laugardagur, nóvember 13, 2004

Tónlist er það besta í heiminum.

Það ógeðslegasta sem ég hef séð er majonestunnan í vinnunni minni. Það er ógeðslegt að sjá svona mikið majones í sama íláti þetta er 425ml ílát full af majonesi. Mesti vibbi. ój!!!!

Ég keypti mér skó í Kron á laugarveginum í enda ágúst á 17000. Þessir skór reyndust vera gallaðir svo að ég fór með þá aftur í búðina. Þeir sáu að ég hafði fengið ónýta skó og sögðu að ég ætti að fá nýja. Þá voru allir svona skórnir búnir og ég þurfti að bíða eftir sendingunni. Ég keypti skóna til þess að hafa fyrir veturinn því þetta eru flottir kuldaskór. Allavegna ég er ekki enþá búin að fá skóna mína og það eru meira en 2 mánuðir síðan ég keypti þá og veturinn löngu byrjaður og ég á bara strigaskó. Ég er svo pisst! Mig langar í hlýju skóna mína. Ég er viss um að ég fæ þá ekki fyrr en þeir eru löngu komnir úr tísku og veturinn er búinn!!!!

Afhverju er það fyrsta sem fólk spyr mann þegar það hefur ekki séð mann lengi hvernig strákamálin standi hjá manni??? GVAF eru gamalr vinkonur á föstu. Ég er ég!!!

GVAF: Jæja ertu byrjuð með strák.
Ég: Nei!!
GVAF: Núnú ætlarðu ekki að fara drífa þig í þessu??
Ég:Drífa mig í hverju ???
GVAF :Að finna þér strák og þannig.
ÉG: Vóvóvó, hvað liggur á?? Ég er nú bara 19 og er að njóta lífsins og líkar það bara stór vel ég þarf ekkert á neinum strák að halda til þess að halda í höndina á mér.
GVAF:Litla systir mín er komin með strák og hún er nú yngri en þú!!!
Ég :Hvaða máli skiptir það??
GVAF: Æ bara svona að segja þér..
Ég: Já takk fyrir það!!!

Ok þetta er kannski ekki svona ágengt og dónalegt hjá þessum vinkonum mínum og ég er kannski ekki alveg svona móðguð og dónaleg í alvörunni. En mig langaði bara að gefa svona krassandi og skemmtilegt dæmi um það hvað maður lendir nú stundum í. Ég var reyndar búin að gera það enþá meira krassandi þetta dæmi en ég held að fólk mundi þá fá mjög brenglaða mynd af mér þannig að ég sleppti því bara.




|

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Hugljúfar stundir upp í skýjunum.

Vei!! Ég er að fagna fyrst Anonymous commentinu mínu. Þetta hefur aldrei gerst áður á mínu bloggi og það finnst mér skemmtilegt. Jafnvel þó að þetta sé kannski einhver að stríða mér eins og sumir vinir mínir eiga til með að gera þá er mér rassgat sama. Allavegna þakkir til Anonymous, hver sem þú ert.

Ég var að skoða mitt eigið blogg áðan sem er kannski svoldið svona , æ hvað er orðið, æ man ekki. En allavegna þá tók ég eftir of mörgum neikvæðum fyrirsögnum á blogginu mínum og hér með ætla ég að stefna að breytingum og framförum á því sviði. Ég ætla alltaf að hafa tiltilinn mjög jákvæðan eins og hér að ofan. Jafnvel þó að ég sé að kvarta og kveina og skrifa kannski um eitthvað neikvættþá mun fyrirsögnin alltaf vera gífurlega jákvæð. Vá fyrisdögnin hér að ofan er mjög væmin og þær eiga örugglega eftir að koma fleiri og væmnari. ;)

En nú ætla ég að hætta þessu rugli og setja nýtt commentakerfi á svo fleiri nenna að commenta á bloggið mitt eins og stóra styst og ef til vill fleiri anonymous. Hver veit?????


|

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Prump

Ég er slappur bloggari það hefur alveg greinilega komið í ljós. Þannig að hér kemur afar lélegt blogg! Annars var verið að benda mér á að ég eigi að fá mér betra commenta kerfi er eitthvað til í þessu á ég að nenna því????

Spilaði með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna í dag á tónleikum það var bara fínt, ég hélt að það mundi ekki vera neitt spes af þvi að þetta var eitthvað söng dæmi. Svo komst ég að því að svona söngtónlist er ekki eins leiðinleg og ég hef alltaf haldið fram heldur bara nokkuð skemmtileg. Kannski er líka skemmtilegra að fá að spila með en ekki bara hlusta á! Spurning????

Ég fór í afmæli í gær og í fyrst skiptið fannst ég mér vera gömul. Ég er sem sagt fyrst núna að átta mig á því að ég er að verða gömul, ég er næstum því 20 ususususususuususssss. Mér fannst ekkert fyndið að öskra og klípa í rassin á fólki og tala um dildó!!! Hvernig má þetta vera????

Ég er svo ógeðslega trött og hugmyndasnauð akkúrat núna að mér dettur ekkert sneðegt í hug til að skrifa hér. Sorrý !!!


|