laugardagur, febrúar 04, 2006

Gamla góða dagbókin

Ég fann gömlu dagbókina mín frá því að ég er lítil, alveg frá árinu 1993, en þá var ég 8 ára og mjög léleg í stafsetningu (ég er ekki góð í dag en þetta var akammarlegt á þessum tíma). Nú ætla ég að skrifa eina dagbókafærsluna úr þessari bókstafarétt.

égogsitur mínar vorum að baka kofent við stálumst til að smaka. Gunna var að hræra súkulaði og við setum mjólk píklítið ogvið smöguðu súkulaði svo kommamma og hún smakaði deigið og súkulaðið og ég sagði mamma er líka búin situr mína susuð á mig.

Þetta var svakalegt leyndarmál á þessum tíma, að stelast til að smakka súkkulaðið í konfektgerðinni. Mamma mátti alls ekki vita og ég náttúrulega næstum búin að kjafta. Það eru fleiri svona leyndarmál í dagbókinni minn sem var reyndar eiginlega næstum svona leyndarmálabók á þessum tíma af því að ég skrifaði eiginlega bara leyndarmál í hana á þessum tíma.

|

þriðjudagur, janúar 31, 2006

Allir dansa kónga !!!!

Í dag eða réttarasagt í gær fyrir rúmlegum hálftíma var klárað að taka afgangs járnaruslið sem var eftir upp í mér. Þetta þýðir ekkert meira beisli => Húrra fyrir því. Og þetta þýðir að ég fer ekki til tannréttingatannlækinsins minns fyrr en eftir hálft ár. Vá ég er nánast búin að þurfa að fara þangað einu sinni í mánuði í 5 og hálft ár en núna fæ ég loksins frí. Vá LOKSINS en klínikdaman eða hvað sem hún er sagði að ég mætti koma í heimsókn hvenær sem ég vildi, ég er að pæla í að kíkja í heimsókn á morgun ef einhver vill koma með til þess að sjá myndirnar af þeim sem eru búnir í tannréttingum með myglubors! Já það eru skemmtilegar myndir einu sinni var svoleiðis mynd af mér. I den var ég alltaf að pæla í afhverju allir væru svona svakalega "ferskir" á myndunum en komst að því þegar mín mynd var tekin að allar myndirnar eru teknar klukkan 7 að morgni hjá Tannsa ( að sjálfsögðu). Mín mynd var uppi í Desember enda Nóvember þannig að það er of seint að sjá hana núna en ég fékk hana útprentaða mér til yndisauka þannig að ég get alltaf skoðað hana þegar ég vill. Kanski ætti ég bara að hengja hana upp á vegg og skrifa svona í kringum hana : Til hamingju að vera búin í tannréttingum Erla Axelsdóttir. Og hengja viðurkenningarskjalið sem ég fékk fyrir að hafa klárað tannréttingarnar við hliðin á. Bara til að minna mig á allar góðu stundirnar sem ég góndi upp í loftið, svaf í stólunum (svaf líka á biðstofunni), tímana sem ég var með allt slúður á hreinu því að maður kom mánaðrlega til að lesa Séð og heyrt. Hinn kosturinn er að hafa þessi djásn ofan í skúffu! Þetta er erfitt val!!!!

|