta hjá mér og ég hef svo gaman af kommentum, þau gera mig svo glaða því þá veit ég að einhvur nennir að lesa bullið mitt.

En núna verð ég aðeins að segja ykkur frá svoldlu sem fer alveg gífurlega í taugarnar á mér. En það er hundafólk ekki allt hundafólk, sumt hundafólk er alveg frábært samanber Særún og fjölskyldu. Nei ég er að tala svona ofur áhugafólk um hunda. Fólk sem kallar hundanna sína barnið sitt. Það kom einmitt ein kona í sjoppuna með barnið sitt hann Friðrikk Bull dog. Æl æl ég fékk alveg grænar þegar hún fór að tala um hundinn sem barnið sitt og líka þegar ég heyrði að hundurinn heitir Friðrik. Það á að skíra hunda hundanöfnum og fólk verður að átta sig á að hundar eru dýr ekki afkvæmi þeirra sem þau gengu með í 9 mánuði. Ekki nóg með það að þessi kona kom með barnið sitt þá kom önnur kona inn í sjoppun sem er formaður í einhverju svona hundafélagi (sem ég vissi ekki einu sinni að væri til fyrr en hún fór að auglýsa það yfir alla búðina, don't get me started on that að það skuli vera til eitthvað hundafélag). Ég hélt að konan ætlaði alveg að missa sig þegar hún sá Friðrik litla, ég hef aldrei heyrt önnur eins hljóð koma frá einhverri manneskju þettta voru svona skræk hljóð og svo var hún komin á gólfið til hunsins. Gubb gubb svona fólk. Mússí , bússí lússí bússí, gissí bissí lissí bissí búbú lúggú og svo framvegis. Plís skjótið mig. Ég sver það að Friðrik vissi ekkert hvernig hann átti að haga sér þegar þessi skríkjandi vera fór að káfa á honum. Svona fólk er alveg að missa sig. Ég skil svona fólk ekki og á aldrei eftir að skilja það.

Hey svo vil ég þakka Gunnu systir fyrir að taka prófið mitt. Hún klikkaði á ofurhetjuspurningunni en ég skil það vel að hún hélt að Spider man væri mín superhetja þar sem við fórum nú einu sinni saman á heimsfrumsýningu á Spider man.

Ég er held ég að fara að spila með SÁ á sunnudaginn afmælisdaginn minn þegar ég verð 20. Það var haft samband við Emil í gær svo ég komst ekki á æfingu í gærkvöld þar sem ég er vinnandi á þriðjudagskvöldum. Þetta verður eitthvað skrautlegt ein æfing og svo tónleikarnir. En þetta er held ég eitthvað létt þannig að maður ætti nú ekki að hafa milar áhyggjur. Bull og vittleysa.

|

sunnudagur, apríl 17, 2005

Er bleikur inni eða úti?

Hey hvað segið þið um breytingu á blogginu???? Nýtt útlit! Er bleiki liturinn orðinn svoldið þreittur????

Já með prófið þá gekk það bara ágætlega 4 tóku þátt kannki ekki svakalega mikið en það þora greinilega fáir að taka prófið ekki nema að það lesi bara 4 þetta blogg. Jæja hvað um það! Særún til hamingju ! Þú þekkir mig best. Bera seinasta spurningin viltaus en ég hélt að flestir mundu haka í það sem þú hakaðir í sem var : Áfram þú fyrir að taka þetta test. Sigrún Ýr klikkaði á horntegundinni sem ég get fyrirgefið en hún hélt að Ingvar E. væri uppáhaldsleikarinn minn! Ha? Ertu nú alveg..... Svo kom Atli sig með 60% og Atli Týr með 50% nokkuð gott fyrir manneskjur sem þekkja mig varla já þið megið vera stoltir. Mig langar líka að hrósa ykkur sérstaklega fyrir að þora í prófið.

1) Núna í janúar keypti ég mér horn hvaða tegund er það? Atli Týr og Sigrún Ýr, fólið með nöfn sem ríma, voru með þetta vitlaust.
2) Ég æfi sem sagt á horn en á hvaða hljóðfæri æfi ég líka? Allir með þetta á hreinu
3) Hvað er millinafn mitt? Allir meða þetta rétt líka
4) Hvað á ég í erfiðleikum með? Atli sig iss piss ég er góð í hljómfræði. En hurðir þær eru trikkí
5) Hvar vil ég helst vinna í sumar? Slættinum! Að sjálfsögðu Atli Týr þú ættir að kannst við þetta. Varst þú ekki einhvern tíman að vinna þar?
6) Hvert fer ég í ferðalag í sumar? Stade og það vissu allir
7) Hvað er besta ofurhetjan? He-man er bestur þetta vita ekki strákar sem heita Atli.
8) Ég á hvað margar systur? 2 og það vissu allir
9) Besti leikarinn að mínu mati er ..... Edward Norton þótt að ég skrifaði nafnið hans kolvitlaust í prófinu :( En bara Særún hitti naglann á höfuðið þarna enda hefur hún horft með mér á Fight Club sem er besta mynd í heimi
10) Áfram... Hauakar bara Sigrún Ýr var með þetta rétt en þess má geta að enginn giskaði á sama svarmöguleikann hér.

Frábært hjá ykkur.

En að öðru máli. Mamma mín er snillingur í að láta fólk fá verstu lög sem til eru á heilann. Svo er maður endalaust með þetta á heilanum því að hún er alltaf að tönglast á sömur löginum. hún tekur alltaf eitt lag fyrir og það notar hún í langan tíma og svo er tekið annað jafnvel verra. Sko í heilt ár var fjölskyldan mín með lag á heilanum sem enginn okkar hafði heyrt nema hæun mamma mín. Sem var bídí bidí bimm bom bomm bomm bomm, bidí bidí bimm bomm bomm bomm bomm, bidí bidí bimm bomm bomm bomm bomm, bidí bidí bimm bomm bomm bomm bomm, heilaga Maríia Ísabella og svo kunni hún ekki meira nema dansinn við þetta sem var líka horror. hún var gjörsamlega að gera okkur vitlaus í fjölskyldunni og þó að við öskruðum á hana í hvert skiptið sem hún söng það þá gat hún bara ekki hætt að syngja það. Stríðnis genin eru óstöðvandi í minni ætt og við ráðum ekkert við stríðnina í okkur. Bara að hugsa um þetta lag gerir mig pirraða, það er viðbjóður viðbjóðanna. Ég held að hún sé núna búin að gleyma þessu lagi og ég vona að hún eigi aldrei aftur eftir að fá það á heilan því þá missum við fjölskyldan endalega geðheilsu okkar. Svo síðan að stuðmenn byrjuðu með leiðinlegasta lag í heimi (ekta íslensk fönn) hefur það hljómað í eyrum okkar síðan og ég gjörsamlega hata þetta lag út af lífinu. Þetta er lélegt lag með viðbjóðslegum texta og það ætti að banna það með lögum. En núna er mamma mín að skána því hún er komin með þolanlegt lag. Lag sem maður getur alveg hugsað sér að hlusta á, lag sem maður getur þolað meira en einu sinni. En það er lagið I want to break free. Og ég segi Hallelúja. Lengi lifi Queen þó að flestir þeirra séu dánir.

|