Hugmyndasnauð
laugardagur, febrúar 01, 2003
Í dag gerðist undur og stórmerki, ég tók til í herberginumínu. Milljónir rykmaurar misstu húsnæði sitt og fluttust yfir í rugsuguna. Verið er að byggja svæðið upp á nýtt og það ætti að vera tilbúið fyrir rykmaurana aðins eftir nokkra daga. Það er samt takmarkað pláss fyrir þá enda er þetta vinsæll bústaður rykmaura þannig að áhuga samir rykmaurar hafið fljótt samband ef þið viljið ekki missa af þessu einstaka tækifæri.
|
föstudagur, janúar 31, 2003
Í dag varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Ég ´fékk skilaverkefnin mín til baka og ég fékk bara 8, búhúú búhúú. Ég fór að skoða hvað hafði verið vitlaust en komst af því að ég hafði gleymt að gera 1 dæmið. Það var spæling. Ég varð reið og lagðist í þunglyndi æí 10 mínútur en fattaði svo að heimurinn mundi ekki farast þó að ég fengi einu sinni átta og tók gleði mína á ný. Látið þetta ekki henda ykkur athugið vel hvort að þið hafið reikanað öll dæmin áður en þið skilið skiladæmunum inn.
Þessi vika er vika gleymskunnar hjá mér. Ég er sífellt búin að vera gleyma hinu og þessu, t.d. gleymdi égt að fara með leikfimisförtin í skólann, gleymdi að koma með æfingarbókin í horn tíma og að fara á sinfóníutónleika. Ég gleymdi að koma með pening í trommutíma sem ég skuldaði Jón og svona mætti lengi telja. Vá hvað ég þarf að fara að muna, svo ég geti gleymt einhverju þegar ég er orðin gömul og þá getur fólk farið að segja að ég sé kölkuð en það gerist ekki ef ég man aldrei neitt þá hef ég aldrei munað neitt og þá hef ég ekkert til þess að gleyma....
Ég var að borða heila 16 pizzu áðan, hún var ekkert spes Papino pizzur eru ekkert sérstakar. Ég er enþá svöng maður verður einhvern meginn ekki nógu saddur af þeim, ég þyrfti allavegna svona eins í viðbót til að verða södd. Næst kaupi ég hjá Dominos eða Hróa engin spurning.
|
Þessi vika er vika gleymskunnar hjá mér. Ég er sífellt búin að vera gleyma hinu og þessu, t.d. gleymdi égt að fara með leikfimisförtin í skólann, gleymdi að koma með æfingarbókin í horn tíma og að fara á sinfóníutónleika. Ég gleymdi að koma með pening í trommutíma sem ég skuldaði Jón og svona mætti lengi telja. Vá hvað ég þarf að fara að muna, svo ég geti gleymt einhverju þegar ég er orðin gömul og þá getur fólk farið að segja að ég sé kölkuð en það gerist ekki ef ég man aldrei neitt þá hef ég aldrei munað neitt og þá hef ég ekkert til þess að gleyma....
Ég var að borða heila 16 pizzu áðan, hún var ekkert spes Papino pizzur eru ekkert sérstakar. Ég er enþá svöng maður verður einhvern meginn ekki nógu saddur af þeim, ég þyrfti allavegna svona eins í viðbót til að verða södd. Næst kaupi ég hjá Dominos eða Hróa engin spurning.
þriðjudagur, janúar 28, 2003
Ég komast að því í dag að ég kann ekki að opna hurð eða sko ég kann að opna hurð ef hun er ekki læst og ef að ég er að opna han utan frá með lykli. En ef ég er hinsvegar inni og vill komst út og hurðin er læst þá kann ég ekki tæknina á svona snúnings dæmum eins og er á öllum útidyrahurðu og skólastofum. Ég get reyndar gert þetta heima hjá mér en það virðist vera eini staðurinn sem ég get gert það. Svo ef ég er og lengi út úr stofunni og kennarinn segir mér að loka hurðinni á eftir mér en hann lokar henni áður en hann fer þá er ég bara læst inni þangað til einhver kemur inn. Þá verð ég bara að gala og góla : Hjálp ég er hérna föst inn í skólastofunni getur einhver hjálpað mér út?????
Þetta er hræðilegt. Hvað á ég að gera?????
|
Þetta er hræðilegt. Hvað á ég að gera?????
mánudagur, janúar 27, 2003
Ég hef ákveðið að verða ekki nunna.
Fleira sem ég hef ákveðið er eftir farandi.
Ég ætla að reyna að klára skólann á 3 árum
Ég ætla aldrei að rugga mér á stólunum í Flensborg því það eru miklar líkur á þeir brotni.
Ég ætla aldrei að reykja.
Ég ætla að læra að blístra almennilega. Það er aldrei að vita nema það komi að góðum notum
Ég ætla ekki í háskólann.
Ég ætla aldrei að horfa á Derrik enda er sjónvarpið löngu hætt að sýna hann.
Ég ætla að borsa meira og vera ánægð.
Ég ætla að vinna pabba í spurningarleik einhvern daginn.
Þetta eru öll mjög mikilvæg markmið fyrir mig og hyggst ég standa við þetta. Verið þið sæl að sinni
|
Fleira sem ég hef ákveðið er eftir farandi.
Ég ætla að reyna að klára skólann á 3 árum
Ég ætla aldrei að rugga mér á stólunum í Flensborg því það eru miklar líkur á þeir brotni.
Ég ætla aldrei að reykja.
Ég ætla að læra að blístra almennilega. Það er aldrei að vita nema það komi að góðum notum
Ég ætla ekki í háskólann.
Ég ætla aldrei að horfa á Derrik enda er sjónvarpið löngu hætt að sýna hann.
Ég ætla að borsa meira og vera ánægð.
Ég ætla að vinna pabba í spurningarleik einhvern daginn.
Þetta eru öll mjög mikilvæg markmið fyrir mig og hyggst ég standa við þetta. Verið þið sæl að sinni
sunnudagur, janúar 26, 2003
Ég hef verið að pæla í því hvað ég lifi nú óspennandi lífi ég hef ekki gert neitt að viti. Kvöldin hjá mér fara annað hvort í æfingar sem reyndar eru skemmtilegar að sitja og horfa á sjónvarpið með foreldrum mínum hversu óspennandi getur þetta orðið.
Svo þegar fólk spyr frétta & hvort maður er ekki búin að gera eitthvað spennandi síðan við sáumst síðast þá get ég ekkert sagt nema: Já þetta er nú búið að vera skemmtilegt og hápunlktur vikuna var að horfa á Jay Leno með pabba. Hann er alveg kengilmagnaður maður hann pabbi minn. Það er svo gaman að horfa á svona þætti með honum hann hlær svo mikið og hefur gaman af svona hlutum
Þetta hljómar eins og ég sé gift honum og egi 3 börn eða meira. Þetta er frekar svona sorglegt. Svo koma vinkonur mínar til mín og segja mér alls kyns sögur af þeim og hvað það sé alltaf gaman en foreldrar þeirra séu´heldur í strangari kanntinum og viji ekki leyfa þeima neitt. En þær hugsa ekki ú tí að vera ánægðar með sitt. Þær eiga þó líf ólíkt mér. Foreldrar mínir eru ekki beinlínis strangir og þau vilja endilega að ég geri eitthvað annað en að hanga með þeim ( þau eru örugglega orðin leið á mér) þannog að þau veita mér frelsi ef ég vil en ég hef aldrei neitt að gera. Ég held að ég eigi eftir að gerast nunna þegar ég er orðin eldri því það er alla vegna ekki mikil breyting á því lífi sem ég lifi núna og því á ég örugglega ekki erfitt með að standast freistingar.
jæja best að fara að læra svo eg geti orðið nunna í framtíðinni. Það er aldrei að vita nema þær taki fólk inn eftir einkunum.
|
Svo þegar fólk spyr frétta & hvort maður er ekki búin að gera eitthvað spennandi síðan við sáumst síðast þá get ég ekkert sagt nema: Já þetta er nú búið að vera skemmtilegt og hápunlktur vikuna var að horfa á Jay Leno með pabba. Hann er alveg kengilmagnaður maður hann pabbi minn. Það er svo gaman að horfa á svona þætti með honum hann hlær svo mikið og hefur gaman af svona hlutum
Þetta hljómar eins og ég sé gift honum og egi 3 börn eða meira. Þetta er frekar svona sorglegt. Svo koma vinkonur mínar til mín og segja mér alls kyns sögur af þeim og hvað það sé alltaf gaman en foreldrar þeirra séu´heldur í strangari kanntinum og viji ekki leyfa þeima neitt. En þær hugsa ekki ú tí að vera ánægðar með sitt. Þær eiga þó líf ólíkt mér. Foreldrar mínir eru ekki beinlínis strangir og þau vilja endilega að ég geri eitthvað annað en að hanga með þeim ( þau eru örugglega orðin leið á mér) þannog að þau veita mér frelsi ef ég vil en ég hef aldrei neitt að gera. Ég held að ég eigi eftir að gerast nunna þegar ég er orðin eldri því það er alla vegna ekki mikil breyting á því lífi sem ég lifi núna og því á ég örugglega ekki erfitt með að standast freistingar.
jæja best að fara að læra svo eg geti orðið nunna í framtíðinni. Það er aldrei að vita nema þær taki fólk inn eftir einkunum.