Hugmyndasnauð
laugardagur, janúar 25, 2003
| |
Ég ætla að skora á hana Sigrúnu Ýr vinkonu mína á að koma sér upp blogg. Það væri mjög skemmtilegt og líflegt að fá að lesa efni frá henni þart sem óumborgalegir hlutir koma á færibandi út úr munninum á henni.
Ég hef komist af því að mér er ekki ætlað að versla föt. Ég er með svolldinn sérstakan stíl núna og veit alveg upp á hár hvað ég vil. Flott bómullar vboli með svona myndum á. Ég hef farið út um allt en aðeins fundið á einum stað boli sem mig langar í en það var mesta okurbúlla í heimi og ég er alls ekki tilbúin að kaupa bol á 8000kr. Ég fór líka í dogma en þar eru bara bolir með stráka sniði sem mér fannst flottir. Ef einhver hefur fundið eitthvað sem gæti vakið áhuga minn endilega la´tið mig vita. Emailið er erlaaxels@hotmail.com sem þið vitið örugglega en þetta tryggir allan misskilning. skrifa meira seinna í dag bless í bili
|
Ég hef komist af því að mér er ekki ætlað að versla föt. Ég er með svolldinn sérstakan stíl núna og veit alveg upp á hár hvað ég vil. Flott bómullar vboli með svona myndum á. Ég hef farið út um allt en aðeins fundið á einum stað boli sem mig langar í en það var mesta okurbúlla í heimi og ég er alls ekki tilbúin að kaupa bol á 8000kr. Ég fór líka í dogma en þar eru bara bolir með stráka sniði sem mér fannst flottir. Ef einhver hefur fundið eitthvað sem gæti vakið áhuga minn endilega la´tið mig vita. Emailið er erlaaxels@hotmail.com sem þið vitið örugglega en þetta tryggir allan misskilning. skrifa meira seinna í dag bless í bili
Já já já já já já já já já. Þetta er búinn að vera furðulegasti dagur sem ég hef upplifað. Eins og venjulega fór ég heim í hádegishléinu til þess að fá mér að borða en það var ekkert til í ískápnum sem er svo sem ekkert nýtt. Svo hringdi síminn allt í einu, það var afi. hann sagði mér að hann væri búinn að gera við úrið mitt. Svo spurði hann um mömmu en ég sagði að hún væri bara í vinnunni. Þá sagði hann mér að amma væri á spítala og hún hafði fengið hjartaáfall. Mér brá ekkert smá amma Gunna, hún sem er alltaf svo frísk og hress. Ég fékk það hlutverk að hringja í mömmu sem var ekki auðvelt. aumingja mamma var alveg í sjokki og spurði mig milljón spurningar sem ég hafði ekki svar við. Svo fór ég bara í skólann aftur það var í sjálfu sér ekkert annað hægt að gera. Jæja þá var það tölvu tími. Ég sá að elst systir mín var inn á msn svo að ég sagði henni fréttirnar og þetta er annað dæmi um áfall. Dagurinn varð skrítnari og skrítnari eftir því sem hann leið. Amma hefði getað dáið en það er í lagi með hana. Ég eranþá hálf ringluð mér finnst þetta allt mjög skrítið. Mér þykir mjög vænt um ömmu mína og get ekki ímyndað mér lífið án hennar. Ég ætla að segja þetta gott í dag og fara bara að sofa. Góða nótt!!!
|
fimmtudagur, janúar 23, 2003
Ég var að koamst af því að klukkan er ekki rétt hjá mér hérna svo get ég ekki eða réttara sagt kann ég ekki að setja svona tengla og allskonar dót. erla tölvu auli.
Ég var að horfa á leikinn áðan. Þetta var ekkert smá spennandi leikur ég þurfti að hæaupa pp á loft til þess að skipta um sokka af vþí að ég svitnaði svo mikið á tánum af öllum þessum gífurlega spenningi. Áður en leikurinn byrjaði, byrjaði mamma á sínu svartsýnis hjali : Þeir hafa þetta aldrei. Hún er alltaf svona svartsýn sérstaklega þegar Ísland eða Haukar eru að keppa því að þá erum við pabbi svo spennt fyrir þessu. Enda tökum við hana aldrei með á leik við þolum þetta ekki. En Íselndingar höfðu það og ég er mjög stolt á þeim og hef fulla trú á þeim.
En nóg af handboltanum. Ég vaknaði í morgun og hugsaði með mér nei það er vont veður og ég nenni ekki í skólann. enda var fyrsti tíminn hjá mér þýska og ég var ekki alveg tilbúin að mæta Kisunni í þessu veðri svona snemma dags. En ég harkaði þetta af mér og fór á fætur. Á leiðinni í skólann barðist ég við veðuröflin. Ég setti líf mitt í hættu til þess að komast í þýsku á réttum tíma ( eins gott því annars klór klór kisulóra) ég datt meira segja á leiðinni en lét það ekkert á mig fá. Veðrið skildi ekki buga mig. Vindur og snjór reyndu að bíta mig en ég mundi eftir að vera með vettlinga og húfu. Þegar ég kom upp í skóla leit ég aðeins upp á skjáinn og þá blasti við mér MARGRÉT BÖÐVARS ER VEIK Í DAG. Nei og ég sem hafði lagt allt undir. ég hafði þá gert þetta allt til einskins og þá ákvað ég bara að skunda hiem og læra aðrins fyrir íslenskuprófið sem átti að vera daginn eftir. Jæja Næst tími var efna fræði og það gekk bara fínt fyrir sig. Við gerðum tilraun og náðum meira að segja að klára skýrsluna í tímanum, nýtt met hjá okkur. jæja næsti tími var íslenska. Allt í einu datt einhverjum snjöllum nemanda að biðja grameðluna ( Arnald) um að færa prófið þangað til eftir helgi og það var gert. Hjúkket því að þá vissi ég að ég gæti horft á handboltann án þess að finna fyrir sektarkennd. Jæja nú var eyða svo ég dreif mig hiem í 2 sinn þennan dag. Ég notaði eyðuna til að slappa af og horfa á Neighbours það var ljúft. Svo hlustaði ég á nokkur lög en hætti mér enn einu sinni út í veðrið til þess að fara í stærðfræði til hennar Þórdísa. Þetta var erfitt ferðalag. ég datt aftur og það á nákvæmlega sama staðnum og fyrr um daginn en loksins komst ég inn og burt frá þessum nístingskulda. ég leit snökkt á skjáinn og fannst eins og nafn Þordísar hafi verið þar en það skipti strax um glæru svo ég varð að bíða og sjá hvort að það væri í raun og veru hún. Ekki misskilja mig mér finnst gaman að fá frí í tíma en ég ætlaði ekki að trúa því að ég hafi farið enn eina fíluferðina. Þetta gat ekki staðist. Ég vonaði af lífs og sálar kröftum að þetta væri einhver annar en svo var ekki og ég arkaði aftur heim. Ég hafði það reyndar fínt í þann tíma sem ég var heima og inni í húsi. Jæja svo fór ég í 3 skiptið í Flensborg á þessum degi til þess að fara í tíma til Alberts sem betur fer var Albert ekki veikur. Ég fékk prófið mitt til baka ég fékk 10 og ég sem hafði ekki lært fyrir prófið heldur horft á handboltan og verið í tónó. Ég er snillingur en Hanna trúði mér ekki en það er hennar mál. Svo fór ég í tölvur það var leiðinlegt og sljótt því að það eru einvherjar stelpu sem eiga erfitt með þetta. Þær eru að gera út af við alla hina!!!!! En svo fór ég í tónó og það var fínt ég nneti ekki að labba heim í klukkutímapásinni það svo ég spjallaði við Snorra og Eirík sem eru snillingar góðir. Snorri var að búa til áróðursspjald gegn Bush og Íraksstríðinu. Já Bush er heimskur og það er ekki vafi sem leikur á því. Kansski hann fá einvhern tíaman stöðu við að kenna ensku í Flensborg það er aldrei að vita. Hann getur verið the dummy. En ég þarf að læra fyrir stærðfræði próf og þarf því að hætta enda er þetta orðið allt of langt hjá mér.
P.S ég hoppaði og dansaði af gleði þegar ég komst af því að alla vegna einhverjum finnst eitthvað af því sem ég segi fyndið. Ég sem var farinn að halda að ég væri húmnmorslaus og það að öll húmors geninn hafi farið í systur mínar!!!!!! Pabbi ég veit þetta er frá þér... Takk
|
Ég var að horfa á leikinn áðan. Þetta var ekkert smá spennandi leikur ég þurfti að hæaupa pp á loft til þess að skipta um sokka af vþí að ég svitnaði svo mikið á tánum af öllum þessum gífurlega spenningi. Áður en leikurinn byrjaði, byrjaði mamma á sínu svartsýnis hjali : Þeir hafa þetta aldrei. Hún er alltaf svona svartsýn sérstaklega þegar Ísland eða Haukar eru að keppa því að þá erum við pabbi svo spennt fyrir þessu. Enda tökum við hana aldrei með á leik við þolum þetta ekki. En Íselndingar höfðu það og ég er mjög stolt á þeim og hef fulla trú á þeim.
En nóg af handboltanum. Ég vaknaði í morgun og hugsaði með mér nei það er vont veður og ég nenni ekki í skólann. enda var fyrsti tíminn hjá mér þýska og ég var ekki alveg tilbúin að mæta Kisunni í þessu veðri svona snemma dags. En ég harkaði þetta af mér og fór á fætur. Á leiðinni í skólann barðist ég við veðuröflin. Ég setti líf mitt í hættu til þess að komast í þýsku á réttum tíma ( eins gott því annars klór klór kisulóra) ég datt meira segja á leiðinni en lét það ekkert á mig fá. Veðrið skildi ekki buga mig. Vindur og snjór reyndu að bíta mig en ég mundi eftir að vera með vettlinga og húfu. Þegar ég kom upp í skóla leit ég aðeins upp á skjáinn og þá blasti við mér MARGRÉT BÖÐVARS ER VEIK Í DAG. Nei og ég sem hafði lagt allt undir. ég hafði þá gert þetta allt til einskins og þá ákvað ég bara að skunda hiem og læra aðrins fyrir íslenskuprófið sem átti að vera daginn eftir. Jæja Næst tími var efna fræði og það gekk bara fínt fyrir sig. Við gerðum tilraun og náðum meira að segja að klára skýrsluna í tímanum, nýtt met hjá okkur. jæja næsti tími var íslenska. Allt í einu datt einhverjum snjöllum nemanda að biðja grameðluna ( Arnald) um að færa prófið þangað til eftir helgi og það var gert. Hjúkket því að þá vissi ég að ég gæti horft á handboltann án þess að finna fyrir sektarkennd. Jæja nú var eyða svo ég dreif mig hiem í 2 sinn þennan dag. Ég notaði eyðuna til að slappa af og horfa á Neighbours það var ljúft. Svo hlustaði ég á nokkur lög en hætti mér enn einu sinni út í veðrið til þess að fara í stærðfræði til hennar Þórdísa. Þetta var erfitt ferðalag. ég datt aftur og það á nákvæmlega sama staðnum og fyrr um daginn en loksins komst ég inn og burt frá þessum nístingskulda. ég leit snökkt á skjáinn og fannst eins og nafn Þordísar hafi verið þar en það skipti strax um glæru svo ég varð að bíða og sjá hvort að það væri í raun og veru hún. Ekki misskilja mig mér finnst gaman að fá frí í tíma en ég ætlaði ekki að trúa því að ég hafi farið enn eina fíluferðina. Þetta gat ekki staðist. Ég vonaði af lífs og sálar kröftum að þetta væri einhver annar en svo var ekki og ég arkaði aftur heim. Ég hafði það reyndar fínt í þann tíma sem ég var heima og inni í húsi. Jæja svo fór ég í 3 skiptið í Flensborg á þessum degi til þess að fara í tíma til Alberts sem betur fer var Albert ekki veikur. Ég fékk prófið mitt til baka ég fékk 10 og ég sem hafði ekki lært fyrir prófið heldur horft á handboltan og verið í tónó. Ég er snillingur en Hanna trúði mér ekki en það er hennar mál. Svo fór ég í tölvur það var leiðinlegt og sljótt því að það eru einvherjar stelpu sem eiga erfitt með þetta. Þær eru að gera út af við alla hina!!!!! En svo fór ég í tónó og það var fínt ég nneti ekki að labba heim í klukkutímapásinni það svo ég spjallaði við Snorra og Eirík sem eru snillingar góðir. Snorri var að búa til áróðursspjald gegn Bush og Íraksstríðinu. Já Bush er heimskur og það er ekki vafi sem leikur á því. Kansski hann fá einvhern tíaman stöðu við að kenna ensku í Flensborg það er aldrei að vita. Hann getur verið the dummy. En ég þarf að læra fyrir stærðfræði próf og þarf því að hætta enda er þetta orðið allt of langt hjá mér.
P.S ég hoppaði og dansaði af gleði þegar ég komst af því að alla vegna einhverjum finnst eitthvað af því sem ég segi fyndið. Ég sem var farinn að halda að ég væri húmnmorslaus og það að öll húmors geninn hafi farið í systur mínar!!!!!! Pabbi ég veit þetta er frá þér... Takk
miðvikudagur, janúar 22, 2003
Úbbs það er nú orpið frekar langt síðan ég skrifaði seinast en það er búið að vera svo geggjað að gera en það leiðinlega er að það tengist allt skólanum svo að enginn mundi í rauninni lesa um það flestir mundu bara sofna. Geisp. Ég er hér um bil sofnuð sjálf með því að rifja þetta upp. En ég hef verið að standa í pælingum undan farið og komist af þeirri niðurstöðu að Flensborg hefur fengið alla kennarana úr dýrunum í Hásaskógi eða Lísu í Undralandi því þau eru öll annað hvort eins og talandi dýr, búálfar eða dvergar þettta er mjög fyndið. Magga Bö er alveg eins og köttur það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú sérð hana er KISA en hún er alls ekki ljúf og góð kisa heldur mjög kaldlynd og fráhrindandi og fer sínar eiginleiðir eins og kettir gera. hún talar líka eins og hún sé yfir alla borna og það minnir mig svo sannalega á köttinn minn heitinn hann Tópí sem lét eins og hann væri mikilvægastur í heimi. Baldur eðlisfræði kennari minnir mig stundum á vinalegan bangsa en þó stundum á góðfúslegan búálf það er erfitt að sker úr um það hvort það er en það er allavegna annaðhvort. Ég held að það sé stóra breiða nefið sem gerir það að verkum og yfirvaraskeggið. Svo er það Guðrún hún vaggar mjög mikið og talar mjög skrægt og minnir mig alltaf mjög mikið á önd. Hún er líka allt með mjög skítugt hár ég veit ekki hvernig það kemur þessu máli við en mér dettur það bara alltaf í hug þegar mér er hugsað rtil þessara konu. Svo ekki sé minnst á Þordísi ( Sorrý Magnea ef þú lest þetta en sannleikurinhn verður að koma í ljós, mér finnst frænka þín mjög góður kennari og hin fínasta manneskja en málið er að) hún minnir mig alltaf á dverg það er kannski út af því að hún er mjög lágvaxin með svart krullað hár og gleraugu en það er bara þannig að ég get alltaf séð hana sem dverg ( kannski kom þessi hugmynd frá Tryggva þegar hann skrifaði í skólablaðið um ýmislegt þá minntis hann á að Þordís minnti hann á dverg og eftir það sá ég að það var bara satt). Unnar ensku kennari lítur út eins og hamstur. Það er ekki eðlilegt hvað hann er virkilega líkur hamstri. Anný er eins og naggrís eða guffi. Fólk hefur velt því fyrir sér hver útkoman væri ef Anný og Unnar mundi eignast saman barn, það væri nú sjón að sjá. Já það því hvernig er hægt að orða afkvæmi hamsturs og naggrís á annan hátt. ÚFFFFF!!!! Mér hefur líka verið sagt að það hafi ekki svo fyrir löngu starfað kennari við skólann sem var kölluð Magga MEEEEE af því að hún jarmaði svo mikið þegar hún talaði. Einkennilegt hvað fjósamenningin lifir! Svo er einn kennari sem minnir allra helst á Mick Jagger og það eru engar ýkjur hann heitir Sveinn Þórðarson og var eitt sinn íslensku kennarinn minn en núvernadi íslensku kennarinn minn heitir Arnaldur og er með mjög stór og útstæð augu og lítur því út eins og grameðla eða einhver önnur eðla. Skary !!! Svo er það imminn hann Jói hálft annað orð út úr honum er immmmmmmm já , ummmmmm já og svona immm og ummmm heyrist gífurlega vel í gegnum veggi þið ættuð að prófa þetta ( Hefur stundum valdið miklum hlátri innan veggja Flensborgar) !!!!! Sísí ber nafn með réttu því líkt á nefnið hennar endur tekur hún sömuhljóðin aftur og aftur þó serstaklega sérhljóð í sumum orðum og stoppar svona á þeim eins og gömul plata eeeeeeeeeeeeðlisfræði, auauauauauuauauaga og svo framvegis.
En áður en ég hætti þessu hjali um alla kennarana verð ég að segja frá honum Alberti sem skítur hinum kennurunum ref fyrir rass. Ekki nóg með að þessi maður ber lengsta nafn sem ég hef nokkurntíman heyrt ( AlbertHólmsteinn Norðdal Valdimarsson) þá er maðurinn örugglega frá annarri plánetu. Hann er sá allra harðasti kommúnisti sem ég hef kynnst, hann hefur til dæmis sagt mér að allt það vonda komi frá Ameríku. Hann er alfarið á móti gosdrykkjum og hann eyðir sumarfríinu sínu í að grafa skurði einhverstaðar í Afríku í sjálfboðar vinnu og hlaut gullskópluna einsu sinni fyrir að vera besti verkamaðurinn. Þegar maðurinn fer upp að töflu til þess að sína dæmi eða eitthvað þess háttar þá er hann algjörlega í sínum eigin heimi ég er viss um að ef að það kviknaði í skólanum mundi hann ekki taka eftir því afþví að fjöldi nemenda hefur labbað út og hann hefur ekki grænan grun um það. Það er margt annað hægt að segja um Albert en ég er að leka niður af þreitu & það eru örugglega allir hættir að lesa því að þeim finnst þetta svo leiðinlegt. Þeir sem eru ekki í Flensborg vita ekki um hvern ég er að tala og ef þeir trúa mér ekki ættu þeir bara að athuga há heimasíðu Flensborgar því að þar er mynd af flest öllum kennurunum og þar getið þið séð með eigin augum þessar furðuverur sem við hittum á hverjum einasta degi.
|
En áður en ég hætti þessu hjali um alla kennarana verð ég að segja frá honum Alberti sem skítur hinum kennurunum ref fyrir rass. Ekki nóg með að þessi maður ber lengsta nafn sem ég hef nokkurntíman heyrt ( AlbertHólmsteinn Norðdal Valdimarsson) þá er maðurinn örugglega frá annarri plánetu. Hann er sá allra harðasti kommúnisti sem ég hef kynnst, hann hefur til dæmis sagt mér að allt það vonda komi frá Ameríku. Hann er alfarið á móti gosdrykkjum og hann eyðir sumarfríinu sínu í að grafa skurði einhverstaðar í Afríku í sjálfboðar vinnu og hlaut gullskópluna einsu sinni fyrir að vera besti verkamaðurinn. Þegar maðurinn fer upp að töflu til þess að sína dæmi eða eitthvað þess háttar þá er hann algjörlega í sínum eigin heimi ég er viss um að ef að það kviknaði í skólanum mundi hann ekki taka eftir því afþví að fjöldi nemenda hefur labbað út og hann hefur ekki grænan grun um það. Það er margt annað hægt að segja um Albert en ég er að leka niður af þreitu & það eru örugglega allir hættir að lesa því að þeim finnst þetta svo leiðinlegt. Þeir sem eru ekki í Flensborg vita ekki um hvern ég er að tala og ef þeir trúa mér ekki ættu þeir bara að athuga há heimasíðu Flensborgar því að þar er mynd af flest öllum kennurunum og þar getið þið séð með eigin augum þessar furðuverur sem við hittum á hverjum einasta degi.
sunnudagur, janúar 19, 2003
Í gær leigði ég Austin powers og Seven með tveimur vinkonum mínum. Ég verð bara að segja að Austin Powers myndirnar eru hrein snilld. Þvílíkt hugmyndarafl sem Mike Myers hlítur að hafa. Hann er þvílíkur Snillingur. Allavegna hlógum við mikið.
Goldmember: Dr. Evil, we still have the ultimate insurance policy. May I present to you, the very sexual, the very toite, Autin Power's fassia.
Dr. Evil: His what?
Number 2: His fassia Dr. Evil.
Dr. Evil: His ferder?
Goldmember: His fassia! You know, the fassia
Dr. Evil: You know Goldmember, I don't speak freaky-deaky dutch. Okay perv boy?
Goldmember: Fassia, his dad, dad is fassia
Dr. Evil: Oh his dad, oh his FATHER.
Í dag var ég að læra en spennandi líf sem ég lifi. Svo fór ég á kóræfingu. LALALALALLALALa það var örugglega svona hápunktur dagsins svo þið getið rétt ímyndað ykkur að ekkert gerðist sem verðugt er að segja frá. En samt sem áður hef ég svolldið verið að pæla hvort að maður erfi fyndni eða er þetta bara hæfileiki sem maður þarf að þróa með sér. Ef maður erfir þetta þá hef ég fengið mjög lítið af þessu geni.Sem er mjög spælandi þar sem pabbi minn er svolldið fyndinn. Þó hann sé stundum svolldið ófyndinn út af því að hann er svoldið gamall. Allavegna reynir hann stundum að vera fyndinn fyrir framan vinkonur mínar en þeim finnst hann bara kjáni en svo þegar hann er í kringum sína vinur veltast allir um að hlátri. En ég verð að æfa mig í að vera fyndinn það er ekki nóg að kunna brandara ég kann slatta af þeim og ég verð á endanum leið á þeim sjálf þó að ég geti kreist bros upp úr fólki með þaim. ÉG vildi að ég væri fyndinn hvar fær allt fyndna fólkið hugmyndir sínar. Allt fyndið fólk endilega látið mig vita. Hef mikla þörf fyrir að hlægja af sjálfum mér.
|
Goldmember: Dr. Evil, we still have the ultimate insurance policy. May I present to you, the very sexual, the very toite, Autin Power's fassia.
Dr. Evil: His what?
Number 2: His fassia Dr. Evil.
Dr. Evil: His ferder?
Goldmember: His fassia! You know, the fassia
Dr. Evil: You know Goldmember, I don't speak freaky-deaky dutch. Okay perv boy?
Goldmember: Fassia, his dad, dad is fassia
Dr. Evil: Oh his dad, oh his FATHER.
Í dag var ég að læra en spennandi líf sem ég lifi. Svo fór ég á kóræfingu. LALALALALLALALa það var örugglega svona hápunktur dagsins svo þið getið rétt ímyndað ykkur að ekkert gerðist sem verðugt er að segja frá. En samt sem áður hef ég svolldið verið að pæla hvort að maður erfi fyndni eða er þetta bara hæfileiki sem maður þarf að þróa með sér. Ef maður erfir þetta þá hef ég fengið mjög lítið af þessu geni.Sem er mjög spælandi þar sem pabbi minn er svolldið fyndinn. Þó hann sé stundum svolldið ófyndinn út af því að hann er svoldið gamall. Allavegna reynir hann stundum að vera fyndinn fyrir framan vinkonur mínar en þeim finnst hann bara kjáni en svo þegar hann er í kringum sína vinur veltast allir um að hlátri. En ég verð að æfa mig í að vera fyndinn það er ekki nóg að kunna brandara ég kann slatta af þeim og ég verð á endanum leið á þeim sjálf þó að ég geti kreist bros upp úr fólki með þaim. ÉG vildi að ég væri fyndinn hvar fær allt fyndna fólkið hugmyndir sínar. Allt fyndið fólk endilega látið mig vita. Hef mikla þörf fyrir að hlægja af sjálfum mér.